Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 31 Nýjar bækur Nútímafólk í einkalífi og starfi eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guð- finnu Eydal. Bókin Nútimafólk i einkalífi og starfi er eftir sálfræðingana Áliheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal. Hér er á ferðinni hagnýt bók um líf nútíma- fólks, gleði þeirra og sorgir, dagleg vandamál og önnur afdrifaríkari, sem langflestir einstaklingar komast í kynni við fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Nútímafólk skiptist í fjórtán kafla og fjölmarga undirkafla. Eins og undirtitill hennar ber með sér, er annars vegar fjall- að um einkalíf fólks, svo sem ást, makaval, hvers vænst er af sambúð, barneign, samband fjölskyldu, vanda í sambúð, skilnaði, nýja sambúð og and- lega heilsu. Hins vegar er svo fjallað um starfið og raunar almennt um lífið í þjóð- félagi nútímans. Bókin er 223 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentsmiðju Áma Valdemars- sonar. Af menningarástandi eftir Halldór Laxness Var ætlun Halldórs að vekja þjóðina upp með andfælum og skaprauna yfir- völdum? „Landslýðurinn varð stundum mold- öskuvondur út af þessum skrifum mínum enda stillti ég vandamálunum oft upp á rosalegasta hátt. Það er augljóst að þarna eru á ferð strákur og kjaftaskur í einni og sömu persónu," sagði Halldór Laxness er hann greip niður í einn þátt- anna í nýrri bók sinni Af menningará- standi, sem komin er út hjá forlagi hans Vöku - Helgafelli. Viðamesti þátturinn í bókinni er rit- gerðin Af íslensku menningarástandi, sem Halldór skrifaði suður á Sikiley sumarið 1925 og birtist sem greinaflokk- ur í málgagni íhaldsflokksins, Verði, síðari hluta sama árs. Þá var Halldór 23 ára, ötull að segja þjóð sinni til syndanna og benda á það sem miður færi í þjóð- félaginu að hans mati. Skáldið unga ræðir um „skrælingja- eðli landans", fánýti ritdóma og rit- dómara, tísku og menningu, „kotrassa útum hvuppinn og hvappinn", kátbros- legar hugmyndir almennings um skáld- skap og þannig mætti lengi telja. Hér koma meðal annars í fyrsta sinn á bók frægar greinar sem oft hefur verið vitnað til svo sem Af íslensku menning- arástandi, Raflýsing sveitanna og Dreingjakollurinn og íslenska konan. Þá má nefna greinina Af vesturíslensku menningarástandi þar sem Halldór segir frá deilum sínum við ráðamenn vestur- íslensku blaðanna í Kanada og því er hann var kærður fyrir bandarískum yfir- völdum vegna skrifa sinna um rithöfimd- inn Upton Sinclair árið 1929, en þá dvaldist skáldið í Vesturheimi. Af menningarástandi er 49. bókin í rit- safiii Halldórs Laxness. Helgafell hóf útgáfu á þessum mikla bókaflokki fyrir allmörgum árum en Vaka-Helgafell hef- ur haldið verkinu áfram með nýútgáfum og endurútgáfum fyrri bóka skáldsins. Bókin er sett hjá Vöku - Helgafelli, prentvinnsla fór fram hjá Prentstofu G. Benediktssonar og bókband annaðist Bókfell hf. ■CENWOOD VEROUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN • Djúpsteikingapottur, verö frá kr. 7.100. - • Hraðsuðukanna, verð frá kr. 2.480. - © Samlokubrauðrist, verð frá kr. 3.100. - v Hraðsuðuketill, verð frá kr. 2.285. - Sýnishorn af jólagjöfum frá KENWOOD 'OL t einkalífi og slarfi ÁHhínður Stcinþórsdóttir Guðíinna Ey<lal HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695550 # Svínakjöt, nýtt og reykt # Lambakjöt, njttogreykt # Nautakjöt # Kálfakjöt # Aligæsir # ViIItar gæsir # Hið landsfræga Þykkvabæjarhangikjöt og allt meðlæti JOL I Alltí jólamatinn a góðu verði Allar vörur á stórmarkaðsverði verslunin Starmýri 2, s. 30420-30425
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.