Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
27
Tómas Þorvaldsson.
Úr lífsins
Grindavík
Gyffi Gröndal:
ÆVIDAGAR TÓMASAR ÞORVALDSSON-
AR
Setberg, 1986.
Þetta er aðgenglleg, gagnorð og
viðfelldin minningabók eins og aðrar
þær sem Gylfi Gröndal hefor ritað
eftir mönnum. Tómas Þorvaldsson
kann frá mörgu, jafht smálegu sem
átakamiklu, að segja af söguríkum
slóðum, vaxinn upp í hinni gömlu
Grindavík. Tómas þekkir af eigin
raun sjósóknina á árabátaöld og
trilluárum, en varð síðan umfangs-
mikill útgerðarmaður á vélskipa- og
togaraöld á sömu slóðum. Það er því
ekki út í hött er Tómas hefur frásögn
sína með því að skilgreina ævileið-
ina sem ferð frá gamla íslandi til
nýja íslands.
Hann hefur frásögnina í endur-
sögn Gylfa með nokkurri sviðsetn-
ingu í gömlu Grindavík og drepur á
ýmsa örlagaviðburði úr sögunni,
jafnframt því sem áar hans koma
fram á sviðið. Og síðan hefjast ýmsar
þjóðsögur og bemskuminni, sögur
og sagnir á horfhum sjávarháttum
og allýtarlega er lýst kyrrnum af
Bjama Sæmundssyni ömmubróður
sögumanns. Ýmislegt í þeim köflum
skýrir mynd hins merkilega náttúm-
fræðings.
í útgerð og fiskvinnslu
Tómas lýsir hinni harðleiknu sjó-
sókn á áraskipum og síðan vél-
knúnum opnum bátum á þessum
slóðum af nánum kunnugleika og
segir fiá ýmsum minnisverðum at-
burðum, svo sem skiptöpum og
slysum eða naumum landtökum í
sviptingum stórbrimsins.
En Tómas var ekki öllum stundum
á sjó á yngri árum heldur einnig
nokkur sumur kaupamaður á stór-
býlum í uppsveitum Ámesþings, svo
sem í Bræðratungu og Skálholti hjá
Jörundi Biynjólfssyni og er sitthvað
minnisstætt þaðan. Hann getur líka
að nokkru Einars í Garðhúsum og
stórbrotins menningarheimilis hans.
Þáttur Tómasar í útgerð og fisk-
vinnslu á Suðumesjum á seinni
tímum er allmikill, og ekki síður í
markaðsmálum útvegsins, en hann
er stuttorður um þann bálk í þessari
bók. Honum er gamli tíminn í
Grindavík augsýnilega nákomnara
söguefhi og ekki síður fólkið sem
hann hefur kynnst.
Glöggur og skilorður
Tómas Þorvaldsson er augsýnilega
minnugur og skemmtilegur sögu-
maður, glöggur og skilorður. Það
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
virðist hafa farið vel á með honum
og Gylfa, og árangurinn verður létti-
leg frásagnabók, stuttorð, gagnorð
og hin læsilegasta, þar sem saman
fer stundargaman og gagnlegur fróð-
leikur.
Margt gamalla ljósmynda er í bók-
inni bæði af fólki, stöðum og útgerð.
Þama er til að mynda heimildarík
teikning eftir Bjama Sæmundsson
af Jámgerðarstaðabænum.
Það er kostur á þessari bók, að
kaflafyrirsagnir em efiúslegar og oft
forvitnilegar svo að þær laða til
lestrar. Slíkt er allt of sjaldgæft í
minningabókum en fer oftast vel og
lyftir efni, verður lýsing bókar og
upplyfting við lestur. Þessa blaða-
mennsku kann Gylfi sérlega vel og
er fundvís á fyrirsagnir sem hitta í
mark. Góð dæmi um þetta em í bók-
inni um Tómas Grindvfláng. En mér
finnst nafn bókarinnar - Ævidagar
Tómasar Þorvaldssonar - tæplega
réttnefrú og hefði mátt vera ítækari
og hnitmiðaðri efiússkírskotun.
A.K.
LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM
Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði.
Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki.
STERK OG TRAUST
Reynslan sannar rekstraröryggi og
einstaka endingu.
10 lítra poki og svo frábær ryksíun að
hún hreinsar einnig andrúmsloftið.
Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós
að flestar ryksugur rykmenga loftið,
sumar hrikalega.
Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk,
fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði.
NILFIS
GS9ÖI
NILFISK
HEIMSINS BESTA RYKSUGA
Stór orð, sem reynslan réttlætir
/7=onix
HÁTÚNI 6A SlMI (91)24420
Hrollvekiandirspenna
Boftimeðlskoplegulívafiibó
SKLÍpuriPÍgfheljartökum
nhwmgö^mmwfætur
ALFREÞ m
H/rCHCOCK
annarri í þessu einstæða
smásaenasafni.
Magnþrungin bok sem
heldur fyrir manm
vöku
998." **
TlMABÆR