Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
Fréttir
Fasteignamarkaðurinn
Verulegar verð-
hækkanir eftir áramót
segja fasteignasalar
„Venjulega eiga sér stað einhveij-
ar hækkanir á fasteignamarkaðnum
eftir hver áramót en við teljum miklu
meiri líkur á því en áður að verð á
fasteignum hækki verulega á næsta
ári vegna úthlutunarmáta nýju
lánareglnanna hjá Húsnæðisstofh-
un,“ sagði Þórólfur Halldórsson,
formaður Félags fasteignasala, í
samtali við DV en eins og fram kom
í blaðinu á laugardag hafa fasteigna-
salar sent yfirvöldum bréf þar sem
varað er við uggvænlegum afleiðing-
um úthlutunarreglnanna.
„Samkvæmt þessum nýju reglum
þurfa þeir sem eru að byggja eða
kaupa í annað sinn að bíða í helm-
ingi lengri tíma eftir sínu láni en
þeir sem eru að fá lán í fyrsta sinn,
eða allt að tvö ár. Útborgunartíminn
á fasteignamarkaðnum er hins vegar
tólf mánuðir og það sem við óttumst
að gerist er að það fólk, sem þarf að
bíða svo lengi eftir sínu láni, setji
sínar íbúðir einfaldlega ekki í sölu.
Afleiðingin er stórhækkað verð á
notuðum íbúðum vegna aukinnar
eftirspumar og lítils framboðs. Þetta
teljum við að þýði óhjákvæmilega
að húsnæðisleitin beinist að veru-
legu leyti að nýbyggingum sem aftur
þýðir aukin útgjöld fyrir byggingar-
sjóð þar sem lán til nýbygginga eru
hærri en til kaupa a notuðu."
- En má ekki gera ráð fyrir þvi að
greiðslukjör á fasteignamarkaðnum
breytist og lánstíminn lengist vegna
nýju lánanna?
„Það ríkir ákveðið tregðulögmál á
fasteignamarkaðnum og eins og
fram kemur í bréfinu þá hafa verið
gerðar tvær alvarlegar tilraunir til
þess að breyta greiðslukjörunum en
þær einfaldlega mistókust.
Við erum ekki að segja að þetta
þurfi að verða varanlegt ástand.
Þetta er svona tveggja ára flösku-
háls sem kerfið þarf að komast í
gegnum. Spumingin er bara hvort
ekki þarf að veita meira fjármagni
inn í kerfið núna svo að allir geti
fengið lán á sama tíma til þess að
koma í veg fyrir verðhækkanir og
þenslu á byggingarmarkaðnum,"
sagði Þórólfur.
Ekki rétttúlkun
„Ég er ekki búinn að fá þetta bréf
í hendumar en það verður tekið fyr-
ir í ráðunevtinu fijótlega og sjálfsagt
gefin út fréttatilkynning um það.
Annars er lítið hægt að segja á þessu
augnabliki meðan menn em að átta
sig og nýju reglumar að komast í
framkvæmd," sagði Alexander Stef-
ánsson félagsmálaráðherra er haft
var samband við hann vegna þessa
máls.
„Þeir sem sömdu lögin vom fyrst
og fremst að hugsa um þá sem væm
að byggja eða kaupa í fyrsta sinn
og það var ljóst að það fjármagn, sem
var til ráðstöfúnar, dugði ekki til að
gera jafnvel við alla.
Ég er ekki viss um að þessi túlkun
fasteignasala sé rétt. Umsóknir bera
það ekki með sér að það sé meiri
fjöldi en áður sem fari út í nýbygg-
ingar af þeim sem em að fá lán í
fyrsta sinn. Ég tel rétt að bíða og
lofa þessu að þróast áður en menn
fúllyrða nokkuð um þetta,“ sagði
Alexander.
„Þetta bréf hefur verið rætt í stjóm
Húsnæðisstofhunar og menn hafa á
þessu ýmsar skoðanir en ég get ekki
greint frá þeim umræðum á þessu
stigi. Það er auðvitað Ijóst að það
em margar hliðar á þessum nýju
lögum sem þarfhast gaumgæfilegrar
athugunar og þetta atriði meðal
annars. Ég á von á því að bréfið
verði aftur tekið fyrir í janúar og
að við sendum þá eitthvað frá okkur
um málið,“ sagði Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Húsnæðistofhunar ríkisins, í samtali
við DV í gær.
- Sáuð þið þetta ekki fyrir?
„Alþingi setti þessi lög en ekki
Húsnæðisstofnun og við fengum
lagafrumvarpið ekki til umsagnar."
- En telur þú það rétt, sem fram
kemur í þessu bréfi Félags fasteigna-
sala, að þetta séu óhjákvæmilegar
afleiðingar nýju lánareglnanna?
„Ég er ekki tilbúinn til að sam-
þykkja að þetta sé óumflýjanlegt.
Þetta gæti farið á þennan veg en það
er ekki víst. Það fer eftir því hvemig
haldið er á málum. Hins vegar er
þakkarvert að fasteignasalar skyldu
benda á þessa hættu," sagði Sigurð-
ur E. Guðmundsson.
-VAJ
Hafþór Ferdínandsson í Toyota-jeppanum sínum á leiö til Hveravalla með jólaglaðninginn til veðurathugunarfólks-
ins þar. DV-mynd Ingvar Óskarsson
Jólaferðin til Hveravalla
Kallaður Hvera-
vallaskreppurinn
- segir Hafþor Ferdínandsson
„Þetta em górðu jólin sem ég fer
þessa ferð fyrir veðurstofuna," sagði
Hafþór Ferdínandsson, sem fór ásamt
Ingvari Óskarssyni inn á Hveravelli
um helgina með jólavaminginn handa
veðurathugunarfólkinu þar, þeim Sig-
urði Maríssyni og Kristínu Auði
Jónsdóttur.
„Þar til fyrir fjórum árum var alltaf
farið á þyrlu en eftir að hún fórst í
Jökulfjörðum var þessi háttur tekinn
upp. Síðan hef ég farið ansi margar
ferðir fyrir veðurstofuna. Ég geng orð-
ið uncLr nafrúnu Hveravallaskreppur-
inn vegna þess að ég tala alltaf um
að skreppa inn á Hveravelli þó að
þetta sé inni í miðju landi. Menn hafa
líka verið að grínast með það hvort
ég ætlaði ekki að sækja um sérleyfi á
þessari leið,“ sagði Hafþór.
Einbíla á hálendið
Hafþór segir þessar ferðir hafa tekið
frá níu klukkustundum upp í þijátíu
og sex tíma. 1 þetta skiptið gekk mjög
vel. Veðrið var ákaflega gott, ijóma-
logn og fúllt tungl, og skyggnið svo
gott að hægt hefði verið að keyra án
þess að nota ljósin.
Þeir félagar lögðu af stað um sex-
leytið á föstudagskvöldið og vom
komnir til Hveravalla klukkan fjögur
um nóttina. Farartækið var Toyota
Landcmiser jeppi sem Hafþór á. Hann
var spurður að því hvort ekki væri
óðs manns æði að fara einbíla inn á
hálendið á þessum tíma árs.
„Það er yfirleitt ekki gert. Ég hef
hins vegar oftast farið þetta einbíla.
Ég hef ferðast um hálendið þvers og
kruss og þekki þetta svæði mjög vel.
Við erum auðvitað með allan nauð-
synlegan útbúnað í bílnum. Við erum
með Gufúnes-talstöð, sem nær um allt
land, og Loran C staðsetningartæki,
eins og verið er með í björgunarbílum.
I bílnum er líka áttaviti, sem hægt er
að keyra eftir, hæðarmælir og hita-
mælir bæði úti og inni. Og að sjálf-
sögðu erum við með nógan mat og
olíu. Ingvar þekkir líka bílinn jafrivel
og puttana á sér, því hann vinnur sem
bifvélavirki hjá Toyotaverkstæðinu.
Þannig að ég lít ekki á þetta sem neina
fífldirfsku," sagði Hafþór Ferdínands-
son. -VAJ
Kasparov
efstur
í Brnssel
Heimsmeistarinn Garrí Kasparov
hefur vinningsforskot á sex manna
stórmeistaramóti sem nú stendur
yfir í Brussel í Belgíu. Að loknum
sex umferðum hefur hann hlotið 5
v., Englendingurinn Nigel Short er
í öðru sæti með 4 v., þriðji er V.
Þjóðverjinn Húbner með 3!4 v.
Síðan koma Nunn (Englandi) og
Kortsnoj (Sviss) með 3 v. en Ung-
veijinn Portisch rekur lestina með
2 /t v.
Haft er eftir skipuleggjendum
mótsins að Kasparov sé ekki auð-
veldasti maður í umgengni sem þeir
Skák
Jón L. Ámason
hafi kynnst. Hann kvartaði yfir þvi
að skáksalurinn væri of lítill og eins
fannst honum umferðimar hefjast
of snemma á daginn. Teflt er frá kl.
12.30 en Kasparov hefur vanist því
að byrja að tefla fjórum tímum síð-
ar, eins og títt er á skákmótum í
Sovétríkjunum.
Mishermt var í skákþætti í DV á
laugardag að Kasparov hefði tapað
fyrir Nunn í 4. umferð. Það var Short
sem lagði heimsmeistarann að velli
en nöfri þeirra Englendinganna vilja
ruglast á síðum belgískra dagblaða.
Nunn lá hins vegar eins og skata
er hann tefldi við Kasparov. Varð
að gefast upp eftir aðeins 18 leiki er
mát eða stórfellt liðstap blasti við.
Short hefur staðið sig frábærlega vel
og verður gaman að fylgjast með
honum á IBM-stórmótinu í Reykja-
vík í febrúar. Kortsnoj og Portisch,
sem munu einnig taka þar þátt, em
aftur á móti langt frá sínu besta.
Lítum á skák Kasparov og Nunn:
Hvítt: Gam' Kasparov
Svart: John Nunn
Grúnfelds-vöm.
I.d4 Rf6 2.Rf3 g6 3.c4 Bg7 4.g3 0-0
5.Bg2 c6 6.Rc3 d5 7.cxd5 cxd5 8.Re5
e6 9.0-0 Rfd7 10.f4 Rxe5 ll.fxeð Rc6
12.e4 dxe4 13.Be3 f5 14.exf6 fr.hl.
Hxf6 15.Re4 Hxfl + 16.Dxfl Rxd4??
17.Hdl e5 18.Rg5!
- Og Nunn gafst upp því að hann
er vamarlaus gagnvart hótuninni
19. Dc4 + Kh8 20.RÍ7 + sem vinnur
drottninguna og mátar. Ef 18.-Dc7,
þá 19. Bd5+ og vinnur. -JLÁ