Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Page 39
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 39 Iþróttir Sheff. Wed. lagði Newcastle Sheffield Wednesday sigraði i gær Newcastle, 2-0, og er Sheffield nú í 5. sæti í 1. deild. Það voru þeir Lee Chapman og Carl Bradshaw sem skor- uðu mörk Wednesday í fyrri hálfleik. Þá gerðu Coventry og Manchester City jafntefli, 2-2. Coventry komst í 1-0 með marki Paul Gulpin en Steve Redmond jafnaði. Mickey Adams kom Coventry aftur yfir en aftur jafnaði Redmond. 1 2. deild náði Oldham Athletic for- ystunni í deildinni með 2-1 sigri á Bradford. Þá burstaði Stoke City Le- eds United, 7-2, og skoraði Nicky Morgan „Hat-Trick“. -SMJ Lineker skoraði - og Barcelona er með eins stigs foiystu Barcelona heldur eins stigs foiystu sinni í spönsku 1. deildinni. Nú um helgina vann Barcelona Real Mall- orca, 3-1, og var það Victor Munos sem opnaði markareikning Barcelona með hörkuskoti á 24. mínútu. Gary Lineker bætti við öðru marki skömmu síðar en Femandes skoraði þriðja markið. Real Madrid vann nauman sigur á Las Palmas en sjálfsmark Rodriguez var eina mark leiksins. Espanol er í þriðja sæti en liðið sigr- aði Real Murcia 1-4 á útivelli. -SMJ „Fjölskyldumenn fá fn“ Láms Guðmundsson knattspymu- maður dvelst nú hér á landi í stuttu en kærkomnu jólaffíi ásamt fjölskyldu sinni sem reyndar stækkaði núna 4. desember. Þá fæddist Lámsi og Ásu, konu hans, dóttirin Linda Björk. Lár- us segist allur vera að koma til en hann mun þó ekki fara með Bayer Uerdingen til Mexíkó en þangað fer liðið í æfingaferð 28. desember. „Við fjölskyldumenn fáum frí,“ sagði hinn stolti faðir þegar blaðamaður DV ræddi við hann í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Bilardo hafnaði 55 milljónum • Bilardo, landsliðsþjálfari Argentínu. Carlos Bilardo, sem stýrði liði Arg- entínu til sigurs í Mexíkó í sumar, hafhaði nýlega tilboði frá Kólumbíu um að þjálfa landslið Kólumbiu næstu þrjú árin. Fyrir vikið átti Bilardo að fá 55 milljónir króna. Að sögn Virgilio Barco, formanns knattspymusam- bands Kólumbíu, átti Bilardo að koma Kólumbíumönnum í úrslit HM á Ítalíu 1990. Ef það hefði tekist hefði Bilardo verið laus allra mála og fengið að snúa aftur til Argentínu fyrir keppnina sjálfa þannig að hann hefði getað var- ið titilinn með Argentínumönnum. En Dr. Bilardo framlengdi samning sinn við Argentínumenn og er það hald manna að hann hafi ekki tapað á því. -SMJ Roberts til Rangers Enn hefur Graeme Souness tek- ið upp budduna og keypt leikmann til Glasgow Rangers. í gær snaraði hann 450.000 pundum eða um 30 milljónum króna á borðið og keypti Graham Roberts ffá Totten- ham. Souness hefur sagst þurfa að styrkja vömina hjá Rangers og hinum harðskeytta Roberts er ætl- að það hlutverk. í staðinn fyrir Roberts hefur Tottenham keypt Steve Hodges ffá Aston Villa. -SMJ úrvalslið. Áður eru komnar út bækurnar um Manchester United, Liverpool og West Ham. - Bækur sem enginn fótbolta- unnandi lætur fram hjá sér fara. NÝTT! Ferðasjónvarp. Ferðaútvarp. Ferðadiskó. Rafhlöður eða ZZ0 V. I eldhúsið, skrifstofuna, herbergið, útileguna, sumarbústaðinn, bílinn. ÍSBROT Bildshöfða 18 - s. 672240.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.