Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Fréttir i Héðinn Valdimarsson. Forstjóramir BP, Fyrsti olíubíllinn sem kom til íslands var frá BP, GMC árgerð 1930. Þegar Óli Kr. Sigurðsson, síðar prentari, fæddist fyrir tæpum 40 árum voru rétt 18 ór liðin frá stofnun Olíuverslunar íslands. Nú hefúr Óli keypt meirihluta í þessu rótgróna olíufélagi, komið sér fyrir í forstjóra- stólnum í Hafiiarstræti 5 og hefur orð um að hann ætli að koma rekstri Olís á réttan kjöl á einu ári. Upphafið Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stormar blása um Olís, sem upphaf- lega var stofiiað á grunni Lands- verslunarinnar sem á sínum tíma var komið á laggimar til að tiyggja að- drætti til landsins á nauðsynjavör- um. í grein er Önundur Ásgeirsson, fyrrum forstjóri Olís, skrifaði fyrir nokkrum árum er upphafinu lýst með eftirfarandi orðum: „Héðinn Valdimarsson hafði sem skrifstofustjóri Landsverslunar stofnað til viðskiptasambanda við BP í London og þegar ákveðið var að Landsverslunin skyldi hætta störfúm varð það að samkomulagi milli hans og BP að stofiia skyldi íslenskt dreifingarfélag sem hefði með höndum umboðssölu á íslandi fyrir olíuvörur framleiddar af BP... Félagið tók til starfa 2. janúar 1928.“ Forstjóri í verkalýðsbaráttu í blaðagrein hefur það verið haft eftir Óla Kr. Sigurðssyni að hann ætli sér að reka Olís eins og Héðinn Valdimarsson rak BP. Héðinn var forstjóri Olíuverslunar íslands frá stofnun og til dauðadægurs en hann lést 1948, 56 ára að aldri. Héðinn Valdimarsson var menntaður hag- fræðingur og auk þess að vera forstjóri BP á íslandi var hann for- maður Dagsbrúnar, formaður Alþýðuflokksins um tíma og stofn- andi Sósíalistaflokksins. Héðinn var alla tíð mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum verkalýðsins og til marks um pólitíska afstöðu Héðins sagði Ámi Jónsson frá Múla þessa sögu í fimmtugsafrnæli Héðins vorið 1942: Hægri eða vinstri? „Það eru nú í sumar 40 ár frá þvi ég kynntist Héðni fyrst. Á sömu stund fékk ég mína pólitísku eld- vígslu. Við höfðum ekki talað saman í fimm mínútur, þegar Héðinn h'tur á mig mjög alvarlegur og íbygginn og spyr: - Hvort ertu heldur hægri eða' vinstri maður? - Hægri eða vinstri maður! Ég glápti því þetta voru alger nýyrði í mínum eyrum. En svo datt mér í hug, að úr því ég væri ekki örvhentur, gæti ég ekki verið vinstrimaður. Svo ég svaraði nokkum veginn hiklaust: „Hægri- maður!“ - Þá er rétt að við tökum saman, sagði Héðinn og sveif á mig um leið. Því Héðinn hafði gert sér þess grein þá þegar, að hann væri vinstrimaður og ætti að beijast við hvem hægrimann sem á vegi hans yrði. Hann var tíu ára þegar þetta gerðist." Olíukyndingar í húsum Fyrir utan pólitískt starf sitt hafði Héðinn Valdimarsson í nógu að snú- ast sem forstjóri Olíuverslunarinnar enda gekk á ýmsu. Kreppuárin urðu félaginu þung i skauti en svo kom stríðið. Onundur Ásgeirsson segir svo frá í grein sinni sem hér hefur verið vitnað til: „Með aukningu olíuviðskipta á stríðsárunum kom fram mikill skort- ur á olíutunnum, sem vom þá ófáanlegar, og hafði þessi tunnu- skortur mikla erfiðleika f för með sér. Leiddi þetta til þess að á stríðs- árunum, og einkanlega á árunum strax etir styrjöldina, var hafist handa um að byggja birgðastöðvar víðs vegar um landið þar sem unnt var að dæla olíu beint frá tankskip- um. Fyrir styijöldina var olíukynding húsa svo til óþekkt. Fyrstir til að taka upp olíukyndingu hér i Reykja- vík vom þeir Halldór Eiríksson, stórkaupmaður, og Héðinn Valdim- arsson. Er enn annálað að erfiðlega hafi gengið hjá Héðni að halda olíu- kyndingu hans gangandi. í lok styijaldarinnar koma hins vegar amerískir olíubrennarar á markað- inn og olíubrennarar vom settir í katla sem áður vom kolakyntir í stórum stíl. Ennþá meiri aukning í olíunotkun fylgdi í kjölfar nýsköp- unarframkvæmdanna eftir stríðið. 1947 verður 57% aukning, 1948 verð- ur 45% aukning og 1950 verður 54% aukning heildamotkunar í landinu, allt miðað við heildarsölu næsta árs á undan...Hin stórlega auknu umsvif í landinu með hverskonar nýjum framkvæmdum og stórvirkum tækj- um, sem keypt vom eftir stríðið, kröfðust mikillar aukningar í olíu- notkun og mjög aukins fjármagns til hvers konar reksturs. Þegar hinn uppsafriaði auður stríðsáranna hafði að mestu gengið til þurrðar um 1950 lýsti Jónas Jónsson ástaiidinu rétti- lega þannig að það væri lítt skiljan- legt hvemig svo mikill auður hefði getað gert íslendinga svo fátæka á skömmum tíma.“ Úr allsleysi og örbirgð En það em ekki allir fátækir í dag. Um fátt var meira rætt í síðustu viku en hvaðan Óla Kr. Sigurðssyni kæmi sá auður er gerði honum kleift að kaupa hvert stórfyrirtækið á fæt- ur öðm. Hvemig honum tekst til ræðst hins vegar á næsta ári. Ön- undur Ásgeirsson, fyrrum forstjóri, bendir réttilega á að saga Olís hald- ist mjög vel í hendur við sögu atvinnulífsins í landinu á hveijum tíma: „Hún sýnir baráttu úr allsleysi eða örbirgð kreppuáranna og upp- byggingu atvinnulífsins til nokkurra bjargálna og sýnir jafnvel þá erfið- leika sem atvinnustarfsemi á íslandi hefur verið að mæta á þessum tíma.“ BP út Árið 1974 keypti Olíuverslun ís- lands hf. eignarhluta BP í hlutafé- laginu BP á íslandi. Tekið var sérstakt bankalán til þeirra kaupa og eftir þetta átti BP engar eignir á íslandi og Olíuverslun íslands varð einkaeigandi að öllum eignum sem bundnar vom við rekstur fyrirtækis- ins. í framhaldi af umræddum kaupum var tekið upp nýtt vöm- merki fyrir fyrirtækið sem nú hét Olís. BP merkið var tekið niður hvar sem það sást og aðeins notað á bein- ar söluvörur firá BP. Hugmyndir og bensínleysi Er Héðinn Valdimarsson lést tók Hreinn Pálsson við forstjórastarfinu og gegndi bví til ársins 1966. Þá tók Önundur Ásgeirsson við og sat í for- stjórastólnum þar til fyrir sex árum er Þórður Ásgeirsson leysti hann af. Þórður er nú hættur og Óli Kr. Sig- urðsson leitar með logandi ljósi að nýjum forstjóra: „Ég fæ mínar bestu hugmyndir þegar ég vakna upp klukkan 4r-5 á morgnana og fer einn í ökuferðir um Reykjavík," sagði Óli í samtali við DV fyrir röskri viku. Óli á vafalaust eftir að fá margar góðar hugmyndir í bílnum sínum í nánustu framtíð. Alla vegar þarf hann ekki að verða bensínlaus á þessum næturferðum sínum - hann getur alltaf fyllt tankinn hjá Olís. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.