Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Audrey Hepburn hefur loksins Ijóstrað upp leyndarmálinu um hvernig hún hefur haldið sér svona grannri allt sítt líf: „Ég svalt þegar ég var barn. Fjölskylda mín var svo fátæk." Upp úr 1950 var síðan í tísku að vera flatbrjósta og horaður og byggðist sú tíska á útliti Audrey. Diana Ross - sem nú er næstum norsk eftir neglinguna á Arne Næss - hefur það alveg á hreinu hvað hún vill þegar kvikmyndaframleiðendur eru annars vegar. Við hverja töku skulu þeir hafa til reiðu minnst sex limúsínur til um- ráða fyrir söngkonuna og að auki sína í hverjum litnum. Við hérna á Fróni megum víst þakka fyrir að Reagan og Gorbatsjov eru ekki sömu prímadonnurnar þegar litur á bíllakki er annars vegar - svart er ágætt, takk, hafa þeir félagarnir um málið að segja. er víst ekkert erfítt að gera til hæfis. Stjörnustælarnir rista ekki djúpt hjá frúnni - einu sérþarfirnar eru fjólu- bláir fataskápar og dýra- læknir í kallfæri. Allir vita hversu mikill dýravinur dam- an er, stundum eru kjöltu- rakkarnir í fylgdarliðinu fleiri en aðstoðarfólkið. Því þarf að gæta vel að heilsu hinna viðkvæmu fjórfætlinga og ekkert kjölturakkakvef fer framhjá fránum augum hinnar dáðu leikkonu. Heill herskari sérfræðinga hefur legið yfir því hverju kapparnir skuli klæðast fyrir myndatökuna. Staðurinn er Genf og sem vera ber er sá rússneski ekki ennþá kominn inn úr kuldanum, iklæddur þykkum frakka með trefil á brjósti. Banda- ríkjamaðurinn hefur brosið á hreinu og bindið myndar fíngerö hugartengsl við þjóðfánann. / semskapa manninn Að ýmsu þarf að gæta þegar taka skal á móti höfðingjum og það er eins gott fyrir þá kappa, Steingrím, Matthí- as og fleiri, að fara að líta inn í fataskápinn. Á að samræma aðgerðir þannig að ekki verði einn í köflóttum jakkafötum, annar í rósóttri skyrtu og sá þriðji íslenskri úlpu? Samsetn- ingin er afleit á mynd og vissara að hafa allt á hreinu. Þetta er eitt út- pældasta atriði slíkra opinberra sýninga erlendis og víst er að augu alheimsins beinast hingað á skerið um þær mundir. Eigum við að nýta tækifærið og auglýsa íslensku ullina með tilvísun í langa sögu vaðmálsplagga hérlendis? Hætt er við að svitinn færi að spretta út á einhverjum íslensku fyrirmann- anna ef þeir væru haiðir ullarklæddir frá hvirfli til ilja og eins er alltaf vandamálið að efrúð vill kitla og stinga þegar verst lætur. Ekki dugir að hafa mannskapinn sveittan og klór- andi en ljóst er að hvert skref þarf að íhuga vandlega. Mikilvægt er að vera sjálfum sér samkvæmur og ekki síður þjóðlegur í fatavali. Þetta eru Afganir sem mættu til skrafs við Reagan í ávölu skrifstofu Hvíta hússins. íslenskir ráðamenn verða að taka ákvörðun um hvort mæta skal í kórónafötum, vaðmálsfatnaði eða alklæðnaði frá Sambandinu - og samræma síðan aðgerðir. Við Genfarviðræðurnar voru valin jakkaföt með hefðbundnu sniði á alla hersinguna. Sovéskir sendimenn báru dökk bindi að auki en bandaríkjamenn leyfðu sér meira frjálslyndi i litav- ali. Augljós þægindi þegar þekkja þarf í sundur leikmenn liðanna. • '■*««**! Raisa Gorbatsjov er bylting hvað varðar eiginkonur sovéskra leiötoga. Hún er nokkuð augljóslega á lífi og sýnir áhuga á ýmsum hiutum. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Gorbatsjov heimsótti Frakkland en þá heimsótti frúin frönsk tískuhús. íklædd röndóttri dragt gengur hún fram ganginn í tiskuhúsi Yves Saint Laurent á Avenue Marceau við hlið Yves Saint Laurent og Pierre Við Genfarviðræðumar var síst minna skrifað um eiginkonumar, Nancy og Raisu, heldur en innihald umræðnanna. Fötin, sem þær klæddust, vom stór- mál sem farið var virkilega grannt í saumana á að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.