Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Síða 38
38
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986.
Gagnfræðaskólinn
í Mosfellssveit
Gangavörð vantar nú þegar við skólann.
Um er aö ræöa hálfs dags starf. Vinnutími frá kl.
10-14. Upplýsingar veita á skólatíma Einar Georg
Einarsson skólastjóri og Helgi R. Einarsson yfirkenn-
ari. Simar 666186 og 666586.
Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður
færð á kortið.
Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
og ganga frá öllu i sama simtali.
Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,-
Hafið tilbúið:
/Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer^
og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.
Mikið úrval af CASIO hljómborðum, synthesizerum
og fylgihlutum (RZ-1 trommuheili, SZ-1 sequencer) í
okkar rúmgóðu nýju verslun að Laugavegi 26.
Laugavegi 26. Sími 91-21615.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hraunkambi 5, efri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Jónsson-
ar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og Baldurs Guðlaugssonar
hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 16. október 1986 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Gimli v. Álftanesveg, Garðakaupstað, þingl. eign
Guðmundar Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 16. október
1986 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Skerjabraut 5A, 1. hæð, Seltjarnamesi, þingl. eign Esterar Rögnvalds-
dóttur, fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 16. október 1986 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Sléttahrauni 29, 3.h. f.m. C, Hafnarfirði, tal. eign
Stefaníu R. Guðjónsdóttur og Helga G. Júlíussonar, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 16. október 1986 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Sandkom
Kvikmyndir
Algjört klúður/A Fine Mess
irkirk Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
Páll Magnússon.
Stöð2
Stöð 2 tapaði fyrstu or-
ustunni við sjónvarpið þegar
sýnt var beint frá komu Reag-
ans. Páll Magnússon játaði
ósigur sinn en bætti við: „Fall
er fararheill."
Sumir hafa látið sér detta í
hug, að þetta fall boðaði „fall-
ítt“. Vonandi verður svo ekki,
en óskandi að Indverjinn á
Stöð 2, sem svo margir hafa
spurt sig hver væri, hressist
og komi tækjabúnaðinum í
lag.
Augu
heimsins
Að sjálfsögðu hefur allt snú-
ist um leiðtogafundinn að
undanfömu. Ein af klisjunun
í blöðunum er sú að augu
heimsins beinist nú að
Reykjavík. Nú spyr maður sig
hvernig þessi augu líti eigin-
lega út. V arla eru þetta bláu
augun úr laginu hans Gunna
Þórðar né alvarlegu augun
hans Geirs Hallgrímssonar.
En líklega er annað „auga
heimsins" blátt en hitt rautt.
Þokkaleg ásjóna það.
Hitt er alveg á hreinu að augu
heimsins hljóta að sjá alveg
óskaplega vel, enda í mörg
hom að líta dags daglega.
Ingvl Hrafn.
Ingvi Hrafn
Heldur hefur mönnum fund-
ist Ingvi Hrafn hjá sjónvarp-
inu vera að hressast að
undanfömu. Finnst fólki sem
fréttastjórinn sé kominn í
rosalegt keppnisskap þessa
dagana og að nú sé gamli
hressi Ingvi kominn aftur að
völdum, eftir að hafa verið
frekar bragðdaufur eftir and-
litslyftinguria miklu sem gerð
var hjá sjónvarpinu sl. vetur.
Gobbedí-
gobb
Nú er haft fyrir víst að Gor-
batsjov hafi valið Reykjavík
fyrir leiðtogafundinn vegna
þess að þar gæti gamli kúrek-
inn Reagan ekki sett sig á
háan hest, enda íslenski hest-
urinn smár.
Gott þetta hjá gobbedí-gobb.
Stórhöfði
Þær eru alveg frábærar sög-
urnar um trú okkar Islendinga
á álfa og tröll. Ofan í allt kem-
ur svo sagan um að reimt sé
í fundarstað leiðtoganna,
Höfða, og að þar gangi fram-
liðinn fram og aftur. Nú er
líka komin skýringin á því
hvers vegna fjölmiðlar fengu
ekki aðgang að Höfða heldur
bara miðlar. Enda er sagt að
leiðtogamir hafi lagt „draug"
að samningum í Stórhöfða.
Félags-
fræðingar
Þing norrænna félagsfræð-
inga var fært af Hótel Loft-
leiðum á Hótel KEA vegna
ástandsins í Reykjavík. Alls
sátu 100 félagsfræðingar þing-
ið. Dálagleg samkoma það.
Fyrst bökuðu þeir vandræði
með því að bóka sig á Loft-
leiðahótelið og síðan lögðu
þeir drög að mörgum vanda-
málum á Hótel KEA.
Þeir láta ekki að sér hæða,
félagsfræðingarnir.
Sniðglíma
Það vakti athygli við komu
Reagans að Steingrímur for-
sætisráðherra rakst óvart í
einn lögregluþjóninn sem
þama var að þvælast fyrir.
Steingrímur brá fyrir sig
höndunum og stjakaði lög-
reglumanninum aðeins til
hliðar.
Nú segja margir að ef ekki
hefði verið bein útsending
hefði gamli glímum^ðurinn
fellt löggumanninn með snið-
glímu á lofti.
Keflavíkur-
vegur
Það kom fáum á óvart að
öryggisverðir leiðtoganna,
sem jú öllu ráða í reynd, hafa
viljað láta rýma Keflavíkur-
veginn þegar leiðtogarnir óku
til Keflavíkur. Einu vemrnar
sem fengu að fara um veginn
vom hin margfrægu villtu
fjallalömb sem hlaupa um vegi
án þess að spyrja öryggisverði
um leyfi. Kannski öryggis-
verðimir hafi skotið sér í
matinn á leiðinni og það sé
ástæðan fyrirþví að bílalest-
imar óku hægar en gert var
ráð fyrir.
Algjort klúður
Umsjón:
Jón G. Hauksson
Framleiðandi: Tony Adams
Leikstjórn og handrit: Blake Edwards
Aóalhlutverk: Ted Danson, Howie Mandel
og Richard Mulligan
Og við skulum byrja á því að gefa
þeim sem fann íslenska naftiið á
þessa mynd gott klapp. Blake Ed-
wards hefur gert nokkrar miðlungs
og nokkrar ágætis gamanmyndir en
þegar honum mistekst er útkoman
algjört klúður eins og í þessu til-
felli. En hann nýtur góðrar aðstoðar
í klúðrinu. Ted Danson er algjört
klúður. Howie Mandel er algjört
klúður. Richard Mulligan er algjört
klúður. En þeir geta lítið að þessu
gert, blessaðir, því handritið er slíkt
klúður að það er í sjálíú sér brandari.
Danson og Mandel leika tvo létt-
lynda náunga. Danson kemst á
snoðir um veðreiðasvindl tveggja
álkulegra bófa. Bófamir hafa gefið
hestinum „Sorry Sue“ lyf sem nægja
til að hesturinn getur hlaupið míl-
una á nýju heimsmeti afturábak.
Danson fær vin sinn Mandel til að
veðja öllu sparifé sínu á hestinn en
vandamálið er að bófamir vita af
þessu og vilja koma vinunum fyrir
kattamef. Á veðreiðabrautinni upp-
hefst heljarmikill eltingaleikur milli
þessara aðila þar sem Edwards
klúðrar hverju atriðinu á eftir öðm.
Inn í málið blandast ýmsir aðilar,
uppboðshaldari, mafíuforingi, létt-
lynd eiginkona mafíuforingjans og
fleiri.
Lokauppgjörið verður svo á heim-
ili mafíuforingjans þar sem öllu er
klúðrað sem á annað borð er hægt
að klúðra.
Eins og fyrr segir er handritið
klúður. Danson og Mandel er lýst
1
Bjarni Felixson.
Markalaust
jafntefli
Ý msir hafa velt því fyrir sér
hvemig Bjami Fel hefði lýst
beinu útsendingunni þegar
leiðtogamir mættu til leiks í
Keflavík: „Þedda er undan-
úrslidarabbfúndur, þeir hafa i
fullu tré hvor við annan, það
er valinn maðúr í hverju rúmi,
en ég held að þedda verði
margalaust jabbntebbli, núll-
riúll."
Sem sagt, markalaust jafn-
tefli hjá Bjarna Fel, eins og
fyrri daginn.
Guð eða
ekki guð
Harðar deilur urðu um
ráðningu Cecils Haraldssonar
sem forstöðumanns Öldrunar-
þjónustu Akureyrar í síðustu
viku. I umræðunum sagði
Freyr Ófeigsson að þær sner-
ust um það hvort Jón Björns-
son félagsmálastjóri, sem
hafði áhuga á starfinu og félag
aldraðra mælti með, væri guð
eða ekki guð.
Nú er Jón félagsmálastjóri
ekki kallaður annað en Guð-
jón á Akureyri.
sem tveimur hommum í upphafi
myndarinnar og þrátt fyrir ítarlegar
tilraunir til að sanna hið gagnstæða
það sem eftir er, sannfæra þeir engan
og allra síst sjálfa sig.
Vissulega má finna ýmis brosleg
atriði inn á milli í þessu klúðri en
þau eru fá og ná alls ekki að byggja
upp þá stemmningu sem þarf til að
fleyta lélegri bröndurum í gegn. Þeir
sem eru að pæla í að klúðra kvöld-
inu er bent á að Algjört klúður er
það sem þeir þarfnast.
Friðrik Indriðason
Howie Mandel (t.h.) klúðrar atvinnu sinni.