Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. Merming Tónleikar Guömundar Magnússonar pianóleikara á Kjarvalsstöðum 2. desemb- er. Efnisskrá: Franz Schubert Sónata í a- moll op 143; Fréderic Chopin: Sónata i Af huldumanni í píanistastétt b-moll op 35; Olivier Messiaen: Regard de la croix og Premiére communion de la vierge; Alexander Scrjabin: 4 þaettir op 56; Franz Liszt Feneyjar og Napóli, úr Années de pélerinage. Píanóleikarans Guðmundar Magnússonar hafa víst fáir heyrt getið. Þó hefur hann leikið á tónleik- um hér á landi, að minnsta kosti einu sinni með Kolbeini Bjamasyni, og unnið til verðlauna í keppnum ungra píanóleikara erlendis á meðan hann dvaldi við framhaldsnám í Köln. Loks kom að því að hann héldi sjálfstæða tónleika hér heima, þótt heldur væri hljótt um þá, enda virð- ist þessi ungi píanóleikari fremur vilja kynna sig með góðum píanóleik en auglýsingaglamri. Guðmundur Magnússon píanóleikari (ásamt Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara). Oftar og meira Hann valdi sér erfið og viðamikil viðfangseftú á þessum tónleikum Tónlist Eyjólfur Melsted sínum á Kjarvalsstöðum. Því var kannski ekki að undra að hann færi heldur varlega í sakimar, framan af að minnsta kosti. í Schubertsón- ötunni var leikurinn gegnumvand- aður en greinilega leikið upp á öryggið, slétt og fágað. Þó verður ekki' sagt að leikurinn hafi haft á sér neinn akademiskan blæ. Leikmáti Guðmundar byggist greinilega mikið upp á örygginu og hann lætur ekki svo glatt vaða á súðum, en kraft vantar þó ekki í leik hans. Þótt hann léki presto lokakafla Chopinsón- ötunnar mjög hratt þá bar leikurinn engan svip keyrslu eða hamsleysis, aðeins treyst á mikla og ömgga tækni. Liðkaðist þó heldur um þegar fram í sótti og í þáttunum úr Années pelerinage eftir Liszt bar leikurinn allt annan svip og frísklegri en í byrjun. Sama kunnáttan, fimin og öryggið að baki en meira lagt í túlk- unina. Muninn var líka svo greini- lega að finna í Chopinstykkinu, sem hann tók fyrir aukalag, og gaman að bera saman við Chopinmeðferð- ina á fyrri hluta tónleikanna. Það leynir sér ekki að í þessum hingað- til huldumanni eigum við feikn góðan píanista sem ætti að leika mun meira og oftar opinberlega en til þessa. EM Góður dagur hjá Sinfóníunni Tónlelkar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabiói 4. desember. Stjórnandi: Gabriel Chmura. Einsöngvari: Sólrún Bragadóttir. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart Sinfónía nr. 39 i Es-dúr KV 543; Gustav Mahler: Sinfónía nr. 4 í G-dúr. Það var ánægjulegt að sjá Gabriel Chmura standa á stjómpalli aftur, heilum þremur árum eftir að hann var hér síðast. Reyndar finnst manni vera styttra síðan, en svona er það með minnisstæða stjómendur og tónleika, þeir finnast manni hafa verið í gær eða fyrradag. Öðrum er maður meira og minna tilbúinn að gleyma þegar að þeim loknum. Það öndvegis tré Sinfónía Mozarts númer 39 er ein af hans síðustu stórvirkjum á þessu sviði. Margrakin heur verið sú saga þrcnginga og eymdar sem hann bjó við þegar hann samdi hana. Samt finnst manni nú á tímum harla lítill munur á því húsnæði sem Mozart átti að hafa hírst í og Beethoven að hafa búið i við ágætan kost, en bara verið rekinn út fyrir að vera með hávaða um nætur. En okkur nú- tímamenn skortir líklega innsýn í lífsmáta og lífsþægindakröfur þeirra Tónlist Eyjólfur Melsted tíma og víst hefur maður heyrt því haldið fram að enginn núlifandi maður myndi þiggja í nefið af snúss- inu hans Beethovens. En Sinfónfuna spilaði hljómsveitin okkar mjög vel. Stíllinn látlaus og yfirvegaður en þó ríkur af innri spennu og hljómsveit- armönnum jafnan gefið gott tóm til að móta sínar hendingar vel, enda árangurinn eftir því. Og hver getur verið annað en sérstaklega ánægður með frammistöðu tréblásaranna í Andantekaflanum og menúettinum? Sú litla er erfið líka Mahler er ekki oft á dagskrá hjá hljómsveitinni okkar fremur en aðrir germanskir síðrómantíkerar. Kannski hefúr mönnum fundist þar ráðist á garðinn lægstan að taka „þá litlu“, sem ber númerið fjögur. Hún er samt á sinn hátt síst auðleiknari en hinar - er það aðeins á annan hátt. En hljómsveitin lék Mahler mjög fallega. Leikurinn bar þess glögg merki að til undirbúningsins hafi verið vel vandað. Nær allar inn- komur voru pöttþéttar i mjög góðu styrkleika og tempósamræmi. Söng- inn um lystisemdir Paradísar söng Sólrún Bragadóttir með einstakri hlýju og glettni þar sem hún átti við. Hljómsveitin sýndi henni þá til- litssemi að neyða hana ekki til óþarfra átaka. Otkoman varð því mjög vel fluttur Mahler. Megi hljómsveitin okkar halda áfram á þeirri braut. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.