Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. TiHitssemin ríki Fjöldi fólks leggur nótt við dag, til þess að leiðtoga- fundurinn megi fara fram í réttu umhverfi. Rétt var af ríkisstjórn að samþykkja, að fundurinn skyldi haldinn hér, þótt allt færi á hvolf, eins og forsætisráðherra sagði. Margt í þjóðlífinu á höfuðborgarsvæðinu mun fara úr skorðum næstu daga. Þá skiptir öllu, að tillits- semin ríki. íslenzk yfirvöld verða að sýna tillitssemi gagnvart borgurunum og hafa friðhelgi einkalífs að leiðarljósi. íslendingar eiga að vita, að fulltrúar öryggisþjónustu risaveldanna munu gera margfalt meiri kröfur en unnt er að uppfylla með viðunandi hætti. Þegar þetta er skrif- að, virðist til dæmis hafa verið settar fram kröfur um að rýma húsin nálægt Höfða tveimur dögum fyrir fund- inn. Starfræksla fyrirtækjanna þar mundi þá leggjast niður. Þarna er of langt gengið. Slík röskun er ekki verjandi. Vissulega má viðurkenna, að rýma þurfi þessi hús og öryggisverðir taki sér stöðu á svæðinu, áður en fund- irnir fara fram. En vonandi finna íslenzk stjórnvöld málamiðlun, sem veldur borgurunum ekki of miklum ama. Þá hefur verið gerð könnun á, hverjir eru búsettir í húsunum næst bandaríska sendiráðinu. Til stendur, að því er ætla má, að íbúar fái passa og „talið verði inn í íbúðirnar“, sem kallað hefur verið. Þar skiptir miklu, að lögreglumenn fari með aðgát. Vissulega verður að fylgjast með þessu svæði. En lögreglumenn verða þar sem annars staðar að gæta þess að ganga ekki á rétt fólksins. Það gildir um öll viðskipti við almenning, meðan þessir fundir standa. Lögreglumönnum hér sem annars staðar hættir til að fara offari, ganga á réttindi borgaranna til að sýna vald sitt, þegar á reynir. Þetta á allt að geta farið vel fram, ef nægur vilji er til. Borgarbúar verða almennt fyrir mikilli röskun. Göt- um verður lokað. Talið er, að 30-40 bílar kunni að verða í bílalestunum, sem fylgja leiðtogunum. Þá hefur verið skorað á fólk að borða heima þessa helgi, nokkuð sem flestir ættu að una. Einnig verður mikið mál í höfuð- borginni, að illur leikur verður að fá leigubifreiðir nú um helgina. Unga fólkið unir. því að líkindum illa. Stjórnvöld æskja þess, að mótmæíafundir og mót- mælagöngur verði engar. Þetta er erfitt í lýðfrjálsu landi. Minnstu munaði, að illa færi, þegar bægt var frá hópi gyðingaleiðtoga, sem ætluðu að koma hingað frá Bandaríkjunum. Forsætisráðherra okkar vafðist tunga um tönn í því .máli, og Island fékk mínus fyrir. Þó tókst í gær að finna málamiðlun, sem allir ættu að geta sætt sig við. Nokkur skaði var orðinn af þessu máli. Enginn efi er, að, meginþorri íslendinga samþykkir, að þessi fundur verði haldinn hér. Flestir munu einnig reiðubúnir til að leggja nokkuð á sig þess vegna. Þótt við séum friðsömust þjóða og óvopnuð, skiljum við, að við þurfum í nokkra daga að horfa upp á menn við al- væpni, jafnvel okkar eigin menn. íslendingar hafa fylgzt með öldu hryðjuverka, og við vitum, að margir þjóðar- leiðtogar hafa fallið fyrir hendi tilræðismanns. Stjórnvalda er sá vandi að tryggja öryggi hinna er- lendu leiðtoga en vernda samtímis rétt íslenzkra borgara. Þarna er vandratað meðalhófið. Stór leiðtogafundur hefur áður verið haldinn hér, þó ekki nærri jafnstór þessum. Sá fundur fór vel. Haukur Helgason. „Það getur ekki talist sögulegur atburður þó tveir fyrrverandi formenn flokksins takist i hendur þegar þeir eru löngu hættir að hafa áhrif á starfsemi flokksins." Samvinna A-flokkanna Nýlega er lokið þingi Alþýðu- flokksins og fór víst ekki fram hjá neinum. Þing þetta fékk óvenju- mikla umfjöllun í fjölmiðlum og endurkjörinn formaður flokksins lét óspart að því liggja að um sögulegan atburð væri að ræða. Ósagt skal lá- tið hvort sagan síðar meir flokkar þetta þing til minnisverðra atburða. Sjálfum sýnist mér að fátt sé sögu- legt við þingið eða niðurstöður þess ef frá er talið að flokkurinn hefur lifað í 70 ár og þess hafi verið minnst. Það getur ekki talist sögulegur at- burður þó tveir fyrrverandi formenn flokksins takist í hendur þegar þeir eru löngu hættir að hafa áhrif á starfsemi flokksins. Sá atburður hefði verið sögulegur hefði hann átt sér stað fyrir 10 til 15 árum. Ekki getur það heldur talist meiriháttar tímamótaatburður þó Bandalags- þingmennimir þrír gangi í Alþýðu- flokkinn úr því Bandalag jafriaðar- manna gerði það ekki sem heild. Innganga þeirra nú sýnist augljós- lega vera til þess gerð að framlengja eigið pólitískt líf. Sumum finnst ef til vill sögulegt að menn geti á jafii- skömmum tíma skipt um pólitískar skoðanir og forystumenn Banda- lagsins hafa nú gert miðað við fyrri yfirlýsingar frá því í vor. En slíkt hefúr áður gerst í stjómmálum og í sama tilgangi. Þetta þing verður því að flokka undir halelújasamkomu sem á engan hátt er mjög merkileg. Að þora að vera krati „Nú þora menn að kannast við að þeir séu kratar," var haft eftir form- anninum. Þetta segir kannske miklu meira um stöðu Alþýðuflokksins heldur en sú skrautsýning sem þing- ið var. Breytt ímynd flokksins í augum flokksmanna og trúlega fleiri er það sem skiptir sköpum. Það sýndu sveitarstjómarkosningamar í vor. Víst verður því ekki neitað að formaður flokksins hefur getað talið kjark í liðsmenn. En spil hans núna er allt hæpnara og nauðsynlegt fyrir hann að gæta hófs í bjartsýninni. Það er löng reynsla fyrir því að hættulegt er að taka út kosninga- sigra fyrirffam. Á sama hátt er það tvíeggjaður leikur að eigna Alþýðu- flokknum stóran hluta Alþýðu- bandalagsins fyrirfram. Það hlýtur að skerpa sókn Alþýðubandalagsins- í verkalýðshreyfingunni og brýna þá Kjallaiirin Kári Arnórsson skólastjóri til að halda þeim yfirburðum sem þeir hafa þar umffam Alþýðuflokk- inn. Einnig getur þetta virkað þann veg að Alþýðubandalagið taki upp enn nánara samstarf við Sjálfetæðis- flokkinn innan ASÍ og væri þá verr farið af stað en heima setið. Verkalýðsflokkar nái saman Á umræddu flokksþingi flutti Ás- mundur Stefánsson ræðu sem forseti ASÍ. Hann notaði að sjálfeögðu tækifærið til að segja krötunum frá því að hann ætlaði að vera áffam í Alþýðubandalaginu. Hins vegar hvatti hann þessa tvo flokka, A- flokkana, til nánari samvinnu og ættu þeir ýmsa kosti ef þeim auðnað- ist að ná saman. Þetta er svipaður boðskapur og Bjöm heitinn Jónsson flutti löngum og átti t.d. mestan þátt- inn í stórsigri A-flokkanna 1978. En hitt er svo deginum ljósara að þess- um flokkum hefur ekki gengið að vinna saman þegar til alvörunnar hefúr komið, þ.e. í ríkisstjóm. Ræða Ásmundar var raunar það merkilegasta sem á títtnefndu þingi gerðist. Sjaldan eða aldrei hefiu- ve- rið meiri nauðsyn að verkalýðs- flokkamir næðu höndum saman. Misrétti og ranglæti hefúr aukist í svo stórum stökkum í tíð núverandi ríkisstjómar að til skelfingar horfir fyrir allan almenning. Launamisrét- áð er geigvænlegt og svo horfir sem /erkalýðshreyfíngin sé að missa öll »k á því að ráða samningum. Síð- jstu samningar, sem gerðir vom, og n.a. formaður Alþýðuflokksins hef- ir lofeungið, leiddu til mikils mis- 'éttis því það vom hinir almennu aunamenn sem enn einu sinni vom átnir axla byrðamar. Varaformaður Uþýðuflokksins hefur í blaðagrein- im undanfarið lýst þeirri neyð sem 3Ítt hefur af þeim kjörum sem fólkið býr við. Hún virðist vita mun betur en formaður flokksins hvað lág- launafólkið býr við í landinu. Hún fylgist með því að fólk flýr unn- vörpum frá ríkisstofnunum vegna þess að það getur ekki lifað af þeim kjörum sem um var samið. Hún hrópar ekki húrra fyrir samningun- um frá því í febrúar. En nú er tækifæri fyrir þessa flokka, ef þeir kunna að vinna sam- an, til þess að leiðrétta, til að minnka vinnuþrælkunina, til að bæta kjörin. Nú ætti að vera tækifæri til að bæta atvinnuástandið og stöðva flóttann af landsbyggðinni. Með því verður fylgst hvort Alþýðuflokkurinn undir stjóm Jóns Baldvins hefur raun- vemlegan áhuga fyrir samstarfi verkalýðsflokkanna eða aðeins áhuga fyrir nokkrum forystumönn- um eins og gerðist með BJ. Nái hann fram virkri samstöðu þá verða sögu- legir tímar. Kári Amórsson. „Með því verður að fylgjast hvort Al- þýðuflokkurinn undir stjóm Jóns Baldvins hefur raunverulegan áhuga fyrir samstarfi verkalýðsflokkanna eða aðeins áhuga fyrir nokkrum forystumönnum eins og gerðist með BJ.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.