Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
27
Iþróttir
„Höfiim enga möguleika á
að komast í úrslitin á EM“
- sagði Platini eftir tapið gegn Sovétríkjunum á laugardag
„Þetta er búið hjá okkur, við höfum
nú enga möguleika á að komast í úr-
slit Evrópukeppninnar þar sem aðeins
efeta liðið í riðlinum kemst í úrslit
sagði Michel Platini, fyrirliði Evr-
ópumeistara Frakka, eftir að Sovétrík-
in höfðu sigrað Frakkland, 2-0, í leik
liðanna í þriðja riðli Evrópu í París á
laugardag. Þeir Igor Belanov og Vass-
ily Rats skoruðu mörkin um miðjan
síðari hálfleikinn og Sovítríkin hafa
ekki tapað fyrir Frökkum frá 1972.
Úrslit Evrópukeppni landsliða verða
í Vestur-Þýskalandi 1988. Sovétríkin
eru nú efst i riðlinum með 3 stig. ís-
land í öðru sæti með 2 stig. A-Þýska-
land, Noregur og Frakkland hafa eitt
stig en Norðmenn og A-Þjóðverjar
hafa aðeins leikið einn leik.
„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir
mig. Það er erfitt að koma í landsliðið
á ný og leika við hið sterka sovéska
lið. Við verðum nú að gleyma þessari
Evrópukeppni og fara að byggja upp
fyrir framtíðina," sagði Platini, sem
lék sinn 70. landsleik fyrir Frakkland
og var heldur dapur í leik sínum eins
og flestir aðrir leikmenn franska liðs-
ins. Þeir urðu að sigra í leiknum til
að hafa virkilega möguleika á sigri í
riðlinum og það var eins og leikmenn
franska liðsins þyldu ekki pressuna.
Það gerðu leikmenn sovéska liðsins
hins vegar. Lékum af miklum krafti
allan tímann og unnu sanngjaman
sigur.
Sovéska liðið náði fljótt undirtökun-
um og litlu munaði að það skoraði á
14. mínútu. Þrumufleygur vamar-
mannsins Alexander Chi vadze hafhaði
neðst í marksúlunni. Knötturinn fór í
Joel Bats markvörð - aftur í stöngina
en inn fór boltinn ekki. Talsverð harka
í leiknum og Bessonov varð að fara
af leikvelli eftir samstuð við franska
bakvörðinn Manuel Amaros. Vagiz
Khidyatulin kom í hans stað. Frakkar
áttu sín færi. Platini, sem felldur var
gróflega rétt utan vítateigs á 35. mín.,
tók aukaspymuna sjálfur og knöttur-
inn straukst rétt yfir þverslá marksins.
Sovésku leikmennimir byrjuðu mun
betur í síðari hálfleik. Rats stöðugur
ógnvaldur fyrir frönsku vamarmenn-
ina. Á 55. mín. varði Bats markvörður
frábærlega frá honum. Sló knöttinn
yfir þverslá. Sóknarþunginn jókst.
Bats varði naumlega frá Yakovenko
á 64. mín. en fjórum mín. síðar átti
hann enga möguleika. Zavarov og
Rodionov splundruðu vöm franskra
og eftirleikurinn var auðveldur fyrir
Belanov. Sovéskir höfðu náð forustu
og réðu gangi leiksins; Á 70. mín. varði
Bats en snilldarlega frá Rats en níu
mín. síðar skoraði Rats annað markið
og úrslit vom ráðin. Gífurlegt áfall
fyrir frönsku leikmennina og 40 þús-
und áhorfendur sem troðfylltu Parc
des Princes leikvanginn í París. Liðin
vom þannig skipuð:
Frakkland: Bats, Ayaache, Boli
(Vercmysse 88. mín.), Jeannol, Ama-
ros, Femandez, Tigana, Ferreri, Plat-
ini, Stopyra og Papin (Bellone 71.
mín.).
Sovétríkin: Dassaev, Bessonov
(Khidyatulin 34. mín.), Kuznetsov,
Chivadze, Denianenko fynrliði, Yako-
venko, Rodinov (Blokhin 82. mín.),
Aleinikov, Rats, Zavarov og Belanov.
Markaskoraramir Belanov og Rats
léku ekki með sovéska liðinu á Laug-
ardalsvelli vegna meiðsla. -hsím
„Ég er mjög ánægður með mína
menn, þetta var mun betra heldur en
gegn Fram. Við börðumst geysilega
vel í síðari hálfleik og náðum þá upp
góðum vamarleik," sagði Biynjar
Kvaran, þjálfari og leikmaður KA,
eftir að lið hans hafði sigrað FH-inga,
29-27, í fyrstu deildinni í handbolta á
laugardag. Leikurinn var mjög harð-
ur. Tveir leikmenn fengu rauða spjald-
ið og alls ellefu sinnum vom leikmenn
reknir af velli í tvær mín.
FH-ingar vom sterkari framan af.
KA-menn náðu forystunni í leiknum
þegar Jón Kristjánsson skoraði eftir
42 sek. en síðan náðu FH-ingar undir-
fengu rautt í Firðinum
- þegar KA sigraði FH mjög övænt í 1. deild handboftans
tökunum og höfðu forustu allan fyrri
hálfleik. Eftir 15 mín. var staðan 8-5
fyrir FH og enn breikkaði bilið milli
liðanna. FH-ingar komust í 14-9 en
KA skoraði þá þijú mörk í röð áður
en Óskar Ármannsson bætti 15. mark-
inu við fyrir FH. Staðan í hálfleik því
15-12 og nú héldu margir að eftirleik-
urinn yrði auðveldur hjá FH-ingum
sem höfðu fram að þessu átt auðvelt
með að skora hjá slakri vöm KA.
Góð barátta KA-liðsins
En KA-menn gáfust ekki upp og
sýndu miklu meiri baráttu í síðari
hálfleik heldur en FH-ingar og upp-
skám eftir því. Að vísu héldu FH-ingar
forystunni undir miðjan síðari hálfleik
en þá stóð 23-21 fyrir FH. En KA-
menn náðu sér þá heldur betur á strik
og tókst að jafna og komast síðan yfir.
Tveir leikmenn FH, þeir Héðinn Gils-
son og Óskar Ármannsson, fengu að
sjá rauða spjaldið með stuttu millibili
og ekkert gekk upp hjá FH-ingum á
síðustu 10 mín. leiksins. Vöm KA var
sterk fyrir og Brynjar varði hreint frá-
bærlega á köflurn og lokaði markinu.
KA-liðið sigldi fram úr og tryggði sér
góðan sigur, 29-27, og fögnuður norð-
anmanna að sjálfeögðu mikill í lokin.
Brynjar Kvaran varði eins og ber-
serkur í þessum leik, sérstaklega í
síðari hálfleik, og var besti maður KA.
Friðjón Jónsson og Jón Pétursson áttu
einnig góðan leik en umfram allt var
það barátta liðsheildarinnar sem skóp
sigurinn. FH-liðið virkaði ágætt í fyrri
hálfleik en svo datt allur botn úr lið-
inu síðasta fjórðung leiksins, eftir að
Héðinn og Óskar vom reknir af velli.
Liðið er nú búið að tapa fyrir tveimur
liðum sem fyrirfram vom álitin veik-
ari og því verða FH-ingar heldur betur
að taka sig á i næstu leikjum. Héðinn
var mjög ógnandi meðan hann var
inni á og þrátt fyrir að vera í strangri
gæslu þá skoraði hann fjögur glæsileg
mörk. Gunnar Beinteinsson stóð sig
vel i hominu og skoraði fimm mörk.
Dómarar vom Sigurður Baldursson
og Bjöm Jóhannsson og vom þeir
mjög mistækir á köflum.
Mörk FH: Óskar Armannsosn 5 (3
v.), Gunnar Beinsteinsson 5, Þorgils
Óttar Mathiesen 4, Guðjón Ámason
4, Pétur J. Petersen 3, Héðinn Gilsson
4 og Óskar Helgason 2. Mörk KA: Jón
Kristjánsson 8, Friðjón Jónsson, 7,
Guðmundur Guðmundsson 6, Pétur
Bjamason 5 (1 v.), Hafþór Heimisson
2, Axel Bjömsson 1 og Jóhannes
Bjamason 1.
Maður leiksins: Brynjar Kvaran,
KA. -RR
HAMRABORG 3, SIMI 42011, KOPAVOGI
uitny
Stóll kr. 1.520,-
Kantað borð kr. 9.200,
Stóll kr. 1.520,-
Hringborð kr. 7.800
Grillstóll
Litir: sv<
rauður, hvít
Sultana stóll
Stóll sem hægt
er að stafla.
Krómuð grind,
gatað stál í baki
og setu, litir:
svartur og hvítur.
Kjörinn fyrir veit-
ingahúsarekstur.
Stálstóll
Stálstóll með
bastsetu og
-baki, krómuð
grind.
Verð kr. 1.520
í Ijósu beiki
Verð kr. 1.620
hvíttur og
svartur
SULTANA
METAt SEAT/BACK CHj