Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
Utlönd
55% óánægðir
með Reagan
I** nliui ■iB!
stam
í nýrri skoðanakönnun, sem
skýrt var frá í Bandaríkjunum í
gær, benda niðurstöður til þess að
55% landsmanna séu óánægðir
með það, hvemig Ronald Reagan
skilar forsetastarfinu.
Er það 16% fleiri en í samskonar
skoðanakönnun fyrir þrem mán-
uðum.
í þessari sömu könnun vom þó
aðeins 24% þess álits að Reagan
bæri að segja af sér embætti vegna
vopnasölumálsins. En 34% vom
ánægðir með það, hvemig Reagan
héldi á forsetavöldunum, og 11%
höfðu enga skoðun með eða á móti.
í svipaðri könnun í september
vom 46% ánægðir með Reagan í
forsetaembættinu, 38% óánægðir
og 15% tóku ekki afstöðu.
Bömin giýta
jólasveina á
gótum Betfast
Jólaskreytingar aftra ekki böm-
um frá að grýta brynvagna breskra
hermanna á strætum Belfast. Jafii-
vel ekki myndir af jólasveininum.
Svo inngróið er hatur kaþólskra
bama og unglinga i garð breskra
hermanna og lögreglu sem halda
uppi lögum og reglu á mörkum
íbúðarhverfa kajrólskra og mót-
mælenda.
Áður var írski lýðveldísherinn
(TRA) vanur að gera hlé á aðgerð-
um sínum yfir jólahátíðina en það
he>TÍr til Iiðinni tíð. Síðasta laug-
ardagskvöld vom allmargar
sprengjur sprengdar í bílum og við
hótel hér og þar í Belfast. Spmngu
allar á sömu klukkustundinni.
Engan sakaði en mikil spjöll hlut-
ust af.
EHurlyf urðu
vini Boy George
að aldurtila
- Einn vina bresku poppstjörn-
unnar, Boy George, sem hand-
teknir vom með honum á
laugardag, andaðist í gær. Er díin-
arorsökin talin vera of stór
skammtur eiturlyfja.
Boy George og tveir félaga hans
voru handteknir á laugardag og
haldið í yfirheyrslu í nokkrar
klukkustundir þegar lögreglan
fann kannabis-efhi i fórum þeirra.
Þeim var sleppt aftur um kvöldið.
Einn þeirra var fluttur á sjúkrahús
í gær alvarlega veikur en andaðist
áður en hann komst undir læknis-
hendur.
Poppstjaman var sektuð í sumar
eftir að hafa játað að hafa haft
heróín undir höndum. Sagði Boy
George fréttamönnum af því tilefhi
að hann hefði verið háður eitur-
lyfjum en væri að reyna að bijóta
þá hlekki af sér. Varaði hann ung-
menni við því að glepjast til
eiturlyfjaneyslu.
De Lorean vill
hefja bíla-
ffamleiðslu
John De Lorean, sem nýlega var
sýknaður af undanskoti eigna og
fjársvikum, segist hafa tryggt sér
fjármagn til þess að hefja fram-
leiðslu á nýjum sportbíl sem mundi
kosta 4 milljónir króna hver bíU.
Segist hann hafa ttyggt sér
stuðning fjársterkra aðila til þess
að leggja 20 milljónir dollara í fyr-
irtækið. Hugmyndin mun vera sú
að vestur-þýskt fyrirtæki annist
hönnunina.
____________________PV
Pinnakjöt og þorskur
norskur jólamatur
Alnorskar vættir sem oft eiga að sjást á jólum. Þessar eru útskornar úr
tré. En ameríski jólasveinninn hefur náð yfirhöndinni í Osló eins og annars
staðar í Noregi.
Bokassa veikur:
Beðið um hlé á
réttarhöldunum
Lögfræðingar Jean-Bedel Bokassa,
fyrrum keisara Miðafríkulýðveldisins,
báðu um viku hlé á réttarhöldunum
yfir Bokassa vegna hjartakrankleika
hans.
Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í sex
daga og þarf Bokassa að standa
klukkustundum saman í loftlausum
réttarsalnum á meðan vitni segja frá
meintum glæpum keisarans í stjómar-
tíð hans.
Ekki er gert ráð fyrir að réttar-
höldunum ljúki þann 27. desember eins
og upphaflega var ætlað en ákvörðun
um hvort hlé verður veitt verður tekin
í dag.
Hingað til hefur dómstóllinn aðeins
ijallað um tvær morðákærur en Bo-
kassa er sakaður um fjöldamorð á að
minnsta kosti hundrað skólabömum,
morð, mannát og fjárdrátt.
Bokassa hefúr játað að vel geti verið
að ódæðisverk hafi verið framin undir
stjóm hans en hann heldur því jafh-
framt fram að sér hafi ekki verið
kunnugt um allt sem fram fór. Hann
hefur einnig sagt að hann hafi aldrei
fyrirskipað fjöldaaftökur.
Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisari Miöafrikulýöveldisins, er meö of háan
blóðþrýsting og veill fyrir hjarta. Lögfræðingar hans hafa beöið um hlé á
réttarhöldunum yfir honum svo að hann geti hvílt sig um jólin.
Björg Eva Eriendsdótör, DV, Osló:
Jólaundirbúningurinn hófst með
seinna móti hér í Noregi. Tvær ólíkar
ástæður em fyrir því. Önnur er sú að
fólk áttaði sig bara ekki á nálægð jól-
anna vegna þess að hér var hið
blíðasta sumarveður fram yfir miðjan
desember. Hin ástæðan er öllu leiðin-
legri en hún er sú að fjárhagur
almennings hefur farið versnandi á
árinu.
Núna í desember ríkir alveg sérstök
óvissa í fjármálum fólks því bankamir
hafa hótað að hækka vexti af lánum
um þrjú prósent frá áramótum. Því er
ekki að furða að fólk fari varlega í
jólagjafakaupin. Og kaupmennimir
kvarta.
En núna er jólasnjórinn nýkominn
og götur bæjarins og verslanir hafa
fyllst af fólki. í búðargluggunum sitja
skælbrosandi jólasveinar sem em
fúrðuleg blanda af þeim ameríska og
ísraelski kjamorkufræðingurinn
Mordechai Vanunu reyndi að segja
fréttamönnum í gær, þegar farið var
með hann til lokaðra réttarhalda í
Jerúsalem, hvemig honum hafði verið
laumað burt úr Englandi og til ísraels
eftir að hann hafði látið breskum fjöl-
miðlum í té upplýsingar sem ísraelsk
yfirvöld flokka undir kjamorku- og
hemaðarleyndamiál.
Vanunu var undir strangri lögreglu-
norskum búálfi. Á torgunum eru seld
jólatré, eldiviður og komknippi handa
smáfuglunum.
Hinn hefðbundni jólamatur, þorsk-
urinn eða saltir hryggjarliðir af lambi,
er tilbúinn í frystikistunni. Lambakjö-
tið er saltað og soðið í potti ásamt
bjarkarkvistum sem gefa því sérstakan
keim. Þetta heitir pinnakjöt á norsku
og þykir hið mesta lostæti. Meðlæti
með pinnakjötinu em kartöflur og
rófúr og ómissandi þykir að drekka
bæði bjór og norskt ákavíti með þess-
um mat.
Vinsælustu jólagjafimar í ár em
ýmiss konar skíðaútbúnaður og tísku-
föt. Og litlu bömin fá bleika eða
fjólubláa hesta sem þau nota fyrir
dúkkur og klæða í hina fáránlegustu
búninga.
Norðmenn em í jólaskapi og vona
bara að jólasnjórinn haldist því það
er óviðeigandi að hafa sumarveður um
jólin.
vörslu þegar hann var fluttur til
réttarhaldsins en hafði skrifað orð-
sendingu í lófa sér sem hann hélt upp
að bílrúðunni fyrir fréttamenn. Þegar
hann reyndi að tala við blaðamennina
gripu lögreglumenn fyrir munn hon-
um. Ritskoðarar hersins komu síðan í
veg fyrir að ísraelsku blöðin birtu
nokkra lýsingu á því hvemig hann
hefði verið fluttur með leynd frá Eng-
landi til ísraels.
Rokkari drepinn
um hábjartan dag
í Kaupmannahöfh
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahafh:
Rokkari frá rokkarahópnum
Bullshit eða Bolaskít var drepinn
fyrir utan aðsetur hópsins um miðj-
an dag í gær. Hann var i þann mund
að keyra á brott ásamt félaga sínum
þegar morðinginn kom hlaupandi
að bílnum og skaut þrettón skotum
gegnum hliðarrúðu þílsins. Rokkar-
inn varð fyrir sex skotum og var
hann látinn við komuna til sjúkra-
húss.
Morðinginn hljóp í burtu í augsýn
fleiri vitna í jólainnkaupunum. Hélt
fólk að einhverjir væru að sprengja
kínverja. Á leiðinni inn í miðbæ var
hann hljóður og huldi aðra hönd
undir jakka sínum. Vegna fjölda
vitna er búist við að morðinginn
náist fljótt.
Var Ijöldi lögreglumanna sendur
að aðsetri annarra rokkarahópa, þar
á meðal Hell Angels, en án árang-
urs. Er þetta níunda morðið á
þremur árum í hinu svokallaða
rokkarastríði og er nákvæmlega eitt
ár síðan að rokkari frá Bolaskít var
drepinn inni í Kristjaníu.
Lögreglustjórinn i Kaupmanna-
höfn, Poul Eessen, segir það vera
augljósan vilja rokkaranna að drepa
hver annan og hindri lífstíðarfang-
elsi þá ekki í þeirri iðju.
Reynir lögreglan að halda þeim í
skefjum með því að gera vopnaleit
reglulega og er lagt hald á töluvert
magn vopna í hvert skipti. Virðist
mikið af vopnum vera í umferð sem
auðvelt sé að komast yfir.
Loks segir lögreglustjóri að ekki
sé hægt að notast við almennar fyrir-
byggjandi aðgerðir gagnvart rokk-
urunum. Þetta séu engin börn sem
má sannfæra um aðra lífshætti.
Morðin séu hreinlega hluti af lífsstíl
rokkaranna og ekki annað fyrir lög-
regluna að gera en að koma upp um
morðin á sem skjótastan hátt.
Vanunu fékk ekki að
tala við blaðamenn
Matarskortur orsök óeirða?
Verið getur að matvælaskortur hafi
átt sinn þátt í óeirðunum í Alma-Ata
í Kazakhstan í vikunni sem leið. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá sovésku
fréttastofunni Tass.
Var greint frá því að hinn nýskipaði
leiðtogi Kazakhstan, Gennady Kolbin,
hafi ásamt háttsettum embættismanni
frá Kreml rætt við kaupmenn og
bændur um dreifingu matvæla. Einnig
voru þeir sagðir hafa heimsótt háskól-
ann og tækniskólann þar sem þeir
ávörpuðu stúdenta og prófessora og
lögðu áherslu á gildi alþjóðahyggju.
I fyrstu fregnum af óeirðunum var
gefið í skyn að þjóðemisrembingur
lægi að baki óeirðunum sem bmtust
út sólarhring eftir að Rússi var út-
nefndur sem formaður kommúnista-
flokksins í Kazakhstan.