Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Page 13
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
13
Neytendur
Verða húsnæði&
auglysingamar
brátt úr sögunni?
„Væntanlegir húseignaikaupendur
hafa samband við okkur og fylla út
sérstök eyðublöð um eftir hvers konar
eignum þeir sækjast. Við sendum þeim
þá útskrift á minnst tíu eignum sem
uppfylla þau skilyrði sem kaupandinn
setti. Ef viðskiptavinurinn finnur ekki
eitthvað við sitt hæfi í þeim gögnum
getum við sent honum upplýsingar um
fleiri íbúðir eða þangað til hann finnur
það sem hann er að leita að.“
Þannig lýstu tveir ungir athafha-
menn starfsemi nýstofriaðs fyrirtækis
síns í eyru blaðamanns DV. Þetta eru
þeir Reynir Guðmundsson og Hafþór
Óskarsson sem sett hafa á stofn nýtt
fyrirtæki, Eignaskrána, Túngötu 5.
„Fyrir alla muni máekki taka okkur
fyrir fasteignasala því við erum það
alls ekki,“ sagði Reynir.
„Við miðlum upplýsingum um fast-
eignir á markaðinum fyrir fasteigna-
sölumar," sagði hann.
Ekki næqar upplýsinqar í aug-
lýsingunum
Fólk hefúr komist að raun um að
ef það ætlar að kaupa sér fasteign eru
upplýsingar þar um í auglýsingum
dagblaðanna afarófullnægjandi. Þeg-
ar betur er að gáð eru sömu íbúðimar
auglýstar í mörgum auglýsingunum
og yfirleitt erfitt að átta sig á því um
hvers konar íbúðir er að ræða án þess
að hafa mikið fyrir því.
Eignaþjónustan mun hafa á hendi
það starf að safiia saman á einn stað,
í einn gagnabanka, mjög nákvæmum
upplýsingum um fasteignir sem til sölu
eru og hjá hvaða fasteignasölum við-
komandi eignir em til sölu og senda
viðskiptavinunum upplýsingar þar
um.
Viðskiptavinimir hafa samband við
Eignaskrána og gefa upp óskir sínar,
t.d. hver greiðslugetan er, æskilega
fermetrastærð, herbergjafjölda, stað-
setningu o.fl. sérþarfir ef einhverjar
em. Til em þeir sem t.d. vilja alls ekki
búa í kjallara, aðrir sem vilja helst búa
á 2. hæð o.s.frv. í gögnum Eignaskrár-
innar verða þessar upplýsingar fyrir-
liggjandi þegar fyrirtækið verður
komið í gang.
„Okkur telst svo til að það séu sjö-
tíu og ein fasteignasala á Reykjavík-
ursvæðinu. Við höfum haft samband
við þær allar og tóku langsamlega
flestir mjög vel í að eiga viðskipti við
okkur í framtíðinni. Aðeins fyirirfast-
eignasalarj vildu það ekki en sögðust
ætla að sjá til hver framvindan yrði,“
sagði Reynir.
Þessi þjónusta Eignaskrárinnar er
neytendum algerlega að kostnaðar-
lausu nema ef þeir vilja fá upplýsing-
amar sendar samstundis. Þá verða
þeir að greiða 100 kr. í flutningskostn-
1 Hirsihmann
Loftnet og loftnetskerfi.
Það besta er aldrei of gott.
■inmmiMitir
'loftnet eru
heimsþekkt gæðavara?1!
hj Hirsthmann
loftnet,
betri mynd,
betri ending
Heildsala,
sala.
Sendum í
póstkröfu.
Reynsla
gæðin.
að. Starfsemin er frármögnuð affast-
eignasölunum, 450 kr. á mánuði fyrir
hverja eign. Þeim er síðan í sjálfsvald
sett á hvaða hátt þær innheimta þá
upphæð. -A.BJ.
Hafþór Oskarsson og Reynir Guðmundsson við tölvurnar sem geyma mikilvægar upplýsingar um fasteignaviðskipti.
DV-mynd KAE
smá
Profkjör
fstæðisflokksí
Þegar menntun, reynsla og
þekking á þjóðmálum fara sam^|
þá er auðvelt að velja JÉr
Týsgötu 1 - simar 10450 og 20610.