Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
55
Sandkom
Bjami Aöalgeirsson.
Bjami
bæjarstjóri
Nú heyrast þær sögur frá
Húsavík að Bjami Aðalgeirs-
son, bæjarstjóri til margra
ára, hyggist ekki vera bæjar-
stjóri áfram út kjörtímabihð.
Hann ætlar að snúa sér að
útgerð af fullum krafti en
Bjami á og gerir út bátinn
Björgu Jónsdóttur.
Ekkert er farið að kvisast
út um arftaka Bjama.
Vinsælustu
myndböndin
Minni samdráttur hefur
orðið á myndbandaleigum á
Akureyri en menn gerðu ráð
fyrir eftir að sjónvarp Akur-
eyrar hóf útsendingar og fólk
er þegar farið að panta sér
myndbandstæki fyrir jólin.
Vinsælustu myndböndin fyrir
þessi jól heyrum við að séu
myndirnar „Light Nights",
„Back to the Future", „Jagged
Edge“, „Rocky IV“, „Remo“,
„Retum to Eden“, seinni
þáttaröð.
Það verður ljúft að sjá
Skörðótta hnífsblaðið og
Rocky IV á aðfangadagskvöld
eftir aftansönginn í sjónvarp-
inu.
Löng bið
Sjónvarp Akureyrar hefur
notið vinsælda á Akureyri.
Það hóf útsendingar fimmtu-
dagskvöldið 11. desember sl.
og sýnir eingöngu efni frá
Stöð 2.1 dagskrárlok eitt
kvöldið kom á skerminn:
„Sjónvarp Akureyrar bíður
góða nótt.“
Margir biðu og fannst biðin
löng. Menn em á því að svona
bið hverfi þegar afruglararnir
verða komnir í gagnið.
Leiruvegur
Jólavegurinn á Akureyri,
Leiruvegur, sem liggur þvert
yfir Eyjafjörð norðan flug-
brautarinnar, hefur verið
opnaður. Darraðardans er
með nafn vegarins. Einliver
íslenskuspekingur sagði að
vegurinn yrði að heita Leima-
vegur ef menn héldu sig við
lcirumar.
Nú er komin upp hugmynd
um að kalla veginn Vaðla-
braut. Aðrir kalla hann
Eyrnaveg og Flugbraut. A
meðan heldur almenningur
áfram að kalla hann bara
Leiruveg.
I loftbelg
Við heymm að jólasveinarnir,
sem ferðast hafa um Þingeyj-
arsýslu að undanförnu, séu
hvorki á sleðum né skíðum.
Þeir fara ferða sinna í loftbelg.
Sjálfstæðið
hrætt
Sjálfstæðismenn virðast laf-
hræddir við leiftursókn
Alþýðuflokksins í skoðana-
könnunum undanfarið.
Einum sjalla á Akureyri varð
þettaaðorði:
„Ef Alþýðuflokkurinn er
svarið þá hefur spumingin
verið kolvitlaus."
Ómar Ragnarsson.
Bærðist ekki
hár á Ómari
Óveðrið mikla brast á sl.
sunnudagskvöld, eins og allir
landsmenn hafa fengið að vita
ífjölmiðlum. Ýmislegthefur
verið sagt um fjölmiðla-fár-
viðrið, en bóndinn undir
Eyjafjöllum á þó metið. Hon-
um blöskraði víst að sjá frétta-
manninn í sjónvarpinu lýsa
óveðrinu í Reykjavík.
„Hann stóð úti og það bærð-
ist ekki hár á höfði hans,“
sagði Eyjafiallabóndinn.
Það var Ómar Ragnarsson
sem lýsti óveðrinu þetta
kvöld. Ómar var með húfu
reyrða um höfuðið. Nú þar
fyrir innan vita allir að Ómar
er sköllóttur.
Frammarar
reknir
Það er margt skrýtið í kýr-
hausnum. Erfiðleikar hafa
verið hjá Kaupfélagi Norður-
Þingeyinga á Kópaskeri og
Raufarhöfn. Öllum var sagt
upp í október og stóð til að
endurráða flesta sem og hefur
verið gert.
Við heyrum hins vegar að
þrjár konur á skrifstofu kaup-
felagsins á Raufarhöfn, sem
búnar eru að vinna þar í fleiri,
fleiri ár, hafi ekki verið endur-
ráðnar. Það sem mönnum
finnst enn merkilegra er að
konurnar þrjár eru allar tald-
ar styðja Framsóknarflokkinn
af heilum hug. Já, öðruvísi
mér áður brá.
Hlakka til
jólanna
Og svo var það spuming
dagsins, sem fréttablaðið
Feykir á Sauðárkróki spurði
fjögur böm fyrir skömmu:
„Ertu farinn að hlakka til jól-
anna?“
Það merkilega var að öll
bömin svöruðu: „Já.“
Lagó, strákar
Þeir á flugvellinum á Siglu-
firði kalla ekki allt ömmu
sína. Engin eiga þeir tækin til
að dreifa sandi á flugbrautina
í mikilli hálku heldur hafa
þeir dreift sandinum með
skóflum. Flug er aðalsam-
göngumátinn á Siglufirði á
veturna. Hvernig væri annars
að hætta öllu kjaftæði um
varamillilandaflugvöll en
leggja meira fé í flugvellina
úti á landsbyggðinni. Til að
byrja með væri hægt að gefa
nýjar skóflur og hjólbörur í
jólagjöf til Siglufjarðar.
Hættur að
vera montinn
Við ljúkum þessu svo með
jólakveðju frá Þingeyingnum
sem sagði í jólaskapi um dag-
inn: „Ég er hættur að vera
montinn. Ég þarf þess ekki.
Égerfullkominn."
Umsjón:
Jón G. Hauksson
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
Hjúkrunardeildarstjóri óskast við sængurkvennadeild
2, 22 B frá 15. mars 1987. Áskiiið er að umsækjandi
hafi hjúkrunarfræði- og Ijósmæðramenntun.
Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist
hjúkrunarforstjóra fyrir 15. janúar 1987.
Sjúkraliði óskast á sængurkvennadeild 1, 22 A frá
miðjum janúar nk.
Sérhæfður aðstoðarmaður óskást í 80% vinnu á svæf-
ingardeild Landspítalans frá janúarbyrjun.
Upplýsingar um ofangreind stórf veitir hjúkrunarfor-
stjóri Landspítalans í síma 29000.
Reykjavík, 22. desember 1986.
o
fi
Hjá fólkinu í landinu eru 25 ræöur og ávörp sem dr.
Kristján Eldjárn flutti þjóðinni í forsetatíð sinni.
Útgáfan er gerð í tilefni sjötugsafmælis höfundar 6.
desember. Þórarinn sonur dr. Kristjáns bjó bókina til
prentunar.
bókamen ning
qX
SITUR ÞÚ KANNSKI TIL BORÐS MEÐ NÆSTA
MICHAEL JACKSON?!
,,Að í'ara í stúdíó“ eöa ,,helja upptökur í hljóðveri"
eru töfraorð hjá stórum hópi ungs tólks. Þú getur
pað þeim til að koma þér á óvart. Það eina sem
vantar oft á tíðum er tækifæri til að vinna í t'ull-
komnu hljóðveri sem getur dregið það besta fram hjá
hverjum og einum, kennt rétt vinnubrögð og veitt
innsýn í þá þætti sem gera tónlistina í dag að því sem
hún er.
Við bjóðum nú uppá skemmtilega og skapandi nýj-
ung: Gjafapakka sem gefur tónlistarmanninum í fjöl-
skyldunni tækifæri til að spreyta sig. Gjafapakkinn
felur í sér upptökutíma í fullkomnu hljóðveri. Út-
koman gæti komið öllum þægilega á óvart.
Sölustaðir: Hljóðaklettur Klapparstíg 28,
Fálkinn Suðurlandsbraut 8,
Plötubúðin Laugavegi 20,
Grammið Laugavegi 17
Fálkinn Laugavegi 24,
Sendum í póstkröfu.
HLJÓÐA
KLETTUR
Klapparstlg 28 Simi: 28630