Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986.
5
Atvinnumál
Kjarasamningamir:
Byggingamenn
Margir fá litlar og
aðrir engar bætur jtLef!
Ljóst er að mikill meirihluti félaga
innan Alþýðusambands íslands fá
engar bætur út úr nýju samningun-
um. Kjarabætur sem komu 1.
desember sl., 2,5% kauphækkun og
2,09% launauppbót, koma þessum
nýju samningum ekki við, um þær
hækkanir var samið í febrúarsamn-
ingunum.
Þau félög sem mest fá út úr nýju
samningunum með lágmarkslaun,
26.500 kr. á mánuði, eru félög innan
Landssambands iðnverkafólks,
Starfsmannafélagið Sókn og hluti
afgreiðslufólks. Stærsti hluti fólks í
abnennri verkamannavinnu er með
laun á bilinu 24 þúsund til 26 þúsund
krónur á mánuði þannig að kaup-
hækkun þess er á bilinu 3%-8%.
Almennt kaup hjá Dagsbrúnar-
manni er á bilinu 150-160 krónur á
klukkustund. Aftur á móti eru taxtar
við lýði í verkamannafélögunum
sem eru lægri en eftir þeim vinna
engir lengur nema þá algerir byrj-
endur í einhverjar vikur. f nýju
samningunum hefur öllum töxtum
undir 26.500 kr. á mánuði hefur ve-
rið eytt nema byrjendataxta sem er
Samningarnar undirritaðir. Þeir sem lægst höfðu launin fá verulega kjara-
bót en aðrir fá lítið eða ekki neitt. DV-mynd Brynjar Gauti
Kjöt af riðuveiku fé:
Metið eins og
annað kindakjöt
1 haust hefur verið slátrað miklu
af riðuveiku sauðfé og fólk hefur spurt
hvað af þessu kjöti verði. Að sögn
Andrésar Jóhannessonar er kjöt þetta
metið alveg eins og annað kjöt ef dýra-
læknar telja það hæft sem slíkt. Kjötið
mun vera algerlega skaðlaust fólki en
aftur á móti eru riðuveikar kindur oft
horaðri en heilbrigðar og fær kjöt af
þeim þá mat samkvæmt því og lendir
í lægsta gæðaflokki.
Andrés sagði að lambakjöt af riðu-
veikisvæðunum væri að sjálfsögðu
eins og annað kjöt þar sem lömbin
væru ekki sýkt. Það væri fullorðna féð
sem væri veikt og oftast væru sjúkar
kindur horaðar. Þar af leiðir að kjötið
er metið í lægsta gæðaflokk sem ein-
ungis fer í vinnslu en kemur ekki fyrir
augu manna í verslunum sem kinda-
kjöt.
-S.dór
« ri AMC Jeep
CÆF íiJa/tí
riAMC
UMBOÐIÐ
Hafið bílinn i lagi í jólaönnunum
Pantið tíma strax hjá verkstjóra -sími 77200
e
EGILL VILHJALMSSON HF.
P
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395
ri AMC Jeep VI AMC Jeep
24.500 kr. á mánuði fyrstu 3 mánuð-
ina.
Nú líður að samningum hjá BSRB.
Aðeins nokkur hundruð manns inn-
an BSRB vinna á kaupi undir 26.500
krónum á mánuði en félagar í BSRB
voru í ársbyijun 15.307 og eru þá
kennarar ekki taldir með. Áður en
þeir gengu úr BSRB var félagatalan
17.927.
Að sögn Benedikts Davíðssonar,
formanns Sambands bygginga-
manna, eru flestir taxtar bygginga-
manna undir lágmarkinu, 35 þúsund
krónum, sem iðnaðarmenn fengu.
Aftur á móti sagði hann yfirborgan-
ir ' á höfuðborgarsvæðinu lyfta
mönnum upp fyrir þetta. Á lands-
byggðinni væri hins vegar lítið um
yfirWganir en bæði þar og á höfuð-
borgarsvæðinu kæmi ákvæðisvinna
og uppmæling ofan á taxtakaupið.
Bætur manna eru því æði misjafh-
ar. Þeir sem unnu á strípuðum
lægstu töxtum fá umtalsverðar
kjarabætur, aðrir fá litlar bætur og
margir engar að gerðum nýjmn
kjarasamningum.
-S.dór
„Við erum ósköp rólegir enda er
frestur fram til 19. desember að ganga
inn í nýju kjarasamningana. Við mun-
um þó ekki gera það nema að undan-
gengnum samningaviðræðum en
slíkar viðræður voru hafiiar þegar al-
rnennu kjaraviðræðumar fóru af
stað,“ sagði Benedikt Davíðsson,
formaður Sambands byggingamanna,
í samtali við DV.
Ástæðan fyrir því að byggingamenn
voru ekki með í kjarasamningunum á
dögunum er-sú að þeir voru byrjaðir
að ræða við sína viðsemjendur. Þess
vegna tilkynntu þeir á formannafundi
ASf 23. nóvember að þeir tækju ekki
þátt í samflotinu.
„Aðalkrafa okkar er að færa taxta-
kaupið að greiddu kaupi. Auk þess
viljum við fá viðræður um kaupauka-
kerfi okkar, uppmælinguna og bónu-
skerfið. Vinnuveitendur virðast vera
tregir að ganga til samninga við okk-
ur. Þeir vilja fá sem flesta inn í nýju
samningana að þvi er virðist," sagði
Benedikt Davíðsson. Hann bætti því
við að byggingamenn myndu láta full-
reyna á samninga áður en einhveijar
aðgerðir kæmu til.
-S.dór
Sjómannasamningar
Mikið ber í milli
Samningaviðræður sjómanna og
útvegsmanna eru hafhar að nafiiinu
til en það sem af er hafa menn aðeins
verið að „þreifa á málunum" eins og
það heitir á samningamáli.
Aðalkrafa sjómanna er hækkun
skiptaprósentu en á móti hafa útvegs-
menn sett fram gagnkröfur, sem
sjómenn hafna alfarið, rétt eins og
útvegsmenn hafna hækkun skiptapró-
sentunnar.
Núgildandi kjarasamningar sjó-
manna renna út um áramót og þá á
einnig að liggja fyrir nýtt fiskverð.
-S.dór
f\dulO
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,
og Garðatorgi 1, Garðabæ, sími 656611
Jólafjöfm fæst
Radíóbæ
í
Vasatölvur,
litlar sem kredit-
kort.
Verð kr. 795,-
Gaslóðboltar.
Verð kr. 1.580,-
Heyrnartól.
Verð frá
580,-
Diskóljós,
kr.4.480,-
Vasadiskó.
Verð frá kr.1.635,-
Kraftmagnarar í
bíla.
Verð kr. 2.600,-
Stereo ferðatæki.
Verð frá kr. 4.980,-
Segulbandstæki
fyrir tölvur. Verð
2.725,-
Bílútvarpstæki.
Verð frá kr. 4.785,-
Útvarpsklukkur.
Verð frá kr. 1.890,-
Hljómtækjasam-
stæður. Verð frá kr.
17.780,-
Ferðaútvarp.
Verð frá kr
1.585,-