Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
J*
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.500 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 4.500
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986.
Steingrímur í
• suðurvíking
- í efsta sæti Framsóknar á Reykjanesi
Búist er við sögulegri tilkynningu á
kjördæmisþingi Framsóknarflokksins
í Reykj aneskjördæmi í kvöld. Nær
öruggt er talið að formaður flokksins,
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra, taki þar boði kjördæmis-
ráðsins um efsta sæti á lista flokksins
í kjördæminu í næstu kosningum. Það
þýðir að hann yfirgefur forystusæti
flokksins á Vestfjorðum sem hann
erfði eftir foður sinn, Hermann heitinn
Jónasson, fyrrum forsætisráðherra.
Einhveijar vöflur hafa verið á Stein-
iígrími varðandi þessa ákvörðun. Sumir
samflokksmenn hans fyrir vestan hafa
minnst yfirlýsinga hans um að á með-
an ffamsóknarmenn á Vestfjörðum
vildu hafa hann í ffamboði þar tæki
hann því. Núna blandast þó í þetta
Visrtalan:
Mjög
ánægður
- segir Steingrímur
„Ég er mjög ánægður með þetta.
Vísitalan hefur nú mjakast í átt til
betra jafnvægis," sagði Steingrímur
Hermannsson í samtali við DV.
Vísitala síðasta mánaðar sýnir að
verðhækkanir hafa orðið minni en
mánuðinn þar á undan, samkvæmt
tölum Hagstofu fslands um vísitölu
framfærslukostnaðar sem þýðir lækk-
un verðbólgu.
„Þessu hafði reyndar verið spáð,“
sagði Steingrímur. „Hins vegar var ég
hræddur um að allar hækkanir í sam-
bandi við leiðtogafundinn kæmu inn
í þetta en það varð ekki. Við erum
'J^íúna á þessum svokölluðu rauðu
strikum og ég vil hvetja alla sem ein-
hverju ráða um verðlagningu að halda
henni í skefjum," sagði Steingrímur
Hermannsson. -KÞ
- sjá bls. 23
TRESMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF„
IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK.
SÍMAR: 92-4700-92-3320.
LOKI
Það er ekki ofsögum
sagt af fólksflóttanum
að vestan!
„víðtækari hagsmunir flokksins" eins
og sumir orða það.
Með breyttum kosningalögum nýtist
Framsóknarflokknum verr en áður
fylgi í fámennustu kjördæmunum til
þess að ná þingsætum á fá atkvæði.
Meiri athygli beinist því að tveim
stærstu kjördæmunum á Suðvesturl-
andi þar sem flokkurinn náði aðeins
einum þingmanni í síðustu kosning-
um. Hann missti þá sæti sitt í Reykja-
neskjördæmi. Steingrímur mun því
væntanlega taka forystusætið þar og
þá með þeim rökum að formaður
flokksins geti ekki skorast undan þvi
að ganga fram fyrir skjöldu þar sem
flokkur hans á undir þyngst högg að
sækja. -HERB
Kristján Ragnarsson um olíuskattínn:
Undrandi
og reiður
„Ég er bæði undrandi og reiður,“
sagði Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra útvegs-
manna, er DV spurði hver væru
viðbrögð talsmanns útgerðarinnar,
eins stærsta olíuneytanda í landinu,
við fféttum um 600 milljóna króna
olíuskatt.
„Ég fæ það ekki skilið að það geti
hvarflað að ríkisstjóminni að leggja
olíuskatt á útgerðina með hliðsjón
af því hvernig þetta hefur gengið að
undanfömu.“
Kristján sagði útgerðinahafa safn-
að gífurlegum vanskilum en ekki
notið olíulækkunarinnar nema í
hálft ár. Jafiivægi væri engan veginn
komið á.
„Það er algerlega fyrir ofan okkar
skilning að menn láti sér detta þetta
i hug,“ sagði hann. -KMU
Smus siglir a iy
Til átaka korrt á sjó, rétt utan við Höfða, skömmu áður en Reagan og Gorbatsjov komu til þriðja fundar síns á sunnudagsmorguninn. Tvö varðskip
stöðvuðu þar för Siriusar, skips grænfriðunga, inn í Reykjavíkurhöfn og urðu minniháttar skemmdir á öllum skipunum. Eftir að Sirius hafði siglt á Tý
stukku varðskipsmenn af Óðni um borð til grænfriðunga og tóku þar öll völd. í morgun var ráðgert að Sirius yfirgæfi Hafnarfjarðarhöfn á hádegi og héldi
-EIR DV-mynd SH
- sjá bls. 2
til Hollands.
Veðrið á morgun:
Éljagangur
á vestan-
verðu
landinu
Vestlæg átt um allt land. Élja-
gangur á vestanverðu landinu en
þurrt og víða léttskýjað á austan-
verðu landinu. Hiti á bilinu -2 til 3
stig.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Óbreytt fyr-
irvestan
Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum, vegn'a næstu þingkosn-
inga, lauk þannig að sömu menn verða
í efstu þrem sætunum og skipuðu þau
síðast. Matthías Bjamason ráðherra
hlaut 80,7% atkvæða og fyrsta sætið.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for-
seti Sameinaðs Alþingis, hlaut 78,7%
og annað sæti. Einar K. Guðfinnsson,
útgerðarstjóri á Bolungarvík, hélt
þriðja sæti með 70,4% atkvæða.
-HERB