Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. „Eg vil vara myndbandaleigur við óeölilegum söluháttum er viögangast hjá Bóksölu Áma Jenssonar." Sesselja Arnardóttir nemi: Mér finnst þetta sanngjarnt eins og er en hefði alls ekki mátt vera lægra. Ég held nú samt að það sé smá kosn- ingakeimur af þessum kjarasamn- ingum og tel svolítið hæpið að þessi ríkisstjóm geti gefið loforð sem sú næsta á að taka og standa við líklega eftir 4 mánuði. Lárús Blöndal, vinnur í Lauga- vegsapóteki: Ég hef nú ekki kynnt mér þetta nógu vel til að svara því, en mér finnst 26.500,00 kr. of lágt, ég hefði viljað hafa þetta að minnsta kosti 30.000,00 á mánuði. Ég vona bara að ríkisstjómin leggi sitt af mörkum til að þetta standist. Einar S. Magnússon: Mér finnst samningamir alveg prýðilegir og koma þeim lægstlaunuðu eflaust mjög vel. Ég ætla alla vega að vona að það verði meira jafnvægi á laun- unum. Haraldur svikinn Kristinn Sigurðsson skrifar: Öllu heiðarlegu fólki blöskrar fram- koma forystu Framsóknarflokksins við Harald Ólafsson sem er að mínu mati mjög góður þingmaður og dansar ekki á flokkslínu heldur hefur sínar ákveðnu skoðanir, hann er fyrst og fremst sannur íslendingur. Hann var á móti því að bjór kæmi inn í landið, hann var á móti því að útlendingar eignuðust fyrirtæki á íslandi, hann var á móti því að fólk væri láglaunafólk og hann vildi jafhrétti í launum og á milli kynja. Fyrir þetta fór forysta flokksins ósæmilega aftan að Haraldi og fékk Guðmund G. Þórarinsson til að leysa Haraid af hólmi. Ógeðfellt var að sjá ýmsa smala fólki úr öðrum flokki til þess eins að fella Harald. Og nú neita þeir og segja að Haraldur hafi verið góður þingmaður, af hveiju studdu þeir þá ekki við bak- ið á honum? KEA á Akureyri fær þakkir fyrir að senda eldri borgurum vörurnar heim þegar þeir óska þess. Heimsendingar- þjónusta nauðsynleg Eldri borgari á Akureyri hringdi: Ég vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra í KEA í Höfðahlíðinni á Akureyri fyrir að senda okkur gamla fólkinu vörumar heim þegar við ósk- um þess. Þetta kemur sér ákaflega vel fyrir okkur gamla fólkið, ekki síst í þeirri hálku og ófærð sem verið hefur imdanfarið. Það er alltaf gott að geta losnað við hálkuna. Videoleigur, hafið varann á Leó Ólafsson hringdi: Ég vil vara myndbandaleigur við óeðlilegum söluháttum er viðgangast hjá Bóksölu Áma Jenssonar. Að því er mér skilst hefur hann keypt endurútgáfurétt á myndefni, nánar tiltekið bamaefni, og hefur meðal annars verið að selja þessi myndbönd á videoleigur. Þessi mynd- bönd em frekar ódýr hjá honum en hann gefúr upp rangar upplýsingar varðandi upplag myndbanda er hann selur. Annað hvort gefur hann upp miklu minna upplag en satt er eða hann þykist vera selja restina af göml- um lager. Hann hefur meðal annars gefið upp að hann hafi 50 eintök af hveijum titli sem gerir um 300 spólur en ég tel upplagið hjá honum vera upp undir 2000 spólur sem er nú gott betur en 300. Hann hefur keypt hráefhi sem þarf til þessarar framleiðslu í miklu meiri mæli en fyrir 300 spólur. Og ekki nóg með ósannsögli hans heldur selur hann jafhframt þessi myndbönd á heimilin en það segir sig náttúrlega sjálft að það hlýtur að draga úr væntanlegum kúnnum myndbandaleiganna sem hann þó stíl- ar fyrst og fremst upp á. Mér finnast þetta vægast sagt bæði mjög óheiðarlegir og óeðlilegir við- skiptahættir sem réttast væri að vara aðra við. Spumingin Hvað finnst þér um niðurstöðu kjarasamninganna? ■- Siggeir Sigmundsson verslunar- maður: Ég held að þetta sé sama vitleysan og alltaf. Hækkunin færist upp launastigana og sá er minna má sín virðist alltaf tapa að lokum. Haraldur Briem: Ég hef ekki kynnt mér þá og vil því ekki tjá mig um þá á þessu stigi málsins. Bryndís Hólm skrifstofumaður: Mér líst vel á þá enda var sko kom- inn tími til að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu og hefði mátt bæta kjörin þeirra miklu fyrr. Mér fmnst þetta mjög góð byrjun og svo sannar- lega skref í rétta átt. Lesendur Fátæka fólkið kúgað Einn úr hverfinu skrifar: Margir muna eftir skúra- og braggahverfunum sem voru víðs vegar um borgina í gamla daga. í þeim bjó fátækt fólk og atvinnuleys- ingjar sem ekki gátu borgað húsa- leigu, margir hveijir. En skúrar þessir og braggar urðu síðar að víkja fyrir nýjum hverfum fínna húsa enda voru þeir ekki í leyfi, eins og sagt var. Margt af þessu fátæka fólki komst svo að lokum í bæjaríbúð eða fékk félagslega íbúð og ef til vill nokkrir lóðarúthlutun (og urðu þá ríkir á svipstundu). Rauðavatnslöndunum var þá aðal- lega ætlað að taka við skúrum sem fólk hafði byggt í óleyfi í Múlacamp. Við það að flytjast myndu þeir fá leyfi fyrir bústaði sína. Þeir voru fáir sem fluttu skúra sína á Rauða- vatnslöndin i þá daga enda var þar hvorki vatn né rafmagn. Einhverjir sættu sig þó við þetta og bjuggu þar um árabil. Síðar var svo lagt vatn og rafmagn í hverfið en þá brá svo við að hætt var við að úthluta leyfum (þau voru samt háð forkaupsrétti og mats- verði). Það með var frekari fram- Það er ekki nóg að fjarlæga fátækrahverfin á Rauðavatnssvæðinu ef fátæt- in sjálf er ennþá til staðar. þróun stöðvuð á svæðinu. Endursöluverð þessara húsa var lágt í þá daga. Bústaðimir voru óveð- hæfir og engin lán fáanleg. Þeir sem urðu að selja gátu ekki búist við að selja á meira en hálfu kostnaðar- verði enda hafnaði bærinn þá forkaupsrétti en kaupir nú bústað- ina á matsverðinu. En frjálst markaðsverð er nú mun hærra en matsverðið. Og þá vaknar eðlilega sú spuming hvort enginn hafi hagn- ast eitthvað á löndum þessum? Svarið er einfalt, auðvitað, það vom þeir sem keyptu á hálfvirði af þeim er gáfust upp í gamla daga eða voru tilneyddir til að selja bústað sinn á hálfu verði. Réttindi hinna fátæku hafa aldrei verið hátt skrifuð hér í höfuðborg- inni. Hvað er þá gert við skúrana? f þetta sinn lenda þeir á haugum borgarinnar. En eigendur þeir sem era með leyfi fyrir bústaðina fá ein- hveija greiðslu. Sem sagt, fátækrahverfin era ekki leyfð lengur en það er ekki þar með sagt að fátæktinni sé útrýmt þar með, hún stendur eftir í sárum sínum og öllum virðist sama. Kaupstaður borgaðí buxurnar Guðrún Ámadóttir hringdi: Mig langaði að þakka góða þjónustu i versluninni Kaupstað í Mjóddinni. Svo er mál með vexti að ég var að velja mér ávexti í ávaxtaborðinu og þá vildi svo illa til að ég rak mig í trékassa með ávöxtum i með þeim af- leiðingum að ég reif buxumar sem ég var í. Þetta var náttúrlega hálfvand- ræðalegt en mér til mikillar undranar kallar afgreiðslustúlkan á verslunar- stjórann og sagði honum frá málsat- vikum. Þetta var nú fljótafgreitt mál hjá honum og ekkert vesin, baðst hann afsökunar á þessu atviki og borgaði mér síðan buxumar. Ég verð nú að játa að aðra eins þjónustu þekki ég ekki og vil ég þakka afgreiðslufólkinu fyrir frábæra þjónustu og liðlegheit. VHni vantar Jóhanna hringdi: Ég er orðin ósköp leið á óheiðarleika fólks er það keyrir utan í kyrrstæðan bíl og skundar í hvelli í burtu til að losna við öll óþægindin, þetta er nefnj- lega búið að henda mig nýlega og það tvisvar sinnum. Það væri mjög vinsamlegt og vel þegið ef einhveijir gætu gefið mér upplýsingar er tengjast þessu. í fyrra skiptið, hinn 9.nóvember, á sunnu- degi, stóð bílinn minn fyrir utan Norræna húsið á milli klukkan 2 og 3 og var þá ekið á vinstri framhurð og síðan stungið af. Ég á Citroen Axel og er hann hvítur að lit. 1 seinna skiptið, hinn 2. desember, á þriðjudegi, stóð bíllinn minn fyrir framan Skeiðarvoginn, við botnlang- ann á raðhúsunum á móti Mennta- skólanum við Sund, og var þá aftur ekið á hann og það illa að tjónið skipt- ir tugum þúsunda, þetta gerðist um morguninn á milli klukkan 10.30 og 11. Þeir sem veitt geta mér einhveija vísbendingu vinsamlegast hringi í síma 30618.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.