Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
15
Geram Island að lýðræðisríki
Sú var tíðin hér á landi að lítill
hluti þjóðarinnar hafði rétt til að
kjósa til Alþingis. Einungis karl-
menn komnir fast að þrítugu, sem
áttu eignir, máttu kjósa, aðrir ekki.
I tímans rás hefur orðið veruleg
breyting, kosningaréttur verið
rýmkaður í samræmi við þá skoðun
að allir sem hafa til þess hæfi og
hafa náð tilskildum aldri megi kjósa.
Þessi skoðun er í samræmi við þá
hugmyndafræði lýðræðissinna að
öllum borgurum lýðræðisþjóðfélags
beri jafn réttur til að hafa áhrif á
stjóm þjóðmála með atkvæði sínu.
Því er þó þannig varið hér þrátt fyr-
ir almennan kosningarétt að sumir
hafa margfaldan atkvæðisrétt á við
aðra. Þvílík mismunun á grundvall-
arréttindum lýðfrjálBra manna
tíðkast hvergi í víðri veröld sem á
Islandi.
Er ísland lýðræðisríki?
Jafh kosningaréttur er eitt grund-
vallaratriði lýðræðis. Þessu gmnd-
vallaratriði er ekki fullnægt hér.
Þannig vega atkvæði sumra kjós-
enda fimmfalt á við atkvæði ann-
arra. Misréttið sést best þegar litið
er til þess að kjósendur tveggja
stærstu kjördæmanna, Reykjavíkur
og Reykjaness, em meirihluti kjós-
enda eða 61% þeirra. Þessi 61%
kjósenda kjósa þó aðeins 25 þing-
menn, á meðan 39% kjósenda kjósa
35 þingmenn. f þessu felst að meiri-
hluti kjósenda hefur ekki möguleika
á að kjósa meirihluta þingmanna,
en slíkt er í fullri andstöðu við allar
hugmyndir sem settar hafa verið
ffam um lýðræði í einu ríki. Slíkt
kerfi fær engan veginn staðist.
Hvers vegna misrétti?
Ýmsir telja að menn megi sín
minna í vissum landshlutum ogsvar-
ið við því sé að gefa þeim margfaldan
atkvæðisrétt. Þá er því einnig haldið
fram til réttlætingar misréttinu að
KjaUarinn
Jón Magnússon
varaþingmaður
Sjálfstæðisfiokksins
Ef litið er til þess hvemig búsetu
landsmanna er háttað kemur í ljós
að á svæðinu Borgames, Hvolsvöll-
ur búa 170.000 manns eða um 70%
þjóðarinnar og á Akureyri og ná-
grenni rúm 18.000 eða um 8%
þjóðarinnar. Skv. því búa 8 af hverj-
um 10 íslendingum á tveim byggða-
svæðum, þar sem möguleikar hvers
og eins em svipaðir. Að öðm leyti
búa um 11% þjóðarinnar á 13 öðrum
þéttbýlisstöðum. í dreifbýli búa því
ekki nema um 1 af hverjum 10 ís-
lendingum. Á þessar tölur er bent
til að sýna enn frekar fram á fárán-
leika röksemda þeirra manna sem
halda áfram að berjast fyrir misrétti
kjósenda.
Hvemig á að jafna
atkvæðisréttinn?
Ég hef orðið þess var að sífellt
fleiri telja það óeðlilegt að meiri-
„Framsóknarflokkurinn hefur ætíð barist
gegn öllum breytingum til lagfæringar á
kosningarétti. Sjálfstæðisflokkurinn, Al-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag verða því
að taka höndum saman um að leiðrétta
þennan mismun,...“
þeir sem búa lengst frá miðstöð
valdsins eigi erfiðara með að reka
erindi sín. I slíkum röksemdum felst
misskilningur á eðli og hlutverki
Alþingis. Álþingi er löggjafarþing,
sem setur lög fyrir alla landsmenn.
Það er ekki hlutverk Alþingis að
vera pólitísk fyrirgreiðslustofriun,
þar sem þingmenn stunda sérstakan
erindrekstur og pakkasendingar til
kjósenda sinna, þó að sumir þing-
menn virðist líta hlutverk sitt slíkum
augum.
ýmsum hætti. Það skiptir hins vegar
máli að fjölga þingmönnum ekki
umfram það sem nú er.
Frumkvæði Sjálfstæðisflokks-
ins
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
hafa frumkvæði í þvi að koma á jöfn-
un kosningarétti. Ljóst er að vilji
ungra sjálfstæðismanna er sá að all-
ir hafi jafiian kosningarétt. Þá er
einnig ljóst að tillaga þess efriis, sem
ég bar fram á síðasta landsfundi,
naut mikils fylgis, þó að henni væri
vísað til nefndar við afgreiðslu máls-
ins. Allir foringjar Sjáifstæðisflokks-
ins fyrr og síðar hafa og lýst þeirri
skoðun sinni að kosningaréttinn
þurfi að jafna. Því verður að krefj-
ast þess að nú fylgi athöfii orðum.
Leitað verði strax samstarfs við A-
flokkinn og þess vegna Kvennalist-
ann um að koma á eðlilegri skipan
kosningamála svo að hægt sé að
halda því fram með réttu að Island
sé lýðræðisríki.
Jón Magnússon.
Ibúar að baki hvers þingmanns. 1960 1985
Reykjavík 6.034 8.169
Reykjanes 5.205 11.385
Vesturland 2.395 2.999
Vestfiíðir 2.101 2.052
Norðurland vestra 2.048 2.161
Norðurland eystra 3.295 4.326
Austurland 2.073 2.629
Suðurland 2.670 3.356
hluti þjóðarinnar búi við skertan
atkvæðisrétt. Framsóknarflokkur-
inn hefur ætíð barist gegn öllum
breytingum til lagfænngar á kosn-
ingarétti. Sjálfstæðisflokkurinn,
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
verða því að taka höndum saman
um að leiðrétta þennan mismun, það
er skylda þessara flokka telji þeir sig
málsvara lýðrasðis. Hvemig kosn-
ingakerfið ætti að vera eftir að
slíkum jöfriuði er komið á er svo
annað mál. Það getur verið með
Sú var tíðin hér á landi að litill hluti þjóðarinnar hafði rétt til að kjósa til
Alþingis. Einungis karlmenn komnir fast að þrítugu, sem áttu eignir, máttu
kjósa, aðrír ekki.
Til hvevs tekjuskattur?
Eitt af trompum sjálfstæðismanna
í síðustu kosningum var kosninga-
loforð þeirra um að afhema tekju-
skatt. En eins og allir vita hafa þeir
ekki staðið við þetta og réttlæting
þeirra er gamla viðkvæðið: Því mið-
ur, við vildum gjaman gera þetta en
þetta er ekki hægt vegna þess að
ástandið er svona og svona. Þetta
kemur svo sem engum á óvart því
reglan í íslenskum stjómmálum hef-
ur verið sú að standa ekki við gefin
loforð. Hitt er öllu verra að fólk er
löngu hætt að búast við því.
Tekjuskattinn burt
Flokkur mannsins er með mjög
skýra stefnu í skattamálum: Að af-
nema tekjuskattinn tafarlaust.
Hvers vegna? Jú, upphaflega var
tekjuskattur leið til þess að jafna
kjör fólks, þ.e. þeir sem höfðu meira
borguðu meira og þeir sem höfðu
minna borguðu minna. En í dag er
þetta ekki svona einfalt. í rauninni
er þetta þannig að þeir sem hafa
mest borga ekki neitt en þeir sem
vinna mikið á lélegum kjörum borga
meginhlutann. Niðurstaðan er því
mikið óréttlæti sem kemur m.a. fram
í þvi að ef einhver þarf einhverra
hluta vegna að vinna mikið eitt árið,
t.d. ef viðkomandi er að bvggja, get-
ur það leitt til þess að næsta ár fær
hann mikla skatta. Af þessu leiðir
að hann er kominn inn í vítahring
þar sem alltaf verður að vinna og
vinna til þess að hafa fyrir sköttun-
um sem aftur leiðir til þess að
tekjumar verða meiri og áfram háir
skattar árið eftir.
Af hverju ekki?
Þegar við höfum sagt að við vild-
um afhema tekjuskatt höfum við
heyrt ýmsar mótbárur. Þær helstu
eru að þetta muni leiða af sér tekju-
tap fyrir ríkið og þ.a.l. samdrátt á
opinberri þjónustu. Þessu er til að
svara að þetta þarf ekki að þýða
tekjutap. í dag er hlutur tekjuskatts
ekki nema 10% af heildarskatt-
heimtu ríkisins. Ef tekjuskattur yrði
afnuminn myndu þessir peningar
„Það er lika réttlátara að skattleggja neysluna. Það myndi örugglega skila sér betur auk þess sem þetta myndi
þýða miklu minni kostnað við skattheimtu."
KjaHaiinn
Hrannar Jónsson
sölumaður og félagi i
Flokki mannsins
Að síðustu, til þess að fá þau 5%,
sem á vantar, eru margar leiðir. Það
eitt sér að skattleggja banka og
tryggingafélög væri nóg. Önnur
lausn er að leggja á lúxusskatt og
stóreignaskatt. Þegar tekið er mið
af þessu hljómar það ansi furðulega
þegar sagt er að ekki sé hægt að
afnema tekjuskatt.
Þú átt betra skilið
Á næsta ári verða alþingiskosn-
ingar. Ef þú vilt styðja þetta mál
hvetjum við þig til þess að taka þátt
í starfshópi á vegum FI. Við hvetjum
þig til þess að tryggja að ábyrgðar-
lausir aðilar komist ekki upp með
að gefa loforð kosningar eftir kosn-
ingar sem þeir síðan ekki standa
við. Þeir menn, sem ekki standa við
orð sín, hafa alltaf þótt varhugaverð-
ir og af hverju skyldir þú treysta
„í rauninni er þetta þannig að þeir sem
hafa mest borga ekki neitt en þeir sem
vinna mikið á lélegum kjörum borga meiri-
hlutann.“
renna í vasa almennings en fólk
myndi örugglega ekki setja þessa
peninga undir koddann og ekki
borðar fólk peninga. Nei, þetta færi
í neyslu sem myndi þýða að u.þ.b.
5% af þessum 10 myndu skila sér
strax í gegnum söluskatt og tolla.
Það er líka miklu réttlátara að
skattleggja neysluna. Það myndi
örugglega skila sér betur auk þess
sem þetta myndi þýða miklu minni
kostnað við skattheimtu.
þeim? Hvað hafa þeir gert svo þeir
verðskuldi stuðning þinn? Hvemig
geta þeir réttlætt að seilast sífellt i
vasa þinn eftir fjármunum sem síðan
er sóað í alls kyns bmðl og
fjárglæfraævintýri? Við skorum á
þig að sætta þig ekki við þetta leng-
ur. Einhvem tíma var sagt að þjóðin
kjósi yfir sig þá stjóm sem hún verð-
skuldi - en trúðu mér, þú átt miklu
betra skilið.
Hrannar Jónsson.