Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Page 12
12
MÁNUDAGUR 13. OKTÖBER 1986.
Neytendur
Verðlagshöft þjóna ekki
hagsmunum neytenda
- fimm íyrirtæki og framleiðendur sjálfir sjá um sölu og dreifingu og tiyggja nægilega samkeppni
„Það er okkar skoðun að verðið
eigi að vera frjálst. Það þjónar ekki
hagsmunum neytenda að fasta verð-
ið. Þykir okkur sem nú hafi tals-
menn einokunar og hafta fengið
öflugan iiðsmann þar sem eru sjálf
samtök neytenda, Neytendasamtök-
in,“ sögðu þeir Gestur Einarsson,
framkvæmdastjóri Ágætis, og Ólafúr
Sveinsson, fjármálastjóri fyrirtækis-
ins, á fundi með fréttamönnum nú
nýlega. Þeir boðuðu til fundarins
m.a. til þess að svara gagnrýni sem
fram hefur komið á dreifingu kart-
aflna og stöðu Ágætis í fijálsri
samkeppni.
Þá bentu þeir félagar á að verð-
samanburður Neytendasamtakanna
á grænmeti milli ára hefði verið ó-
sambærilegur. T.d. hefði verðþróun
á kartöflum verið sú að hækkun á
sumarverði væri um 21% eða álíka
og almenn verðhækkun og hækkun
á vetrarverði er 16% en ekki 51%
eins og talað hefur verið um.
Sex heiidsölur með kartöflur
og grænmeti
Það eru sex heildsölur sem selja
kartöflur og gi-ænmeti í dag. Banan-
ar, Mata, Þykkvabæjar, Ágæti,
Sölufélagið og svo sjötti framleið-
andinn sem Gestur og Ólafur vilja
kalla „framleiðendur sjálfa sem selja
beint án milliliða til verslana". Það
er árstíðabundið hve miklu bændur
sjálfir ráða af markaðnum en þeir
geta verið allsráðandi með einstaka
tegundir ákveðinn árstíma.
Þetta telja þeir forráðamenn
Ágætis að tryggi að samkeppni á
markaðnum sé nægileg. Þótt Neyt-
endasamtökin hafi fundið kartöflu-
poka í verslunum frá tveimur
heildsöluaðilum á nákvæmlega
sama verði bendi það ekkert til þess'
að fyrirtækin hafi komið sér saman
um verðið. Frjálst verðlag myndaðist
ekki á þann hátt að fyrirtæki byðu
endalaust niður hvert fyrir öðru
heldur myndaðist ftjálst verð á með-
alverði og virkri samkeppni. Ólafúr
sagði'að þetta atriði hefði gjörbreyst
eftir að Ágæti hefði tekið til starfa
fyrir um það bil ári.
Þegar Grænmetisverslun land-
búnaðarins var ein um hituna í
dreifingu kartaflna og með innflutn-
ing var í gildi „opinbert" kartöflu-
verð. Þá ríkti eilíf óánægja með þær
kartöflur sem á markaðnum voru,
hvort sem þær voru innlendar eða
innfluttar.
Ólafúr vék máli sínu að jöfnunar-
gjaldinu illræmda sem landbúnaðar-
ráðherra setti á innfluttar kartöflur
í fyrra. Ólafúr sagði að þrátt fyrir
fullyrðingar ráðherra um að þetta
gjald myndi ekki hækka verð á kart-
öflum hefði það svo sannarlega gert
það. Það hefði einnig orðið til þess
að Ágæti hefði keypt lélegri og þar
með ódýrari kartöflur til landsins
og þar að auki hætt innflutningi fyrr
en annars hefði orðið og þannig
hvatt íslenska framleiðendur til þess
að byija að taka upp þessa árs upp-
skeru fyrr en áður. Síðustu innfluttu
kartöflumar fékk Ágæti seinast í
júlí. Þannig var sú ásökun verðlags-
yfirvalda að Ágæti hafi hækkað
heildsöluálagningu sína um 76%
ekki á rökum reist.
Ólafur sagði að heildsöluálagning
Ágætis í dag væri sú sama og verið
hefði hjá Grænmetisverslun land-
búnaðarins, en verð hennar var sem Ágæti veitir er ólíkt meiri en
ákveðið af yfirvöldum. Þiónustan sú sem Grænmetisverslunin veitti.
Á haustin koma oft upp skemmtilega lagaðar kartöflur. Þessa dagana er
litið selt af kartöflum á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einkaframleiðendur
margir og lætur nærri að uppskera þeirra hafi verið um 1500 tonn nú í haust.
Ólafur benti á að allar kartöflur
væru nú þvegnar áður en þeim væri
pakkað, gallaðar kartöflur tíndar úr
og kartöflum ekið í verslanir að
minnsta kosti tvisvar í viku, auk
þess sem verslanir nytu nú bættra
kjara í viðskiptum við fyrirtækið.
Ólafur og Gestur báru eindregið
af sér að einhver tengsl væru á milli
Ágætis og Grænmetisverslunarinn-
ar. Þeir sögðu að það versta sem
fyrir þá kæmi væri er þeim væri líkt
við Grænmetisverslunina!
Fjölbreyttari framleiðsluvörur
Ágæti hefur nú hafið pökkun á
grænmeti á ýmsa vegu sem áður
hefúr ekki þekkst hér á landi. Und-
anfamar vikur hafa verið á boðstól-
um í nokkrum verslunum til reynslu
hádegisverðardiskar með 300 g af
ýmsum grænmetistegundum til-
búnum til neyslu. Með fylgir salat-
sósa og gaffall. Þetta hefur líkað
mjög vel og er til fyrirmyndar. Ágæti
hefúr farið fram á að grænmetis-
bakkar þessir séu ekki seldir dýrari
en 85 kr. út úr búð. Þetta er unnið
á morgnana og bökkunum ekið út
fyrir hádegi þannig að grænmetið
er alltaf ferskt.
Þá pakkar fyrirtækið kartöflu-
dufti, þurrkuðu rauðkáli og þurrk-
uðum súpujurtum. Kartöflumúsin
kostar 40 kr. í heildsölu (6 skammt-
ar), súpujurtimar 27 kr. (50 g) og
rauðkálið 35 kr. (40 g). Von er á
ferskum súpujurtum í pökkum, auk
þess sem fyrirtækið hefúr sent ís-
lenskar kartöflur til Danmerkur til
þess að athuga hvort hægt væri að
nota þær til framleiðslu á svokölluð-
um frönskum kartöflum. -A.BJ.
Miklar verðsveiflur
á kartoflumarkaðnum
Þykkvabæjarkartöflur hf.,
Garðabæ dreifðu íslenskum kartöfl-
um frá Pökkunarstöð Þykkvabæjar
í eitt og hálft ár. Frá því í júlí sl.
hefur fyrirtækið hins vegar sjálft séð
um pökkun og kaupir kartöflur beint
frá tólf kartöflubændum í
Þykkvabæ, segir m.a. í fréttatil-
kynningu frá Þykkvabæjarkartöfl-
um hf.
Þessir bændur tóku sig út úr því
hefðbundna sölufyrirkomulagi sem
hér hefur ríkt um áratuga skeið.
Verð frá því í júlí og þar til í októb-
er var ákveðið af Landssambandi
kartöflubænda. Eftir þann tíma var
verðákvörðun vísað til sexmanna-
neftidar.
Allan þann tíma hefur fyrirtækið
greitt kartöfluframleiðendum það
verð sem ákveðið var af Landssam-
bandi kartöflubænda. Verðbreyting-
ar hafa verið frá kr. 55,00 pr. kg í
júlí og niður í 24,64 kr. nú í októb-
er. Slíkar verðsveiflur á kartöflum
og reyndar grænmeti líka eru árviss
viðburður á Islandi. í ljósi þessa
hlýtur umræða forsvarsmanna
Neytendasamtakanna um óeðlilega
hátt kartöfluverð að teljast undarleg
og tímasetningar á verðsamanburði
umdeilanlegar, segir í tilkynning-
unni.
Þar segir einnig að Þykkvabæjar-
kartöflur hf. hafi flutt inn kartöflur
frá Ítalíu í júlí, þegar skortur hafi
verið á íslenskum kartöflum. Vegna
síendurtekinnar umræðu um háa
álagningu á innfluttúm kartöflum
sendir fyrirtækið yfirlit yfir kostnað-
arskiptingu innfluttra kartaflna
miðað við 66 kr. heildsöluverð. Það
var hæsta verðið sem Þykkvabæjar-
kartöflur seldu sínar vörur á. Þá var
fob verð kr. 20,32.
-A.BJ.
Ódýr dekk
í Garðabæ
Á dögunum var sagt frá því í
fréttum að ódýr dekk væru til sölu
i Hagkaupi og væru rifin út. Það
eru fleiri sem hafa á boðstólum
ódýr dekk því til okkar hringdi
Stefán Helgason hjá Nýbarða,
Lyngási 8, Garðabæ.
Hann átti ný dekk sem eru mjög
ódýr. Þetta eru tékknesk dekk og
dæmi um verð er eftirfarandi:
Stærð 155/12 kosta 2090 kr., 155/13
kosta 2250 kr. og 165/13 kosta 2435
kr.
Nú er kominn sá tími árs þegar
nauðsynlegt getur revnst að vera
á góðum vetrardekkjum og auðvit-
að dugar ekki minna en að þau séu
negld í ofanálag. -A.BJ.
Neytendur
þinga
Neytendasamtökin halda þing
sitt að Hótel Esju laugardaginn
18. okt. næstkomandi. Gestur sam-
takanna á þinginu verður Laila
Freivalds, forstöðumaður Konsu-
mentverket í Svíþjóð. Mun hún
halda fyrirlestur um neytendamál
í Svíþjóð að afloknum aðalfundai--
störfúm um kl. 14.00. Fundarmenn
geta borið fram fyrirspumir og
tekið þátt í umræðum.
Þing Neytendasamtakanna er
haldið annað hvert ár. Núverandi
formaður er Jóhannes Gunnars-
son. -A.BJ