Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Fréttir Fréttamiðstoðin: Þegar sprengjan sprakk Fréttamaður DV var staddur í herbergi bandarískra fréttamanna þegar tilkynningin kom um að þeir Reagan og Gorbatsjov ætluðu að halda með sér aukafund kl. 15.00 í gær. Menn voru að horfa á beina útsendingu frá Höfða og á tröppun- um sagði Reagan frá aukafundinum. Fyrst sló dauðaþögn á salinn, síð- an var eins og sprengja hefði sprungið. Menn spruttu á fætur svo til allir samtímis, bæði bandarísku fréttamennimir og ýmsir aðrir fréttamenn sem þama vom staddir. Allir töluðu í einu og allir sögðu það sama: Hvað er að gerast? Síðan þustu allir út í einu i síma eða á telex eða hvaða ráðum menn nú beittu til að ná sambandi við sinn fjölmiðil. Og þegar maður svo kom fram á ganginn í fréttamiðstöðinni var eins og allir væm orðnir ærir. Enginn vissi sitt rjúkandi ráð, menn hlupu um, pötuðu út í loftið og töluðu hátt. Allir símar urðu upp- teknir á svipstundu og þeir sem ekki komust að í fyrstu lotu létu eins og vitstola menn. Næsti klukkutími er einhver. sá mest spennandi og rafrnagnaðasti sem undirritaður hefur orðið vitni að. Enginn vissi í raun hvað var að gerast en allir vom sammála um að eitthvað stórt væri á næsta leiti. Fundurinn hjá leiðtogimum hafði verið einni og hálfri klukkustund lengri en gert var ráð fyrir og svo bættist aukafundur við. Þetta hlaut að boða eitthvað. Ekki bætti það úr skák að Sovét- menn létu það leka út að eitthvert samkomulag væri í burðarliðnum en hvað það var vissi enginn. Allt varð þetta til að auka enn á spennuna sem var þó nóg fyrir. Ef til vill skynjaði maður þama best hvert mikilvægi þessa leiðtogafundar er og hvað at- vik eins og stuttur aukafundur þykir merkilegur atburður -S.dór. Fréttamiðstöðin: Lá við handalögmalum - Fréttamaður ásakaður um óvönduð vinnubrögð Það munaði litlu að til handalög- mála kæmi í fréttamiðstöðinni í Hagaskóla seint á laugardaginn. Það mun hafa verið fyrir skömngs- skap Helga Ágiistssonar að málið leystist. Málið byrjaði þannig að banda- rískur fréttamaður var að ræða við eina af ísraelsku konunum sem hér em staddar vegna leiðtogafundarins að mótmæla þvi að sovéskir gyðing- ar fá ekki að fara úr landi. Konan talaði mjög litla ensku og sá banda- ríski breytti öllu sem hún sagði á þann veg sem hann vildi hafa það inn á sjónvarpsupptöku. Bandarískir kollegar hans, sem vom nærstaddir. heyrðu þetta allt og ofbauð svo að þeir fóm að skipta sér af og ásökuðu fréttamanninn um óheiðarlega fréttamennsku og sóðaskap. Hann brást þegar hinn versti við og varð háreysti mikil. Fjöldi frétta- manna kom þama að og sögðu þeir sem til sáu að hefði Helgi Ágústsson ekki komið þama að á réttu augna- bliki hefðu slagsmál brotist út. „Maðurinn var svo æstur að það var varla hægt að tala við hann. Það var ekki fyrr en ég sagðist myndi láta fjarlægja hann frá stöðinni að hann lét sér segjast og róaðist. Mér kom svo sem deilan ekkert við, held- ur hávaðinn og framkoma frétta- mannsins," sagði Helgi Ágústsson í samtali við DV. Þessi atburður var mikið ræddur í fréttamiðstöðinni og áttu banda- rísku fréttamennimir vart orð yfir framkomu kollega síns. -S.dór. Flugið úr Aukafundur leiðtoganna setti strik í reikninginn fyrir Flugleiðir í gær kl. 17.15 átti flugvél frá Flug- leiðum að fara til London og var hún fullbókuð af erlendum fréttamönn- um, sem bjuggust við að þá væri allt búið varðandi leiðtogajfiindinn eins Qg líka átti að vera. En svo kom tilkynningin um aukafundinn sem hófst kl. 15 í gær. Þá breyttist allt. Allir fréttamennimir afpöntuðu far- ið og sömuleiðis afþöntuðu nokkrir flug í morgun. skorðum Starfsfólk Flugleiða í fréttamið- stöðinni í Hagaskóla, en þar hefur félagið af'greiðslu, vissi ekki sitt rjúkandi ráð og það vissu fréttamenn raunar ekki heldur, slík var óvissan eflir að boðað hafði verið til auka- fundarins Starfsmaður Flugleiða, sem DV ræddi við, sagði að eflaust yrði mál- ið leyst í dag með aukafiugi, um annað yrði vart að ræða. -S.dór. Fréttamannahappdrættið: Japani og Norðmaður duttu í lukkupottinn þegar þeir hrepptu tvo stærstu vinningana í gær Síðustu vinningamir og þeir stærstu í fréttamannahappdrættinu, sem verið hefur í gangi í fréttamiðstöðinni í Hagaskóla, vom dregnir út í gær. Báðir vinningamir em ferðavinning- ar. Fyrirtækið Hilda hf. gaf annan og er þar um að ræða ferð fyrir tvo frá heimalandi viðkomandi til Islands þar sem dvalist verður í nokkra daga. Síð- an verður haldið til Bermúdaeyja og dvalist þar nokkra daga og síðan hefst ferðalag um Bandaríkin en alls er um að ræða 3ja vikna ferð. Sá sem hlaut þennan vinning heitir Kjell Dragnes, fréttamaður á Aftenposten í Osló. Hinn vinningurinn er tveir farmiðar til íslands, hvaðan sem er úr heimin- um, og gisting á Hótel Sögu í hálfan mánuð. Það em íslensku bændasam- tökin sem gáfu þennan vinning. Sá heppni er japanski blaðamaðurinn Hamo Takebayashi. Fyrst töluðu menn um að þar hefðu bændur verið óheppnir sökum þess hve langt og dýrt er að fljúga til og frá Japan til íslands. En svo kom í ljós að Hamo býr í Londoii og er fréttamaður þar fyrir japanska frétta- stofu. Þetta fréttamannahappdrætti fór þannig fram að erlendu fréttamenn- imir settu nafiispjöld sín í sérstakan kassa og svo var dregið úr þeim nafn- spjöldum sem í kassanum vom. Dregið var tvisvar á dag og vom vinningar ýmsar ullarvörur og/eða reyktur lcix uns kom að lokadrætti. Þá var um þessa veglegu ferðavinninga að ræða. Erlendu fréttamennimir höfðu mjög mikla skemmtun af happdrættinu og var alltaf stór hópur fólks þegar dreg- ið var. í gær vom það þau Hólmfríður Karlsdóttir fegurðardrottning og Jón Páll Sigmarsson sem drógu út vinn- ingana. -S.dór. Hér þakkar Japaninn Haruo Takebayashi Hólmfríði Karlsdóttur fyrir happ- drættisvinninginn, sem er hálfsmánaðar ferð til íslands fyrir tvo. DV mynd í dag mælir Dagfari Óvinafagnaður Nú fór í verra. I þann mund sem þjóðin og allur heimurinn vom rétt búin að ákveða að fundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs mundi marka tímamót í veraldarsögunni snemst vopnin í höndum þeirra leið- toganna og fundurinn fór út um þúfur. Úr þessu varð hálfgerður óvinafagnaður eins og heyra mátti á Gorbatsjov í gærkvöldi, sem skammaði Bandaríkjamenn blóðug- um skömmum fyrir að plata sig alla leið til Reykjavíkur og koma með tvær hendur tómar. Nokkurs konar allt í plati, sem Bandaríkjaforseta þótti greinilega ofsalega fyndið, enda reytti hann af sér brandara suður á Keflavíkurflugvelli og hafði mestar áhyggjur af því að koma of seint í mat hjá Nancy. Þið takið eftir því, góðir lesendur, að Dagfari gerir greinarmun á þjóð- inni annars vegar og heiminum hins vegar. Fyrir því er full ástæða. Hér hefur íslenska þjóðin verið undir það búin í heila viku að hljóta fríðar- verðlaun fyrir að taka á móti stór- veldaleiðtogunum, haldið sig innan dyra og leyft öryggisvörðum að loka fyrirtækjum og taka nærliggjandi hús herskildi í þágu hins væntanlega fríðar. Við vorum næstum því búin að egna samanlagða gyðingaþjóðina á móti okkur til að afstýra vandræð- um og sýna Raisu þá gestrisni að fara með hana í sundlaugamar og í Breiðholtið og gefa lífvörðum henn- ar far, eftir að einn þeirra týndist í sveitinni. Allt þetta höfðum við lagt á okkur og krakkamir í vestur- bænum lögðu niður nám og Davíð lét búa til nýja gestabók í Höfða. Já, það reyndist fátt sem íslendingar höfðu ekki lagt á sínar herðar til að verða hin guðs útvalda þjóð um alla framtíð og sveipa Reykjavík þeim geislabaug, sem fylgir friði alls mannkyns. En á síðustu stundu kom í ljós að allt þetta var unnið fyrir gýg. Gor- batsjov segir að Reagan hafi ekki viljað taka í útrétta sáttarhönd sína og Reagan segir að Rússamir hafi leynt og ljóst stefnt að því að koma frelsi og öryggi Vesturlanda fyrir kattamef. Útkoman er meira að segja sú, að engar líkur em á því að þeir leiðtogamir hittist framar. Reykjavíkurfundurinn sá um það. Manni kæmi ekki á óvart þótt þessa fundar verði einkum minnst í mann- kynssögunni fyrir það eitt, að í Reykjavík var efht til slíks óvina- fagnaðar að Rússar og Ameríkanar talast ekki við í fyrírsjáanlegri fram- tíð. Þetta em auðvitað óskapleg von- brigði fyrir heiminn en hroðalegt áfall fyrir þjóðina og Reykjavík og gestabókina hans Davíðs. Og Stein- grím og Eddu og bömin í vestur- bænum, sem héldu að nú væri heimsfriðnum borgið og tvö hundmð ára afmæli Reykjavíkur orðið al- heimsfagnaðarhátíð. Spuming var jafhvel hvort mannkynið hefði ekki lagt niður jólahátíðina og gert tí- unda október að opinberum frídegi, þar sem Reykjavík kæmi í staðinn fyrir Betlehem. Sennilega hafa það verið mistök að halda fundinn í Höfða. Var ekki Shultz að tala um einhvem draug, sem Rússamir höfðu með sér í far- angrinum, þennan bévitans draug, sem snerist um stjömustríðsáætlun Reagans? Hann er ekki einleikinn þessi draugagangur í húsinu og víst er um það að draugar fara ekki í manngreinarálit. Öryggisverðir, líf- verðir og fimm hundruð lögreglu- menn geta lítið gert í því að aftra draugum og afturgöngum leið inn á fundi hjá leiðtogunum. Þetta máttu menn vita. Það þurfti enga öryggis- gæslu gagnvart íslendingum, sem halda sig innan dyra fyrir kurteisis- sakir. Best hefði verið að hafa miðla til taks eins og Hafstein eða Lám, sem hefðu getað klárað þessa örygg- isvörslu ein ef þau hefðu íifað þennan fund. Nú verður þjóðin að ganga með hauspoka það sem eftir er og villa á sér heimildir til að forðast gagnrýni og ofsóknir frá heiminum, sem vilja kenna afturgöngunum og Reykvík- ingum um þennan óvinafagnað í Höfða. Nú hefði verið betra að vera laus við heimsfrægðina og búa við ókunnugleika annarra á þessari friðsælu þjóð, sem skyndilega hefur komist í fréttimar fyrir það eitt að spilla friðinum. Já, svona getur farið fyrir þjóðum, þegar þær í óvitaskap em að bjóða mönnum í draugahús án þess að láta draugana í friði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.