Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Fréttir Reagan í Keflavík: „Umræðurnar voru erfiðar og harðar en mjög gagnlegar'1 „Við stigum stór skref í átt að sam- komulagi og við munum halda áfram því verki sem hafið er,“ sagði Ron- ald Reagan m.a. i ávarpi sínu á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottfor sína héðan til Bandaríkj- anna. „Umræður okkar, sem nú er lokið, voru erfiðar og harðar en mjög gagn- legar. Við ræddum um afvopnun og mannréttindamál og svæðisbundin átök og að sjálfeögðu vorum við hr. Gorbatsjov opinskáir um það sem okkur bar á milli. Við urðum að vera það.“ í máli Reagans kom ennfremur fram að þeir Gorbatsjov hefðu færst nær samkomulagi um mikinn niður- skurð á meðaldrægum eldflaugum í Evrópu og Asíu og að þeir hefðu náð meiri árangri á vissum viðkvæmum sviðum en nokkum hefði órað fyrir. En Reagan var ákveðinn í svörum við þeirri kröfú Sovétmanna að Bandaríkjamenn frestuðu „Star Wars“ áætlunum sínum í 10 ár. Þetta sagði hann m.a. um það atriði: „Þótt báðir aðilar leiti eftir fækkun á kjamaoddum og flaugum, sem ógna heimsbyggðinni, kröfðust Sovét- menn þess að við undirrituðum samkomulag sem myndi meina mér og næstu forsetum í tíu ár rétt á að þróa, prófa og setja upp vamir gegn kjamorkuvopnum fyrir fólk hins frjálsa heims. Þetta getum við ekki gert og viljum ekki gera.“ I ávarpi sínu kom Reagan inn á hlutverk Keflavíkurstöðvarinnar og sagðist vona að viðstaddir gerðu sér grein fyrir mikilvægi þeirrar þjón- ustu sem hún veitti, og þakkaði hann fyrir vel unnin störf í stöðinni. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, i flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann flutti ávarp sitt. uv-myna itAt Um stöðina sagði Reagan m.a: „Lega íslands í Atlantshafi hefúr ætíð haft hemaðarlega þýðingu, segja má að héðan megi stjóma haf- svæðunum milli gamla heimsins og hins nýja....lsland gegndi lykilhlut- verki í baráttunni fyrir frelsi í heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði Re- agan og átti þar við baráttuna gegn þýskum kafbátum á siglingaleiðinni milli Bandaríkjanna og Bretlands. Sagði hann að starfsemin hér hefði ráðið úrslitum í þeim átökum. Hann sagðist minnast á þetta til að leggja áherslu á að hafi Island haft úrslita- þýðingu í þágu friðar á þessum árum væri gildi þess enn meira nú. „Héðan fylgist þið með flugumferð, kafbátaferðum og skipaferðum á hinum mikilvægu siglingaleiðum milli Bandaríkjanna, íslands og Evr- ópu. Þið innið þetta starf af hendi af trúmennsku, fæmi og stakri skyldurækni. Það var fremur napurt veður á Keflavíkurflugvelli er Reagan steig upp í flugvél sína Air Force One, stinningskaldi og mjög kalt. Þeir Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og Matthías Mathiesen utanríkisráðherra kvöddu forsetann á vellinum og skokkaði hann að því búnu léttstígur upp tröppurnar í vélina. Vegna brottfarar Reagans töfðust farþegar í tveimur vélum frá Lúxem- borg í um hálftíma á vellinum og þegar þeir loksins sluppu inn í flug- höfnina komust þeir að því að fríhöfnin var kirfilega læst og lokuð mörgum til sárrar gremju. -FRI Öryggisverðir Raisu bera inn kassa með minjagrip sem hún gaf /Efingadeild- inni. DV-myndir KAE Þegar Raisa kom í Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands síðdegis í gær beið Qöldi bama úr hverfinu eftir henni til að fá að sjá hana. En hún gerði meira en bara að leyfa þeim að sjá sig. Hún gaf sig á tal við krakkana og gaf sér góðan tíma til þess. „Hvað eruð þið gamlar?" spurði hún þrjá stelpur sem stóðu rétt við bíl hennar þegar hún kom út úr honum. Túlkur hennar snaraði á íslensku fyr- ir stelpuimár og þær svöruðu. Raisa spurði þær um skólann, hvort væri gaman að búa á íslandi, hvað þær vissu um Sovétríkin og hvort þær vissu hvað höfúðborgin héti. Stelpumar svömðu öllu skilmerkilega. En Raisa lét ekki þar við sitja. Hún færði sig aðeins nær tröppunum upp að húsinu og tók nokkra stráka tali. Einn þeirra bað um eiginhandaráritun sem hann fékk um leið. Hún gaf hon- um barmmerki sem merkt var Moskvu. Hinir strákamir litu öfund- araugum á merkin. Raisa sá það og dró fleiri upp úr pússi sínu og gaf þeim líka. Að svo mæltu gekk hún inn í húsið og við dymar stóð stelpa sem gáf henni fresíuvönd. Hún hélt svo áfram inn til að tala við krakka úr skólanum sem hafa sent áskomn gegn vígbúnaðar- kapphlaupinu til leiðtoganna í tilefni af ári æskunnar. Krakkamir vom með undirbúna dagskrá fyrir Raisu. Þeir spiluðu og sungu fyxúr hana og sýndu henni teikningar, tengdar vígbúnaðarkapp- hlaupinu, eftir þá. Raisu fannst mikið til koma og ákvað að vera lengur í heimsókn hjá krökkunum en til stóð í upphafi. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.