Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Page 42
42 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Joan Collins snaraði sér inn á veitingahús af Hollívúddgerðinni um daginn og varð heldur óhress þegar við uppáhaldsborðið hennar sat ungt par i miðjum málsverði. Hún krækti í næsta þjón og bað hann vinsamlegast að fjarlægja þá óbreyttu í einum grænum hvelli. Forstjórinn var sóttur og lempaði hann þá stjörnuljóma- lausu til hliðar svo meltingar- vegir Joan héldu fyrra formi og lögun. Vilhjálmur villti, verðandi Bretakóngur, hræddi líftóruna langleiðina úr barn- fóstrunni þegar hann ákvað að skemmta Harry litlabróður betur og lengur en aðra daga. Undir lok dagákrárinnar greip fóstran kauða þar sem hann hélt í fæ- turna á fjögurra ára snáðanum - hinn hlutinn hékk út um gluggann. Þar sem herbergið er á þriðju hæð var eftirlitsmanni bræðranna lítið skemmt en Vil- hjámur brást hinn versti við svo óvæntri truflun á hápunkti skemmtiatriðanna. Sarah prinsessa má ekkert fremur en Vilhjálmur villti gera það sem talist getur skemmtilegt. Andrés hefur nú harðbannað henni að synda eða sólbaðast berbrjósta og er það af ótta við að langnefjaðir Ijós- myndarar liggi í nágrenninu. Það er slæmt mál ef bobbingar frúarinnar festast á filmu og það jafnvel þótt þeir séu svipaðir og á kynsystrum hennar annars staðar á jarðkringlunni - sumsé tveir talsins og talsvert boglínu- lagaðir. •Frá okkur til þin. - Utgefandinn Steinar Berg afhendir Páli Þorsteinssyni gjöf frá hljómsveitinni Mezzoforte. Með kveðju frá Mezzo „Ekkert varir að eilífu. En það eru engin takmörk fyrir hvað við gerum, til að reyna ... “■ Gunnlaugur, Friðrik, Eyþór og Jóhann. Slík er speki hljómsveitarinnar Mezzoforte. I býtið ó fímmtudags- morguninn mætti útgefandinn þeirra, Steinar Berg, á Bylgjuna og afhenti Páli Þorsteinssyni dagskrár- stjóra nýjustu plötu hljómsveitar- innar. Rós fylgdi í hnappagatið og kort með áletruninni hér að ofan. Páll brá skjótt við og skellti skíf- unni á fóninn. Innan skamms hljómuðu tónar lagsins Nothing last forever, eins og það heitir í erlendu útgáfunni, á Bylgjunni. Söguleg stund þar sem þetta var í fyrsta skipti sem lagið heyrist opinberlega. Það var gefið út í Bandaríkjunum fyrir helgi og kemur brátt út í Bretlandi. Stór plata fylgir í kjölfarið. Mezzoforte léggur svo upp í hljóm- leikaferðalag síðar í þessum mánuði og verða fyrstu tónleikarnir i Broad- way. Járnið verður hamrað meðan það er heitt. Ekkert varir nefnilega að eilifu. Viðurkenning til handa konum og fyrirtækjum Nýverið veittu samtökin Gamli miðbærinn tíu stofnunum og fyrir- tækjum viðurkenningu fyrir snyrti- legt umhverfi. Þeir sem það hlutu voru Hótel Óðinsvé, Verslunin Egill Jacobsen, Sveinn bakari, veitinga- húsið E1 Sombrero, Hafnarhúsið, Verslun Sævars Karls, Verslunin Company, Framkvæmdasjóður Is- lands og einnig eigendur íbúðar- hússins að Skólavörðustíg 38. Kvenfólkið fékk svo sérstaka við- urkenningu - Félags- og menningar- miðstöð kvenna hlaut sérstök verðlaun fyrir gott framlag til félags- og menningarmála i gamla mið- bænum. Sænskt skokk í Eyjafirði Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Séð yfir salinn í Kvosinni við athöfnina. DV-mynd KAE Sænska stúlkan, Inger Martens- son, tuttugu og fjögurra ára frá Östersund í Norður-Svíþjóð, Kleypur þrisvar í viku þetta frá fimm til tíu kílómetra i Eyjafirðinum. Hún starf- ar á Kristnesspítala ásámt eigin- manni sínum. „Við komum í júní síðastliðnum," sagði Inger þegar DV rakst á hana á sænsku gæðaskokki skammt frá Kristnesspítala. Hún talar þegar af- bragðsgóða ísjensku. Vel gert það. „Eg hleyp oftast seinnipart dags- ins, svona á bilinu fimm til sex, en einnig á morgnana ef ég er á vakt síðdegis." Inger og maður hennar starfa á Kristnesi í eitt ár en munu svo halda aftur heim til Sviþjóðar. „Það er gott að búa á íslandi, okk- ur hefur líkað stórvel hérna,“ sagði Inger og var rokin af stað. Inger Martensson pústar í Eyjafirð- inum. DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.