Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. fþróttir Markvörðurínn slasaðist og Forest féll í Leicester - Norwich í annað skipti í sögunni í efsta sæti 1. deildar Rafh Rafhsscm, DV, Engiandi; „Ég er sannfærður um að ef Steve Sutton, markvörður Nottingham For- est, hefði ekki slasast þá hefði Forest sigrað í Leicester og haldið stöðu sinni á toppi 1. deildar. En þegar hann var borinn af velli og gamli garpurinn Ian Bowyer fór í markið hrundi leikur Forest. Leicester skoraði tvívegis og tryggði sér sigur, 3-1, eftir að Forest hafði verið mun betra liðið í leiknum áður en markvörðurinn slasaðist," sagði Robert Woodward blaðamaður eftir að Forest hafði misst af efsta sætinu á laugardag. Við sigur Leicest- er komst Norwich í efsta sætið - gerði jafntefli á gervigrasinu í Luton - og það er í annað skipti í sögu félagsins sem lið þess er í efsta sæti í 1. deild. Hafði forustu í þrjár umferðir 1979. Gary Birtles náði forustu fyrir For- est í Leicester á 42. mín. eftir mjög fallegan samleik fimm leikmanna For- est. Níunda mark hans í haust og það var vonum seinna að Fórest náði for- ustu eftir mikla yfirburði. Alan Smith jafnaði í byrjun siðari hálfleiks og á 53. mín. var Sutton borinn af velli. Bowyer fór í markið og hélt marki sínu hreinu í 22 mínútur. Þá urðu honum á hroðaleg mistök og McAUist- er skoraði. Þriðja mark Leicester var hrein gjöf dómarans. Hann dæmdi víti sem McAllister skoraði úr, 3-1, og þar. með komst Norwich á toppinn. Ekkert mark skorað í Luton í ákaflega litlaus- um leik. Það var mikið skorað í leikjunum í Úrslit Úrslit í ensku knattspyrnunni: 1. deild: Arsenal-Watford 3-1 Aston Villa-Southampton 3-1 Charlton- Everton 3-2 Leicester-Nott. Forest 3-1 Li verpool-T ottenham 0-1 Luton-Norwich 0-0 Man. Utd-Sheff. Wed 3-1 Newcastle-Man City 3-1 Oxford-Coventry 2-0 QPR-Wimbledon 2-1 West Ham-Chelsea 5-3 2. deild: Barnsley -Bradford 2-0 Blackburn-West Bromwich 0-1 Derby-Hull 1-1 Grimsby-Plymouth 1-1 Ipswich-Brighton 1-0 Leeds-Crystal Palace 3-0 Millwall-Shrewsbury 4-0 Oldham-Sunderland 1-1 Portsmouth-Birmingham 2-0 Sheff. Utd.-Reading 3-3 Stoke-Huddersfield 2-0 3. deild: Bristol City-York 3-0 Bury-Doncaster 2-0 Carlisle-Darlington 1-0 Chesterfíeld-Port Vale 2-4 F ulham-Swindon 0-2 Mansfield-Brentford 1-0 Middlesbrough-Blackpool 1-3 Newport-Chester 2-2 Notts County-Rotherham 5-0 Walsall-Bolton 3-3 Wigan-Bristol Rovers 4-3 4. deild: Aldershot-Burnley 2-0 Exeter-Lincoln 2-0 Petersborough-Rochdale 1-1 Preston-Cambridge 1-0 Stockport-Northampton frestað Swansea-Scunthorpe 1-2 Wolve-Tranmere 2-1 W rexham-Cardi ff 5-1 •Fösturdagur Crewe-Orient 3-2 Hartlepool-Hereford 0-0 Southerid-Cólchestér T-T 1. deild á laugardag, samtals 39 mörk, og mest var fjörið á Upton Park. Átta mc. . í 5-3 sigri West Ham á Chelsea. Þijár vitaspymur dæmdar í leiknum og John Hollins, stjóri Chelsea, var ekki ánægður eftir leikinn. Hann sagði. „Það er allt í lagi að skemmta áhorfendum en það á ekki að vera á kostnað annars liðsins." Kerry Dixon, miðheiji Chelsea, sagði. „Þessi úrslit eru dæmigerð íyrir heppni okkar.“ Keith Jones skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea úr vítaspymu - gjöf að áliti fréttamanns BBC. Þeir McAvennie og Ray Stewart, víti, náðu forustu fyrir West Ham fyrir leikhléið. Snemma í síðari hálfleik komst Chelsea yfir með mörkum Bumstead og Dixon. Stewart jafnaði í 3-3 úr annarri vítaspymu. Þegar fimm mín- útur voru eftir komst West Ham yfir með marki Cottee og hann skoraði aftur mínútu síðar. Markvörður rekinn af velli Arsenal vann ömggan sigur á Wat- ford á heimavelli þar sem liðið hefur ekki tapað á leiktímabilinu. Þar bar helst til tíðinda að markvörður Wat- ford, Tony Coton, var rekinn af velli þegar hann mótmælti vítaspymudómi. Nigel Callaghan fór í markið og hans fyrsta verk var að hirða knöttinn úr markinu eftir að Martin Hayes hafði skorað úr vítinu. Það var á 58. mín. I fyrri hálfleiknum hafði Perry Groves skorað fyrir Arsenal. Hann var keypt- ur frá Colchester í sumar. Mark Falco minnkaði muninn i sínum fyrsta leik með Watford en spenna var þó Iítil hvað úrslitin snerti. Niall Quinn skor- aði þriðja mark Arsenal á 84. mín. Aston Villa heldur áfram að rétta sinn hlut eftir að McNeil tók við stjóminni. Vann öruggan sigur á Southampton, 3-1. Paul Elliott skor- aði fyrir Villa í fyrri hálfleik. Skallaði í mark eftir homspymu. Þá skoraði Evans, fyrirliði, úr vítaspymu. Danny Wallace minnkaði muninn fyrir Dýrl- ingana en Elliott átti síðasta orðið. Skoraði þriðja mark Villa. Loks vann United Man. Utd hefur gengið mjög illa gegn Sheff. Wed. tvö síðustu árin. „Þetta var mjög sanngjam sigur hjá Tottenham á Liverpool. Annar sig- ur Lundúnaliðsins á Anfield frá því 1912 eða í 74 ár. Maðurinn bak við sigur liðsins var Richard Gough. Hann lék frábærlega vel sem miðvörður, það svo að Ian Rush komst ekkert áleiðis gegn honum. Þar með var mesti brodd- urinn úr són Liverpool," sagði Mike Ingham, fréttamaður BBC, eftir að Tottenham hafði unnið verðskuldaðan sigur á meisturunum að viðstöddum 43.139 áhorfendum á Anfield á laugar- dag. Clive Allen skoraði eina mark leiksins úr fyrstu sókn Tottenham í síðari hálfleik eftir aðeins tuttugu sek- úndur. Chris Waddle hafði þá, eins og svo oft áður, leikið vöm Liverpool grátt. Hann átti ásamt Gough stórleik í liði Tottenham og það hefði átt af gefa Lundúnaliðinu fleiri mörk. „Það er greinilegt að David Pleat er að ná upp góðu liði hjá Tottenham. Snjallast hjá honum finnst mér að láta Graham Roberts leika sem tengilið. Hann er drífandi leikmaður og svo styrkir hann vömina mjög á miðjunni þó þeir Gough og Mabbutt séu snjallir miðverðir. Þeir Gough og Waddle vom stórkostlegir í leiknuni,“'sagði gamli, Tapað fjórum síðustu leikjunum, þar af tvívegis á Old Trafford. En það var breyting á laugardag þó svo Mark Chamberlain skoraði fyrir Sheff. Wed. eftir aðeins fjórar mínútur. Bakvörð- urinn, Worthington, braut af sér innan vítateigs á 34. mín. og United fékk vítaspymu. Spenna þegar Peter Davenport tók spymuna því leikmenn liðsins hafa misnotað þijár síðustu vítaspymumar á Old Trafford. En Davenport skoraði ömgglega. í síðari hálfleiknum sótti United nær stans- laust og hafði einnig haft vemlega yfirburði í þeim fyrri. En að venju létu mörkin á sér standa. Loks á 85. mín. tókst Norman Whiteside að skora eft- ir fyrirgjöf Peter Bames. Rétt fyrir lokin skoraði Davenport þriðja markið með frábærri hjólhestaspymu. Newc- astle komst af botninum í 1. deild með sigri, 3-1, á Man. City og við það fór Manchester-liðið í neðsta sætið. Paul Simpson skoraði fyrsta mark leiksins en MacDonald jafnaði í 1-1 úr víta- spymu fyrir leikhléið. í síðari hálf- leiknum skoraði Newcastle tvívegis. Fyrst Paul Gascoigne, síðan Cunning- ham. Oxford vann ömggan sigur á Co- ventry. Markakóngurinn John Aldridge skoraði bæði mörk Oxford í 2-0 sigrinum. Gaiy Bannister skoraði eftir aðeins 20 sekúndur fyrir QPR Nico Claesen á eftir að styrkja lið Tottenham mjög og lék vel á laugar- dag i sinum fyrsta leik. skoski landsliðskappinn á árum áður, Dennis Law, eftir leikinn. Belgíski landsliðsmiðherjinn Nico Claesen lék sinn fyrsta leik með Tott- enham og stóð vel fyrir sínu. Hann kom knettinum í mark Liverpool i síð- ari hálfleik. Dómarinn taldi hann hins vegar rangstæðan og markið var dæmt af. „Ég er ánægður með minn hlut í leiknum. Þetta verður þó betra þegar ég hef fengið betri samæfingu með leikmönnum Tottenham," sagði Belg- iumaðurinn eftir leikinn. „Þetta var góður leikur í heild en okkur skorti þó hugmyndaflug hvað sóknarleikinn snertir. Við áttum þó eitthvað skilið í leiknum þó ég viður- kenni hins vegar að sigur Tottenham var verðskuldaður," sagði Kenny Dalglish, stjóri og leikmaður Liver- pool, sem lék með liði sínu á ný eftir bakmeiðsli. Átti heldur dapran leik. „Ég er mjög ánægður með leikmenn mína og það er greinilegt að Nico á eftir að gera góða hluti þegar hann hefur kynnst öðrum leikmönnum liðs- ins betur,“ sagði Pleat, stjóri Totten- ham. Það var mikið úrval leikmanna á Anfield á laugárdag, - landsliðsmaður gegn Wimbledon. QPR sigraði 2-1. Alan MacDonald skoraði annað mark liðsins en Kevin Gage eina mark Wimbledon úr vítaspymu. I 2. deild komst Portsmouth í efsta sætið með góðum sigri á Birmingham, 2-0. Quinn skoraði bæði mörkin. Old- ham náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Sunderland, sem náði forustu í leiknum með marki Buchanan. Andy Linighan jafnaði í 1-1 og þar við sat. Crystal Palace, sem var i efsta sæti fyrir umferðina, steinlá í Leeds og aðeins sunnar í Yorkshire urðu heldur óvænt úrslit þegar Sheff. Utd. var komið í 3-0 en Rading tókst að jaftia. Stoke sigraði Huddersfield, 2-0, og Brian Talbot, fyrrum fyrirliði Arsenal og Watford, lék þar sinn fyrsta leik fyrir Stoke. -hsím Stefin Már Amaison, DV, Englandi: „Það voru hroðaleg mistök hjá okkur í vöminni - varnarleikurinn ákaflega lélegur," sagði Howard Kendall, stjóri Everton, á blaða- mannafundi eftir að Charlton hafði sigrað Everton, 3-2, á laugardag. Flýtti sér síðan burt, greinilega mjög reiður. Það var oft gaman að horfa á leikinn og áhorfendur 10.564 á Selhurst Park. Charlton nýtti vel færi sin í leiknum. Jim Melrose skoraði þrennu nákvæm- lega eins og hann gerði fyrir Coventry gegn Everton fyrir nokkrum árum. Skoraði þá þrennu. Kevin Sheedy jafnaði tvívegis á laugardag fyrir Everton beint úr aukaspymum en Melrose fullkomnaði þrennu sína á 80. mín. Hafði áður skorað á 21. og 35. mín. Sheedy á 30. og 58. mín. í nær hverju sæti og samtals 14 leik- menn sem í síðustu viku vom valdir í landsliðshópa landa sinna. Þó var ekki mikið um færi í leiknum - varnar- leikmennimir stóðu yfirleitt fyrir sínu nema hvað Waddle fór mjög illa með Jim Beglin, bakvörð Liverpool, og reyndar á stundum einnig aðra vam- armenn Liverpool. Mark Lawrenson var að fara af leikvelli hjá Liverpool og kom John Wark í hans stað. Eina markið var fallegt eftir rispu Waddle og Clive Allen rennd: knettinum snyrtilega undir Grobbelaar mark- vörð. Tíunda deildamark hans á leiktímabilinu en hann hefur skorað samtals 12. Lokakafla leiksins reyndi Liverpool mjög að jafna en komst lítið áfram gegn sterkri vöm Lundúnaliðs- ins. Liðin vom þannig skipuð. Liverpool. Grobbelaar, Nicol, Begl- in, Lawrenson (Wark), Hansen, Gil- lespie, Mölby, Venison, McMahon, Rush og Dalglish. Tottenham. Clem- ence, Mitchell Thomas, Stevens, Gough, Mabbutt, Roberts, Hoddle, Galvin (Paul Allen), Waddle, Clive Allen og Claesen. -hsím. Mark Falco, skoraði I slnum fyrsta leik með Watford. Liðin: Charlton. Jones, Humphrey, Reid, Peak, Thompson, Shirtcliff, Lee, McDonald, Melrose, Hazelwood og Walsh. Everton. Mimms, Harper, Power, Ratcliffe, Watson, Langley, Adams, Steven, Sharp, Heath og She- edy. „Þessi úrslit sýna að við getum alveg haldið sæti okkar í 1. deildinni," sagði Lennie Lawrence, stjóri Charlton, eftir leikinn. .hgím Staðan Staðan í Englandi 1. deild: Norwich 10 6 3 1 18-11 21 Nott. Forest 10 6 2 2 25-11 20 Tottenham 10 5 3 2 11- 7 18 West Ham 10 5 3 2 21-18 18 Liverpool 10 5 2 3 19-12 17 Sheff. Wed. 10 4 4 2 20-15 16 Everton 10 4 3 3 15-12 15 Arsenal 10 4 3 3 9- 6 15 Leicester 10 4 3 3 14-12 15 Coventry 10 4 3 3 9-7 15 Luton 10 3 5 2 8- 7 14 QPR 10 4 2 4 11-13 14 Southampton 10 4 1 5 22-22 13 Wimbledon 10 4 1 5 12-15 13 Oxford 10 3 4 3 10-16 13 Watford 10 3 2 5 13-13 11 Charlton 10 3 2 5 10-16 11 Aston Villa 10 3 1 6 13-24 10 Chelsea 10 2 3 5 11-19 9 Man. Utd 10 2 2 6 13-14 8 Newcastle 10 2 2 6 8-18 8 Man. City 10 1 4 5 7-11 7 2. deild: Portsmouth 9 E ) 4 0 10-2 19 Oldham 10 5 3 2 15- 9 18 C. Palace 10 6 0 4 13-13 18 Leeds 10 5 2 3 15-10 17 WBA 10 5 2 3 12-10 17 Plymouth 8 3 5 0 13- 8 14 Hull 10 4 2 4 9-13 14 Brighton 10 3 4 3 9- 7 13 Ipswich 9 3 4 2 12-11 13 Sheff. Utd 9 3 4 2 12-11 13 Sunderland 9 3 4 2 11-12 13 Grimsby 9 3 3 3 9-11 12 Derby 9' 3 3 3 8-10 12 Bradford 110 3 3 4 10-13 12 Reading 9 3 2 4 18-14 11 Millwall 10 3 2 5 12-12 11 Birmingham 10 2 5 3 12-14 11 Blackburn 9 3 1 5 12-14 10 Shrewsbury 9 3 1 5 8-12 10 Huddersfield 9 2 2 5 9-13 8 Barnsley 10 2 2 6 7-12 8 Stoke 10 2 2 6 7-12 8 Annar sigur Totten- ham á Anfield í 74 ár Jim Melrose nýtti færin gegn Everton Önnur þrenna hans gegn Liverpool-liðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.