Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Side 22
22 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Iþróttir KR-ingar fóru heim og Framarar kæra - Furðuleg vinnubrögð mótanefndar HSÍ. Fram-KR frestað í gærkvöldi „Það er í sjálfu sér ekkert athuga- vert við að fresta leiknum en vinnu- brögðin eru svo hrikaleg að maður ó varla orð til að lýsa þessu,“ sagði Sig- urður Tómasson hjá handknattleiks- deild Fram í viðtali við DV í gærkvöldi. Þá var fyrirhugað að Fram léki gegn KR í íslandsmótinu í hand- knattleik. Á áttunda tímanum var leiknum svo frestað og áhorfendur þeir sem lagt höfðu leið sína á leikinn sneru til síns heima súrir í bragði. Samkvæmt öruggum heimildum DV var það staðreynd um kvöldmatarleyb ið í gærkvöldi að Hans Guðmundsson gæti ekki leikið með KR en hann er lögreglumaður og hefur því væntan- lega verið ó verði út af fundinum fræga. Þegar KR-ingar sáu að Hans myndi ekki geta leikið með fóru þeir fram á það við mótanefnd Handknatt- leikssamband íslands að hún tæki af skarið og frestaði leiknum. Það var gert og var formanni handknattleiks- deildar Fram til kynnt það á áttunda tímanum í gærkvöldi að ekkert yrði af leiknum. • Hans Guðmundsson, mætti ekki til leiks. Hneyksli eina orðið Samkvæmt reglum um handknatt- leiksmót verður að fresta leik með viku fyrirvara. Þá verður að kalla mótanefndina saman til fundar þegar lið fer fram á að fresta leik og verður ákveðinn hluti nefhdarmanna að vera frestun fylgjandi til að hún öðlist gildi. I sambandi við leik Fram og KR í gærkvöldi var enginn fyrirvari og aga- nefndin kom aldrei saman til að ræða málið. Og ákveðið er að fresta leiknum þegar leikmenn annars liðsins eru þeg- ar famir að undirbúa sig fyrir leikinn. Hneyksli er auðvitað eina orðið yfir svona vinnubrögð. Framarar kæra í gærkvöldi var fyllt út leikskýrsla eins og um leik hefði verið að ræða og skrifuðu dómarar undir hana. Framarar hyggjast fara í hart í þessu máli og kæra og ætti sú ákvörðun þeirra að vera auðskilin. Mál sem þetta eru því miður orðin of algeng og hreint fúrðulegt að önnur eins della geti átt sér stað innan HSÍ. -SK • Kristján Arason skoraði tvö fyrstu mörk Gummersbach, sem mátti þola tap. jatmetii íUssabon Portúgal og Svíþjóð gerðu jafn- tefli, 1-1, í 2. riðli Evrópukeppni landsliða í Lissabon. Sviar nóðu forustu með marki Strömberg á 51. mín. en ó 67. mín. jafhaði Coelho. Hann hafði fimm mín. áður komið inn sem varamaður. Úrslit í leikn- um sanngjöra I liði Portúgal var enginn þeirra leikmanna sem voru á HM í Mexíkó f sumar vegna deilu um greiðslur til leikmanna sem kom upp á HM. Svíar hafa hlotið 3 stig í tveimur leikjum í riðlinum. Portúgal eitt og Svis8 ekkert Þau iönd hafa aðeins leikið einn leik. ítalía og Malta er einnig í riðlinum en hafa enn ekki leikið. Kci„ Barcelona átoppnum Barcelona er nú eitt á toppnum ó Spáni eftir að Real Madrid varð að sætta sig við jafntefli, 0-0, gegn RacingSantander. Barcelona lagði Espanol að velli, 1-0. Markið skor- aði Roberto Femandez á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins. Barcelona er með 14 stig, Aú letico Madrid 13 og Real Madrid 12. -SOS Herrakvöld Framara Framarar efna til herrakvölds í Þórscafé á fimmtudagskvöld. Herrakvöld Fram hafa verið mjög vinsæl undanfarin ár og vel sótt. Þeir, sem hafa hug á að tryggja sér miða, geta nálgast þó í Fram- heimilinu við Safamýri. ÍR tapaði á Akureyri ÍR-liðið í körfuknattleik lék tvo leiki fyrir norðan um helgina í 1. deild karla. ÍR-ingar byrjuðu á því að leggja Tindastól að velli á Sauð- árkróki, 99 81, en síðan töpuðu þeir, 89-97, fyrir Þór á Akureyri. Essen skoraði 18 mörk úr hraðaupphlaupum í Munchen - og vann stórsigur á Schwabing. Gummersbach tapaði enn •Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen. Afturelding og ÍR unnu stórsigra Axel Axelsson og lærisveinar hans hjá Aftureldingu héldu ófram sigur- göngu sinni í 2. deildar keppninni í handknattleik um helgina. Áftureld- ing vann stórsigur, 31-19, yfir Fylki. fR-ingar lögðu Skagamenn að velli, 37-17. HK vann sigur á Eyjaliðinu, 23-17, Grótta fór með sigur frá Kefla- vík, 20-19, og Þór og Reynir frá Sandgerði gerðu jafhtefli, 21-21, á Akureyri. -sos Afli ffflmarssan, DV, V-Þýskabndi Kristján Arason skoraði fyrstu tvö mörk Gummersbach þegar félagið mátti þola tap, 17—18, fyrir Göppingen í Stuttgart. Leikurinn var fluttur frá Göppingen til Stuttgart í stærri íþróttahöll. 6.500 áhorfendur sáu leik- inn, sem var mjög spennandi. Rristján, sem átti stangar- og slóarskot í seinni hálfleiknum, fiskaði vítakast þegar 80 sek. voru til leiksloka. Staðan var þá 17-16 fyrir Göppingen. Neitzel tók vítakastið en honum brást bogalistin. •Jóhann Ingi Gunnarsson og leik- menn hans hjá Essen unnu stórsigur, 30-19, yfir Schwabing í Múnchen en fyrir leikinn var mikið skrifað um að leikménn Schwabing ætluðu að sýna hverjir væru bestir í V-Þýskalandi. Leikmenn Essen tóku þá í kennslu- stund og eftir aðeins 10 mín. var staðan orðin 9-2. Þess má geta að Essen skor- aði átján mörk úr hraðaupphlaupum. Alfreð skoraði tvö mörk í leiknum. Fraatz og Springel skoruðu hvor sín sjö mörkin. Hecker meiddist Essen varð fyrir ófalli. Markvörður- inn Stefan Hecken meiddist - sin í hendi slitnaði. Þetta er slæmt fyrir Essen því að Hecken hafúr varið frá- bærlega að undanfömu. Essen-liðið verður ekki sama án hans. •Lemgo mátti þola tap, 21-26, fyrir Grosswallstadt á útivelli. „Við vissum ekki fyrr en staðan var orðin 1-7 fyrir Grosswallstadt," sagði Sigurður Sveinsson, sem skoraði sex mörk fyrir Lemgo. Wunderlich skoraði tíu Páll Ólafsson og félagar hans hjá Dússeldorf töpuðu, 17-19, fyrir Mil- bertshofen. Klaus Völler, markvörður Milbertshofen, varði eins og berserkur í leiknum og þá lék Wunderlich stórt hlutverk, skoraði 10 mörk. Júgóslav- inn Isakovic var lélegur og skoraði aðeins eitt mark. Ratka skoraði flest mörk Dússeldorf, sjö. Páll Ólafsson lék í vinstra hominu í leiknum. • Essen er efet með 10 stig, Gross- wallstadt er með 9, Göppingen 8, Schwabing 7, Kiel 6, Milbertshofen 6, Dússeldorf 5, Gummersbach 4, Hameln 4, Lemgo 3, Hofweier 3, Schutterwald 2, Dortmund 2 og Weiche-Handewitt 1. •Bjami Guðmundsson skoraði tvö mörk þegar Wanne-Eiken vann sigur á Oberaden, 31-23, í 2. deildar keppn- inni. • Þá má geta þess að Atli lék sjálfúr með Leverkusen gegn Bad Schwartau. Skoraði tvö mörk í sigurleik Leverk- usen, 20-16. -SOS Metgod var ekki valinn í lands- lið Hollands - sem mætir Ungverjum í Búdapest Hollendingurinn fljúgandi, Jo- hnny Metgod hjó Nottingham Forest, var ekki valinn í landsliðs- hóp Hollands sem mætir Ungverj- um á miðvikudaginn. Metgod, sem flaut frá Nottingham til Hollands í sl. viku, til að vera með landslið- inu á æfingum, var settur út eftir að h£ifa leikið með hollenska landsliðinu gegn ólympíuliði Hol- lands. í hans stað var Ronald Spelbos valinn en harrn leikur með Ajax. Þá valdi Rinus Michels, lands- liðsþjálfari Hollands, ekki Wim Kieft, sem leikur með Torino, í landsliðið. Michels ætlaði aðeins að leika með einn sóknarleikmann í Búdapest. Það verður Marco van Basten hjó Ajax sem fær það hlut- verk. Hann er einn af sjö leik- mönnum frá Ajax sem fara til Ungveijalands. Þess má geta til gamans að Sim- on Tamahata, gamla kempan sem leikur nú með Feyenoord, er í landsliðshópnum. -sos ►Johnny Metgod.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.