Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 64
64 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Andlát Kristín Pálsdóttir lést 10. desember sl. Kristín fæddist á Fáskrúðsfirði 28. febrúar 1906, dóttir hjónanna Páls Haralds Pálssonar og Stefaníu Vil- helmínu Guðmundsdóttur. Kristín giftist Jens Ág. Jóhannessyni en hann lést árið 1946. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en ólu upp eina kjördóttur. Útför Kristínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðmundur Árnason lést 13. des- ember sl. Hann fæddist 20. október 1883 á Skagaströnd, sonur hjónanna Steinunnar Guðmundsdóttur og Árna Sigurðssonar. Guðmundur vann lengst af verkamannastörf. Hann var kvæntur Unu Magnús- dóttur en hún lést árið 1975. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Ut- för Guðmundar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 15. Grímheiður Elín Pálsdóttir , Mið- stræti 6, sem lést fimmtudaginn 18. desember sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík á Þorláks- messu kl. 15. Hilmar Arnar Hilmarsson andað- ist í Landakotsspítala miðvikudag- inn 10. desember og fer útförin fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. desemb- er, kl. 13.30. Guðrún Pálsdóttir, Smáragötu 8a, lést á Borgarspítalanum 18. þessa mánaðar. Kristján Jóhannsson frá Skógar- koti, Dalbraut 21, lést í hjartadeild Borgarspítalans aðfaranótt 20. des- ember. Þórdís Ófeigsdóttir lést 17. desemb- er 1986. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju á Þorláksmessu kl. 13.30. Hjalti Jónsson verður jarðsunginn í dag, 22. desember, kl. 15 frá Foss- vogskirkju. Tilkyrmingar Bamapössun í miðbænum Hin einstaka bamapössun útskriftarnema Kvennaskólans í Reykjavík hefst laugar- daginn 20. desember kl. 9 f.h. og stendur til kl. 20 í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9. Verð fyrir hvert bam í klukkustund er kr. 100. Innifalið í því em veitingar, fönd- ur, leikir, söngur og margt margt fleira. Jólasveinar koma í heimsókn. FRIÐ UR Við tendrum friðarljós kl. 9 á aðfangadagskvöld. „Sígild sönglög" Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér nýstárlega söngbók í samantekt Gylfa Garðarssonar. Bókin, sem ber nafnið Sí- gild sönglög, er sett upp að fyrirmynd erlendra bóka, s.s. söngbóka „The Beat- les“, þ.e. með textum, nótum , hljómanöfn- um og gítargripum. í bókinni eru um 100 vinsæl sönglög, tuttugu ára og eldri, sem gjaman eru sungin á mannamótum hér- lendis: Þar eru ættjarðarlög, barnagælur, ferða- og drykkjusöngvar sem og jóla- og áramótasöngvar. Lögin eru bæði erlend og íslensk en textar nær eingöngu íslensk- ir og hefur verið reynt, t.d. með saman- burði við vandaðar útgáfur ljóða og sönglaga, að leiðrétta ýmsar villur sem oft hafa slæðst inn í þá. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í kassagerð Reykjavíkur. Háteigsveg 1-40 Fálkagötu Rauðarárstig 18 - út Tómasarhaga 1-20 Meðalholt Stakkholt / HVERFI: Grundarstíg Þingholtsstræti Bjargarstig Ingólfsstræti Selvogsgrunn Sporðagrunn Kleifarveg AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 í gærkvöldi dv Eýrún Guðmundsdóttir nemi: „Biýnt að finna gott slanguiyrði“ Um helgar eru samskipti mín við sjónvarpið, þann trausta heimilisvin, í algjöru lámarki. Meira að segja fréttimar fóru fram hjá mér um síð- astliðna helgi, það gerist sjaldan. Annars er ekki hægt, eftir að Stöð 2 kom til sögunnar, að tala um „sjón- varpið“ með ákveðnum greini eins og áður tíðkaðist. Það er brýnt að finna upp gott slanguryrði yfir Ríkis- sjónvarpið. Það heför til aðgreining- ar frá Stöð 2, ýmist verið kallað stöð 1, gamla sjónvarpið eða íslenska sjónvarpið sem er ef til vill ekki sanngjamt. Á föstudagskvöldið horfði ég á þann gamla, það má hafa nokkurt gaman af honum, ekki síst vegna þess að hann er þýskur, en myndina um nirfilinn á laugardagskvöldið horfði ég ekki á enda kann ég sög- una orðið utan að, hún er ágæt. Það er óþarfi að hafa hana í hverri ein- ustu jóladagskrá í einhverri mynd, hún var örugglega teiknimynd í Eyrún Guðmundsdóttlr. fyrra. Vikuskammtur Einars Sig á Bylgjunni er virkilega góð byrjun á hverjum sunnudegi. Eftir á að hyggja hefði predikun nafna hans Gíslasonar í Fíladelfíu ef til vill haft meira skemmtanagildi. Hemmi Gunn er sérlega heimilislegur í sínu helgarstuði. Hann virðist einhvem veginn geta fengið fólk til þess að gera hvaða vitleysu sem er. Á mínu heimili heför ekki verið hlustað á rás 2 síðan Bylgjan kom til sögunnar. Það er neföilega nauð- syn að halda kyrrn fyrir í ákveðnum stól hér á heimilinu til þess að heyra dagskrá rásar 2, ef ég til dæmis ligg í sófanum he/rist tómt brak og suð. Maður fer nú ekki að róta til hús- gögnum til þess að ná rásinni. Hetjusögu Wallenbergs hef ég vís- vitandi leitt hjá mér, það er mjög varhugavert að neyta framhalds- þátta í sjónvarpi. Þar að auki er ég búin að fá yfrið nóg af myndum um grimma nasista og pínda gyðinga. Jólaföndur fyrir vesturbæinga Félagsmiðstöðin Frostaskjól býður upp á jólaföndur með leiðbeinendum í dag, 20. desember, milli kl. 13 og 18. Fólk getur komið og búið til staðlaða hluti, s.s. engla, gluggaskreytingar, litlar jólagjafir úr eld- spýtustokkum, jólakött úr steini, jóla- glugga, jólastjörnur, jólapoka eða frjálst úr því efni sem til er, t.d. jólasvein. Efni á staðnum. Komið með skæri og 20-50 krónur. Barnakrókur í setustofunni, jóla- lög og kaffiveitingar. Leiðbeinendur: Hjördís Inga Ólafsdóttir myndlistarkenn- ari og Jónína B. Gísladóttir listmálari. Öll mynstur eru eftir leiðbeinendur. Allir velkomnir. Heimsókn norskrar hljóm- sveitar Á mánudaginn heldur Æskulýðshljóm- sveit Noregs hijómleika í Langholtskirkju og hefjast þeir kl. 17. Hljómsveitin er val- in úr hópi ungmenna í um það bil 2.300 skóla- og æskulýðshljómsveitum í Noregi en hún var sett á fót árið 1975. Annað hvert ár eru teknir inn nýir meðlimir í hljómsveitina og sækja um það mörg hundruð áhugasamir hljómlistarmenn á aldrinum 13-21 árs en um 90 hljóðfæra- leikarar eru í hljómsveitinni. Hljómsveitin kemur saman til æfmga 4-5 sinnum á ári og hefjast æfingar hennar þá á föstudags- kvöldum og lýkur með hljómleikum á sunnudagskvöldi. Þess á milli æfa meðlim- irnir sig heima. Hljómsveitin hefur víða unnið til viðurkenninga fyrir leik sinn og hingað kemur hún úr hljómleikaför í Bandaríkjunum. Stjómandi hennar er Christer Johannesen, sem er mjög þekktur hljómlistarmaður í þjónustu norska hers- ins og hefur þar majorsnafnbót. Aðstoðar- stjórnandi er Trevor Ford, sem er Norðmaður af breskum uppruna og haft hefur mikil áhrif á tónlistarkennslu í Nor- egi síðustu 20 árin. Te & kaffi með nýja verslun Verslunin Te & kaffi hefur nú opnað aðra verslun með te og kaffibar á Laugavegi 24, í bakhúsi bak við Fálkann. Verslunin er í krambúðarstíl en Ólafur H. Jónsson hjá Sviðsmyndum hf. sá um hönnun og smíði á innréttingum. Verslunin selur te og kaffi í lausavigt ásamt gjafavöru. Allt kaffi er úrvals kaffi og yfir 50 tegundir af te er á boðstólum. Að sjálfsögðu er hægt að fá allar þessar tegundir á te og kaffi- barnum líka, einnig súkkulaði og meðlæti. Meðal tetegundanna eru nýjar október- og nóvemberuppskerur 1986 frá Darjeel- ing. Dregið í jóla- dagatalahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Dregið hefur verið í jóladagatalahapp- drætti Kiwanisklúbbsins Heklu. Upp komu númer: 1. des. 830, 2. des. 1306, 3. des. 1646, 4. des. 1082, 5. des. 129, 6. des. 307, 7. des. 580, 8. des. 604, 9. des. 2167,10. des. 1929, 11. des. 1931, 12. des. 1930, 13. des. 1799, 14. des. 916,15. des. 687, 16. des. 1836, 17. des. 719, 18. des. 1807, 19. des. 937, 20. des. 2304, 21. des. 69, 22. des. 795, 23. des. 2500, 24. des. 1627. Dregið í Lukkupotti Hlaðvarpans Dregið hefur verið i Lukkupotti Hlaðvarp- ans og kom vinningurinn, Nissan Sunny wagon lx, á miða nr. 1837. Eingöngu var dregið úr seldum miðum. Vinningsins má vitja á skrifstofu Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, sími 19055. Yfir 250 þúsund farþegar í innanlandsflugi Flugleiðir hafa nú flutt yfir 250 þúsund farþega í áætlunarflugi innanlands á þessu ári og hafa farþegar aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að heildaríjöldi farþega í innanlandsflugi félagsins árið 1986 verði um 260 þúsund. Það var miðvikudaginn 17. desember sem 250 þúsundasti farþeginn var innritaður á Reykjavíkurílugvelli og reyndist sá vera Gísli K. Lorenzson, vara- slökkviliðsstjóri á Akureyri, sem var á leið norður. Einar Helgason, yfirmaður innanlandsflugs Flugleiða, afhenti Gísla blómvönd frá félaginu af þessu tilefni ásamt ávísun á helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. í fyrra fluttu Flugleiðir 245 þúsund farþega í innanlandsflugi en til samanburðar má geta þess að fyrir 15 árum voru farþegar 130 þúsund. Fimm Fokker- vélar eru notaðar við innanlandsflugið milli 11 áfangastaða. Leiðrétting Leiðrétting í blaðinu sl. föstudag stóð að Ingibörg Gísladóttir ætti 90 ára afmæli á laugardag- inn. Hið rétta er að Ingibjörg varð 95 ára þann dag. Biðst blaðið velvirðingar á mis- tökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.