Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1986, Page 43
MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 1986. 43 r Sviðsljós JT Ahrif hryðjuverka Aukin umsvif hryöjuverkamanna um allan heim hafa sett svip sinn á hina ótrúlegustu hluti - meira að segja breytt útliti tindáta hennar hátignar við Buckingham Palace. Þrátt fyrir heimsfræga íhaldssemi hafa þeir orðið að tyila á bak eins varðanna fjarskiptabúnaði til þess að hægt verði að ná sambandi við höfuðstöðvar - ef sprenging verður eða skyndiárás gerð á höllina. Breskir eru litt hrifnir af nýjunginni og telja þetta gróft stilbrot á annars fagur- hönnuðum einkennisfatnaði. Onassis hafði nautn af barsmíðum Líklega fór Ingeborg Dedichen einna verst út úr viðskiptunum. Hún var ástkona Ari árum saman og fannst að lokum að sjálfsmorð væri eina undankomuleiðin. Skýringin á því hvers vegna hún reyndi að þrauka árum saman er ekki fólgin i því að fjárhagslegur eða félagslegur bakgrunnur væri eitthvað bágborinn - Ingeborg var frá forríkri norskri skipafjölskyldu. Vorið 1941 gekk allt úr böndunum. Þá bjuggú þau í sumarleyfinu í sum- arhúsi á Long Island. Eftir að hafa setið við víndrykkju og pókerspil í næsta húsi sneru þau heim á leið og þar réðst Ari á Ingeborg og mis- þyrmdi henni hrottalega. Daginn eftir var hann niðurbrotinn og lofaði að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Sag- an endurtók sig nokkrum dögum síðar og þá fullyrti hann að þetta væri vegna þess að hann fengi kyn- ferðislega ánægju út úr þessu og sama væri að segja um margar fyrri ástkonur hans. „Allir Grikkir berja konuna sína." sagði Ari. „Þeir eru góðir elskhugar og lemja vel líka.“ Þau sneru aftur til Manhattan og þar gekk leikurinn svo langt að varla nokkur blettur á likama Ingeborgar var ómarinn. Hún var svo mikið lemstruð að Ari tók þá ákvörðun að reyna að leyna ástandinu fyrir um- heiminum. Hann kippti henni inn í bílinn sinn næsta morgun. ók sém óður væri út á Long Island og rak þjónustuliðið allt í bæinn. Þar vakt- aði hann hverja hreyfingu Ingeborg- ar og sleppti henni ekki úr augsýn fyrr en sárin voru gróin. Þegar svona var komið revndi Ingeborg að leiða honum fvrir sjónir að þetta gæti endað með því að hann hreinlega sæti uppi með liðið lík. En Ari hafði ekki áhyggjur af því og fullvrti að allt væri þetta vegna þess að-hann elskaði hana svo heitt og innilega. Um kvöldið brá hann sér í burtu og þá reyndi hún að stvtta sér aldur með nembutal. En Ari sneri við og kom á vettvang rétt mátulega til þess að bjarga lífi hennar. Og hann var sár og reiður vfir viðbrögðum ástkonunnar. „Hvernig gastu gert mér svo grimmdarlegan hlut?" Sambandi þeirra lauk ekki fyrr en Ari hitti hina fjórtán ára gömlu At- hina Livanos sem var dóttir auðugs grísks skipakóngs. Hann sendi þá Ingeborg til Parísar með fullar hend- ur fjár og giftist hinni kornungu Tinu. Hún varð síðar móðir tveggja barna hans. Tina sótti siðar um Súperfés Don Johnson hefur almesta súper- fésið í •Bandaríkjunum þessa dagana að dómi lesenda eins tíma- ritsins þar í landi. Hann hreinlega á senuna með þessu einstæða útliti - hvar sem liann kemur og ekki má gleyma því aö gaurinn hefur sæmilega rennilegan skrokk að auki. Þettá segja aðdáendur gera hann svo dásamlega sjálfsöruggan og ómótstæðilegan að öllu leyti. Fyrrnefnd dásamlegheit urðu til þess að fvrrum sambýliskonan náði sér í annan til þess að deila lífinu með - liklega hefði það hálfa af þessu öllu saman verið kappnóg fvrir konuna. Gríski skipakóngurinn Ari Onassis var enginn sunnudagaskóladrengur ef dæma má af skrifum sfðari tíma. Síðustu fregnir að vestan snúast um hans fjölskrúðugu kvennamál og þar kemur í ljós að hann fékk einna mesta fullnægju út úr því að berja konur og limlesta. Til þess að fá hressilega barsmíð varð einungis að fullnægja einu skilyrði - vera í föstu ástarsambandi við skipakónginn. Líf Ingeborgar Dedichen með Ari va hrollvekja sem hún reyndi að bindi enda á með því að fremja sjálfs morð. skilnað þegar henni varð ljóst sam- Mariu Callas og hafði alla tið megna band eiginmannsins við söngkonuna andúð á eiginmanninum fyrrverandi. Skipakóngurinn verðandi flakkaði milli fagurra kvenna i Hollivúdd þeirra ára - þetta eru þær Paulette Goddard. Gloria Swanson og Veronica Lake. y Einn votan koss, elskan! Áfram skal haldið með flóðhestafréttir hér á síð- um Sviðsljóssins. Þessir tveir búa í dýragarðinum í San Diego og sýna að friður og eindrægni getur ríkt á fleiri vígstöðvum en innan veggja Höfða- hússins í Reykjavík. Svona í framhjáhlaupi skal þess getið að fyrirbrigði sem þetta er nefnt votur koss í hinum ýmsu samlífsfræðiritum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.