Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Síða 64
64 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Andlát Kristín Pálsdóttir lést 10. desember sl. Kristín fæddist á Fáskrúðsfirði 28. febrúar 1906, dóttir hjónanna Páls Haralds Pálssonar og Stefaníu Vil- helmínu Guðmundsdóttur. Kristín giftist Jens Ág. Jóhannessyni en hann lést árið 1946. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en ólu upp eina kjördóttur. Útför Kristínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðmundur Árnason lést 13. des- ember sl. Hann fæddist 20. október 1883 á Skagaströnd, sonur hjónanna Steinunnar Guðmundsdóttur og Árna Sigurðssonar. Guðmundur vann lengst af verkamannastörf. Hann var kvæntur Unu Magnús- dóttur en hún lést árið 1975. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Ut- för Guðmundar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 15. Grímheiður Elín Pálsdóttir , Mið- stræti 6, sem lést fimmtudaginn 18. desember sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík á Þorláks- messu kl. 15. Hilmar Arnar Hilmarsson andað- ist í Landakotsspítala miðvikudag- inn 10. desember og fer útförin fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. desemb- er, kl. 13.30. Guðrún Pálsdóttir, Smáragötu 8a, lést á Borgarspítalanum 18. þessa mánaðar. Kristján Jóhannsson frá Skógar- koti, Dalbraut 21, lést í hjartadeild Borgarspítalans aðfaranótt 20. des- ember. Þórdís Ófeigsdóttir lést 17. desemb- er 1986. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju á Þorláksmessu kl. 13.30. Hjalti Jónsson verður jarðsunginn í dag, 22. desember, kl. 15 frá Foss- vogskirkju. Tilkyrmingar Bamapössun í miðbænum Hin einstaka bamapössun útskriftarnema Kvennaskólans í Reykjavík hefst laugar- daginn 20. desember kl. 9 f.h. og stendur til kl. 20 í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9. Verð fyrir hvert bam í klukkustund er kr. 100. Innifalið í því em veitingar, fönd- ur, leikir, söngur og margt margt fleira. Jólasveinar koma í heimsókn. FRIÐ UR Við tendrum friðarljós kl. 9 á aðfangadagskvöld. „Sígild sönglög" Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér nýstárlega söngbók í samantekt Gylfa Garðarssonar. Bókin, sem ber nafnið Sí- gild sönglög, er sett upp að fyrirmynd erlendra bóka, s.s. söngbóka „The Beat- les“, þ.e. með textum, nótum , hljómanöfn- um og gítargripum. í bókinni eru um 100 vinsæl sönglög, tuttugu ára og eldri, sem gjaman eru sungin á mannamótum hér- lendis: Þar eru ættjarðarlög, barnagælur, ferða- og drykkjusöngvar sem og jóla- og áramótasöngvar. Lögin eru bæði erlend og íslensk en textar nær eingöngu íslensk- ir og hefur verið reynt, t.d. með saman- burði við vandaðar útgáfur ljóða og sönglaga, að leiðrétta ýmsar villur sem oft hafa slæðst inn í þá. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í kassagerð Reykjavíkur. Háteigsveg 1-40 Fálkagötu Rauðarárstig 18 - út Tómasarhaga 1-20 Meðalholt Stakkholt / HVERFI: Grundarstíg Þingholtsstræti Bjargarstig Ingólfsstræti Selvogsgrunn Sporðagrunn Kleifarveg AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 í gærkvöldi dv Eýrún Guðmundsdóttir nemi: „Biýnt að finna gott slanguiyrði“ Um helgar eru samskipti mín við sjónvarpið, þann trausta heimilisvin, í algjöru lámarki. Meira að segja fréttimar fóru fram hjá mér um síð- astliðna helgi, það gerist sjaldan. Annars er ekki hægt, eftir að Stöð 2 kom til sögunnar, að tala um „sjón- varpið“ með ákveðnum greini eins og áður tíðkaðist. Það er brýnt að finna upp gott slanguryrði yfir Ríkis- sjónvarpið. Það heför til aðgreining- ar frá Stöð 2, ýmist verið kallað stöð 1, gamla sjónvarpið eða íslenska sjónvarpið sem er ef til vill ekki sanngjamt. Á föstudagskvöldið horfði ég á þann gamla, það má hafa nokkurt gaman af honum, ekki síst vegna þess að hann er þýskur, en myndina um nirfilinn á laugardagskvöldið horfði ég ekki á enda kann ég sög- una orðið utan að, hún er ágæt. Það er óþarfi að hafa hana í hverri ein- ustu jóladagskrá í einhverri mynd, hún var örugglega teiknimynd í Eyrún Guðmundsdóttlr. fyrra. Vikuskammtur Einars Sig á Bylgjunni er virkilega góð byrjun á hverjum sunnudegi. Eftir á að hyggja hefði predikun nafna hans Gíslasonar í Fíladelfíu ef til vill haft meira skemmtanagildi. Hemmi Gunn er sérlega heimilislegur í sínu helgarstuði. Hann virðist einhvem veginn geta fengið fólk til þess að gera hvaða vitleysu sem er. Á mínu heimili heför ekki verið hlustað á rás 2 síðan Bylgjan kom til sögunnar. Það er neföilega nauð- syn að halda kyrrn fyrir í ákveðnum stól hér á heimilinu til þess að heyra dagskrá rásar 2, ef ég til dæmis ligg í sófanum he/rist tómt brak og suð. Maður fer nú ekki að róta til hús- gögnum til þess að ná rásinni. Hetjusögu Wallenbergs hef ég vís- vitandi leitt hjá mér, það er mjög varhugavert að neyta framhalds- þátta í sjónvarpi. Þar að auki er ég búin að fá yfrið nóg af myndum um grimma nasista og pínda gyðinga. Jólaföndur fyrir vesturbæinga Félagsmiðstöðin Frostaskjól býður upp á jólaföndur með leiðbeinendum í dag, 20. desember, milli kl. 13 og 18. Fólk getur komið og búið til staðlaða hluti, s.s. engla, gluggaskreytingar, litlar jólagjafir úr eld- spýtustokkum, jólakött úr steini, jóla- glugga, jólastjörnur, jólapoka eða frjálst úr því efni sem til er, t.d. jólasvein. Efni á staðnum. Komið með skæri og 20-50 krónur. Barnakrókur í setustofunni, jóla- lög og kaffiveitingar. Leiðbeinendur: Hjördís Inga Ólafsdóttir myndlistarkenn- ari og Jónína B. Gísladóttir listmálari. Öll mynstur eru eftir leiðbeinendur. Allir velkomnir. Heimsókn norskrar hljóm- sveitar Á mánudaginn heldur Æskulýðshljóm- sveit Noregs hijómleika í Langholtskirkju og hefjast þeir kl. 17. Hljómsveitin er val- in úr hópi ungmenna í um það bil 2.300 skóla- og æskulýðshljómsveitum í Noregi en hún var sett á fót árið 1975. Annað hvert ár eru teknir inn nýir meðlimir í hljómsveitina og sækja um það mörg hundruð áhugasamir hljómlistarmenn á aldrinum 13-21 árs en um 90 hljóðfæra- leikarar eru í hljómsveitinni. Hljómsveitin kemur saman til æfmga 4-5 sinnum á ári og hefjast æfingar hennar þá á föstudags- kvöldum og lýkur með hljómleikum á sunnudagskvöldi. Þess á milli æfa meðlim- irnir sig heima. Hljómsveitin hefur víða unnið til viðurkenninga fyrir leik sinn og hingað kemur hún úr hljómleikaför í Bandaríkjunum. Stjómandi hennar er Christer Johannesen, sem er mjög þekktur hljómlistarmaður í þjónustu norska hers- ins og hefur þar majorsnafnbót. Aðstoðar- stjórnandi er Trevor Ford, sem er Norðmaður af breskum uppruna og haft hefur mikil áhrif á tónlistarkennslu í Nor- egi síðustu 20 árin. Te & kaffi með nýja verslun Verslunin Te & kaffi hefur nú opnað aðra verslun með te og kaffibar á Laugavegi 24, í bakhúsi bak við Fálkann. Verslunin er í krambúðarstíl en Ólafur H. Jónsson hjá Sviðsmyndum hf. sá um hönnun og smíði á innréttingum. Verslunin selur te og kaffi í lausavigt ásamt gjafavöru. Allt kaffi er úrvals kaffi og yfir 50 tegundir af te er á boðstólum. Að sjálfsögðu er hægt að fá allar þessar tegundir á te og kaffi- barnum líka, einnig súkkulaði og meðlæti. Meðal tetegundanna eru nýjar október- og nóvemberuppskerur 1986 frá Darjeel- ing. Dregið í jóla- dagatalahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Dregið hefur verið í jóladagatalahapp- drætti Kiwanisklúbbsins Heklu. Upp komu númer: 1. des. 830, 2. des. 1306, 3. des. 1646, 4. des. 1082, 5. des. 129, 6. des. 307, 7. des. 580, 8. des. 604, 9. des. 2167,10. des. 1929, 11. des. 1931, 12. des. 1930, 13. des. 1799, 14. des. 916,15. des. 687, 16. des. 1836, 17. des. 719, 18. des. 1807, 19. des. 937, 20. des. 2304, 21. des. 69, 22. des. 795, 23. des. 2500, 24. des. 1627. Dregið í Lukkupotti Hlaðvarpans Dregið hefur verið i Lukkupotti Hlaðvarp- ans og kom vinningurinn, Nissan Sunny wagon lx, á miða nr. 1837. Eingöngu var dregið úr seldum miðum. Vinningsins má vitja á skrifstofu Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, sími 19055. Yfir 250 þúsund farþegar í innanlandsflugi Flugleiðir hafa nú flutt yfir 250 þúsund farþega í áætlunarflugi innanlands á þessu ári og hafa farþegar aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að heildaríjöldi farþega í innanlandsflugi félagsins árið 1986 verði um 260 þúsund. Það var miðvikudaginn 17. desember sem 250 þúsundasti farþeginn var innritaður á Reykjavíkurílugvelli og reyndist sá vera Gísli K. Lorenzson, vara- slökkviliðsstjóri á Akureyri, sem var á leið norður. Einar Helgason, yfirmaður innanlandsflugs Flugleiða, afhenti Gísla blómvönd frá félaginu af þessu tilefni ásamt ávísun á helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. í fyrra fluttu Flugleiðir 245 þúsund farþega í innanlandsflugi en til samanburðar má geta þess að fyrir 15 árum voru farþegar 130 þúsund. Fimm Fokker- vélar eru notaðar við innanlandsflugið milli 11 áfangastaða. Leiðrétting Leiðrétting í blaðinu sl. föstudag stóð að Ingibörg Gísladóttir ætti 90 ára afmæli á laugardag- inn. Hið rétta er að Ingibjörg varð 95 ára þann dag. Biðst blaðið velvirðingar á mis- tökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.