Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 39 Iþróttir Sheff. Wed. lagði Newcastle Sheffield Wednesday sigraði i gær Newcastle, 2-0, og er Sheffield nú í 5. sæti í 1. deild. Það voru þeir Lee Chapman og Carl Bradshaw sem skor- uðu mörk Wednesday í fyrri hálfleik. Þá gerðu Coventry og Manchester City jafntefli, 2-2. Coventry komst í 1-0 með marki Paul Gulpin en Steve Redmond jafnaði. Mickey Adams kom Coventry aftur yfir en aftur jafnaði Redmond. 1 2. deild náði Oldham Athletic for- ystunni í deildinni með 2-1 sigri á Bradford. Þá burstaði Stoke City Le- eds United, 7-2, og skoraði Nicky Morgan „Hat-Trick“. -SMJ Lineker skoraði - og Barcelona er með eins stigs foiystu Barcelona heldur eins stigs foiystu sinni í spönsku 1. deildinni. Nú um helgina vann Barcelona Real Mall- orca, 3-1, og var það Victor Munos sem opnaði markareikning Barcelona með hörkuskoti á 24. mínútu. Gary Lineker bætti við öðru marki skömmu síðar en Femandes skoraði þriðja markið. Real Madrid vann nauman sigur á Las Palmas en sjálfsmark Rodriguez var eina mark leiksins. Espanol er í þriðja sæti en liðið sigr- aði Real Murcia 1-4 á útivelli. -SMJ „Fjölskyldumenn fá fn“ Láms Guðmundsson knattspymu- maður dvelst nú hér á landi í stuttu en kærkomnu jólaffíi ásamt fjölskyldu sinni sem reyndar stækkaði núna 4. desember. Þá fæddist Lámsi og Ásu, konu hans, dóttirin Linda Björk. Lár- us segist allur vera að koma til en hann mun þó ekki fara með Bayer Uerdingen til Mexíkó en þangað fer liðið í æfingaferð 28. desember. „Við fjölskyldumenn fáum frí,“ sagði hinn stolti faðir þegar blaðamaður DV ræddi við hann í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Bilardo hafnaði 55 milljónum • Bilardo, landsliðsþjálfari Argentínu. Carlos Bilardo, sem stýrði liði Arg- entínu til sigurs í Mexíkó í sumar, hafhaði nýlega tilboði frá Kólumbíu um að þjálfa landslið Kólumbiu næstu þrjú árin. Fyrir vikið átti Bilardo að fá 55 milljónir króna. Að sögn Virgilio Barco, formanns knattspymusam- bands Kólumbíu, átti Bilardo að koma Kólumbíumönnum í úrslit HM á Ítalíu 1990. Ef það hefði tekist hefði Bilardo verið laus allra mála og fengið að snúa aftur til Argentínu fyrir keppnina sjálfa þannig að hann hefði getað var- ið titilinn með Argentínumönnum. En Dr. Bilardo framlengdi samning sinn við Argentínumenn og er það hald manna að hann hafi ekki tapað á því. -SMJ Roberts til Rangers Enn hefur Graeme Souness tek- ið upp budduna og keypt leikmann til Glasgow Rangers. í gær snaraði hann 450.000 pundum eða um 30 milljónum króna á borðið og keypti Graham Roberts ffá Totten- ham. Souness hefur sagst þurfa að styrkja vömina hjá Rangers og hinum harðskeytta Roberts er ætl- að það hlutverk. í staðinn fyrir Roberts hefur Tottenham keypt Steve Hodges ffá Aston Villa. -SMJ úrvalslið. Áður eru komnar út bækurnar um Manchester United, Liverpool og West Ham. - Bækur sem enginn fótbolta- unnandi lætur fram hjá sér fara. NÝTT! Ferðasjónvarp. Ferðaútvarp. Ferðadiskó. Rafhlöður eða ZZ0 V. I eldhúsið, skrifstofuna, herbergið, útileguna, sumarbústaðinn, bílinn. ÍSBROT Bildshöfða 18 - s. 672240.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.