Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 31 Sandkom Reagan. Hvers vegna Island? Menn velta því nú mjög fyr- ir sér hvers vegna Sovétmenn hafi stungið upp á því að halda leiðtogafund þeirra Reagans og Gorbatsjovs á Islandi. Eins og vænta mátti, þegar Rússa- grýlan er annars vegar, flögr- aði fljótt illur grunur að mörgum. Þótti einsýnt að staðarval Rússanna stafaði af einhverju öðru en einskærri Islandsvináttu. Fljótlega eftir að ákveðið var að halda fundinn hér á landi fóru svo að heyrast ótta- raddir um að nú myndu „þeir rauðu“ nota tækifærið og flytja hingað öll þau njósna- tæki og tól sem tiltæk væru í Sovét. Það væri einmitt í þeim tilgangi sem Rússamir hefðu verið svo æstir í að komast hingað. Gorbatsjov. En hinir framsýnni hafa bent á aðra ástæðu, engu lak- ari. Þeir segja nefnilega að Rússamir séu þegar búnir að koma upp svo trausttun bún- aði hér á landi að héma vilji þeir vera og hvergi annars staðar. V Það þýðir lítið tyrir fegrunar- nefnd Akraness að dæma svona skraut. Seint í rass- inn gripið Akumesingar hlaupa ekk- ert á undan sjálfum sér, ef marka má fregnir Bæjarblaðs- ins á Skaganum. Þeir kusu til að mynda fegrunarnefnd ekki fyrr en í september síðastlið- inn. Hlutverk þeirrar nefndar er annars að kjósa fegurstu garð- ana í plássinu, sem mun full- seint þegar skrúðblómin era löngu frosin í hel og tré orðin sköllótt. Nefndin sú arna verður því að halda að sér höndunum í þessum efnum þar til næsta sumar, nema þá að hún skelli sér í að skoða garð- ana þegar þeir verða komnir undir snjó. Sjö milljón- irfyrir nafn Víðir gamli í Mjóddinni heitir nú Kaupstaður, eins og rækilega hefur komið fram í auglýsingum. Sannast sagna er Kaupstaðamafnið heldur óþjált sem heiti á verslun. Enda stóð aldrei til að Víðir breytti um nafn þegar eig- endaskipti urðu á versluninni. Málið mun þannig vaxið að þegar Kron-menn keyptu gull- námuna í Mjóddinni buðu þeir Viðisbræðrum stórar fúlgur fyrir nafnið. Sumir segja allt að sjö milljónum króna. En Víðisbræður höfnuðu þessu alfarið og sögðu að Víðis- nafnið væri alls ekki til sölu. Þá snera Kron-menn sér til eiganda verslunarinnar Vísis á Laugavegi og föluðu það nafn af honum til að breyta nú sem minnstu. En það var sama sagan þar. Nafnið var ekki til sölu. Á endanum var því gripið til þess ráðs að smíða nýtt nafn á verslunina í Mjódd- inni. Kaupstaður varð niður- staðan á þeim vangaveltum, - því miður. Samfelld hátíð Vesturbæingar óska þess nú heitast af öllu að stórafmælis- veislum og leiðtogafundum linni ekki í bráð. Lagfæringar ýmiss konar og hreingerning- ar hafa nefnilega tröllriðið vesturbænum það sem af er árinu. Tökum Víðimelinn sem dæmi: Undanfarin ár hafa gang- stéttir þar verið í megnasta ólestri. Þær voru svo ójafnar að gamalt fólk var alltaf að detta þar og bijóta sig. Voru sum gamalmennin í áætlunar- ferðum upp á slysavarðstofu yfirvetrart.ímann. Enekkert var að gert. Svo var það skyndilega fyrir 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar að gangstéttimar vora rifnar upp með offorsi og end- urlagðar, þá sléttar eins og bamsbossi. I það sinnið gleymdist þó að tyrfa moldar- ræmur sem lágu meðfram blokkunum. En svo kom að leiðtoga- fundinum, sem líkur era á að berist vestur í bæ, ef fram heldur sem nú horfir. Þegar af honum fréttist var rokið í að tyrfa ræmumar í einum hvínandi hvelli. Engu var skeytt um frost eða fjúk né þá lífslíkur túnþakanna. Allt skal nú lagt í sölurnar fyrir augað. Það er ekki nema von að vesturbæingar vilji fleiri af- mæli og fleiri fundi. Skildi ekkert Verslunarferðirtil útlanda eru mjög í tísku um þessar mundir. Og það er eins og áður, landinn geggjast þegar hann kemst í „ódýra“ góssið. Hópur Suðumesjamanna var, að sögn Víkurfrétta, ný- lega staddur erlendis í einni slíkri verslunarferð. Þar á meðal voru hjón ein að kaupa föt á son sinn, en sá sat heima. Hjónin vora ekki öragg á stærð fatnaðarins sem kaupa átti. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Skammt frá hjónakomunum stóð nefni- lega strákpatti á stærð við soninn. Þau fengu því sam- ferðamann, sem glúrinn var í útlensku, til að tala strákinn inn á að máta fötin. Sá mál- slyngi vék sér strax að strássa og stóð bunan út úr honum. En strákurinn varð alltaf kindarlegri eftir því sem á ræðuhöldin leið og loks kall- aði hann upp á kjamgóðri íslensku: „Amma, ég ski) ekki mann- inn...“ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Kvikmyndir Hanna og systurnar ★★★★ Fjölskyldumynd Allens Hanna og systumar (Hannah And Her Sist- ers). Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Al- len. Kvikmyndun: Carlo Di Palma. Aóalleikarar: Mia Farrow, Michael Caine, Barbara Hersey, Dianne Wiest, Woody Allen og Max Von Sydow. Woody Allen hefur með Hönnu og systrunum sannað enn einu sinni að hann er með mestu kvikmyndagerð- armönnum sem nú eru uppi. Myndin sem er hans aðgengilegasta kvik- mynd síðan Annie Hall er lýsing ó fjölskyldu einni í New York og er látin gerast á tveimur árum. Við kynnumst fyrst persónum myndar- innar í þakkarhátíðarveislu sem ein af þremur systrum Hanna heldur. Hanna er hjálpsemin og blíðlyndið uppmálað og býr að því er henni virðist í hamingjusömu hjónabandi með Elliot. Hann aftur á móti er heldur betur búinn að fá gráa fiðr- inginn og öll hans löngun beinist að Lee systur Hönnu sem býr með ein- angruðum listamanni Frederick sem er á góðri leið með að brjóta hana andlega. Hún er því auðveld bráð fyrir Elliot þegar líða tekur á mynd- ina. Þriðja systirinn er svo Holly, fyrrverandi kókaínneytandi sem á í erfiðleikum með að koma sér niður á jörðiha og þrátyt fyrir að Hanna hjólpi henni peningalega og ráðleggi henni virðist líf hennar háð tilviljun- um og mistökin eru mörg. Við sögu kemur einnig Mickey, fyrrverandi eigimaður Hörrnu sem er ímyndunarveikur sjónvarpsmað- ur á nipðurleið. Þá koma einnig aðeins við sögu Foreldrar systranna Mia Farrow leikur Hönnu, eina af þrem systrum í nýjustu kvikmynd Woody Allen. og fram kemur að þau haf á skraut- legri ævi komið nálægt mörgu er tengist skemmtibransanum. Þessari fjölskyldu tekst Woody Allen að lýsa á stuttum tíma einstak- lega vel. Eiginleikar, slæmir og góðir eru minnisstæðir og þrátt fyrir allt sem ó gengur er hér um einstaklega mannlegar lýsingar á hversdagslegu fólki, fólki sem eru miklar andstæður en hafa samt öll eitthvað sameigin- legt. Það er helst að foreldamir skeri sig úr þótt lítið komi við sögu. Það er mikið og gottlið úrvalsleik- ara sem fara með aðalhlutverkin. Fyrst ber að nefiia Miu Farrow sem vex með hverri mynd sem hún leikur í fyrir sambýlismann sinn Woody Allen. Henni tekst ó látlausan hátt að koma gæðum prýddu Hönnu til skila svo unun er að fylgjast með. Systur hennar eru leiknar af Bar- bara Hersey og Dianne Wiest og er sérstaklega gaman að sjó hversu vel Barbara Hersey sem ekki hefúr feng- ið mörg góð hlutverk tekst til. Michael Caine bregst ekki frekar en venjulega. I stað þess að fá fyrirlitn- ingu á framkomu Elliot hefúr maður meðaumkun með honum í meðfórum Caine. Þótt ekki sé hægt að tala um Hanna og systumar sem gaman- mynd, þá er ekki laust við að Woody Allen í hlutverki eiginmannsins fyrrverandi kitli hláturtaugar áhorf- andans, ón þess að yfirkeyra. Stundum liggur þó við að hann fari á fomar slóðir, sérstaklega á þetta við þegar trúskiptin hjá honum standa yfir. Á undanfomum órum, hefur Woddy Allen gert hvert snilldar- verkið á fætur öðm. Eiginlega byrjaði þetta fijósama tímabil með Zelig, þvínæst kom Broadway Danny Rose, þá hin frumlega Kairó- rósin og svo nú hin glæsilega Hanna og systumar. Woody Allen er þegar komin á stað með nýja mynd, enda snillingurinn afkastamikill og vist er að spennandi er að fylgjast með hver útkoman verður. tekst honum enn einu sinni að koma kvikmynd- faheiminum á óvart með snilldar- verki sem er svo allt öðm vísi en það síðasta? Hilmar Karlsson. LÆKNASTOFA Hef opnað stofu í læknastöðinni hf., Áifheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga frá 9-17. Uggi Agnarsson Sérgrein: Lyflækningar og hjartasjúkdómar. ORKUBÓT Sími: 39488 KVENNADAGAR: mánudagar, miðvikudagar og föstudagar. KARLADAGAR: þriðjudagar, fimmtudagar og laugardagar. Upplýsingar og innritun í síma 39488. skrifstofuhúsgögn skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira. ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léieg 0 Afleit notuð EINSTAKT TÆKIFÆRI Opið í dag kl. 14-19, laugardag kl. 14-16. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir getraina- VINNINGAR! 7. LEIKVIKA-4. OKTÖBER1986 VINNINGSRÖÐ: 222-1XI-1XX-2X1 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, kr. 1.011.610,- 550618 ------------------ 2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, kr. 72.258,- 44980 49309 130726+ 200581+ 202488(2/11) íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærufrestur er til ménudagsins 27. okt. 1986 kl. 12.00 é hédegi. Kærur skulu vera skrillegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stotninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna tyrir lok kærufrests.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.