Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 33 ______________________Meiming Kúgunin kvödd Joy Fielding: Hin konan. Þýðandi: Anna ÓlafsdótUr Bjömsson. 280 bls. Útgefandi: Iðunn, Reykjavík 1986. Hin konan byrjar sérkennilega og i rauninni hálfhallærislega. Ung stúlka, Nicole Clark, segir sjón- vaipskonunni, kennaranum og lögfræðingsfrúnni Jill Plumley að hún muni við fyrsta hentugt tæki- færi giftast David Plumley, manni Jill. Þar með hefur annar aðalglæp- urinn í sögunni, framhjóhald Davids, verið upplýstur áður en hann er framinn. Hinn, sem er ekki síður örlagaríkur fyrir Jill þó hann komi henni ekki jafnbeint við, er upplýst- ur í lokin. Bragðið í upphafi bókar gefur til kynna það sem koma skal. Hún er öíl skrifúð af mikill íþrótt og per- sónusköpunin sérstaklega skýr. Það eru þó fyrst og fremst konumar sem eiga hug höfundar allan og þó þær virðist sumar á köflum verstu flögð, eins og fyrsta eiginkona Davids, Plumley, eiga þær á sér aðra hlið, viðkvæmari og manneskjulegri. Jafnvel Nicole Clark, nýbakaði lög- fræðingurinn og hákarlinn sem reynir að haga sér eins og hin rán- dýrin á lögfræðiskrifstofunni, á sér fyrirsjáanlega örrnur örlög en sjö Bókmenntir Solveig K. Jónsdóttir dagana sæla þó út frá leikreglunm standi hún uppi sem einhvers kona sigurvegari. í Hinni konunni er það rækilega undirstrikað að raunverulegir sigur- vegarar eru Jill Plumley, yfirgefin eiginkona, og morðinginn, Beth Weatherby. Þær hafa báðar risið upp og gert það sem samviskan, réttlæt- iskenndin og sjálfsvirðingin bauð þeim þó það kostaði bæði blóð, svita og tár. Lífsgátur hversdagsins Joy Fielding hefur með Hinni konunni skrifað skáldsögu sem er skemmtileg án þess að vera eintóm afþreying. í bókinni er flett ofan af kvennakúgun í öllum mögulegum og ómögulegum myndum og kirfi- lega samansúrruðum blekkingar- heimi karlmanna í efri miðstétt lýst með hæfilegu ívafi af kímni. Þó bók- in sé rituð í Bandaríkjunum um Bandaríkjamenn er alveg öruggt að lesendur hvar sem er í heiminum þekkja aðfarimar og manngerðimar þó aflt sé með amerískum blæ. Hver ætli kannist til dæmis ekki við vinnuþrælkun manna á uppleið, vandamál skilnaðarbama og erfið- leika kvenna sem reyna að hagræða vinnutíma til að þóknast eiginmanni og fjölskyldu? Og ef til vill er alveg óþarfi að vera að tala um vanda í þessu sambandi; lífsgátan hjá mörg- um er nú ekki merkilegri en að reyna að ráða fram úr viðlíka viðfangsefh- um. Að öllu samanlögðu er óhætt að segja að Hin konan er stórskemmti- leg bók, vel skrifuð og vel þýdd. Hún fjallar um venjulegt fólk, við venju- legar jafnt sem óvenjulegar aðstæð- ur og er ein af þessum bókum sem dálítil átök þarf til að leggja frá sér þótt komið sé vel fram yfir miðnætti. -SKJ- Cylinda uppþvottavélar ★ sænskar og sérstakar Taka 14 manna borðbúnað og fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, þurrkun, hljóð- leika og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! ara ábyrgð /FQmx HATUNI 6A SÍMI (91)24420 Nýjca bœkui írá Skuggsjá Ámi Óla Reykjavík f yrri tíma III Hér eru tvœr síðustu Reykjavikur- bœkur Áma Óla, Sagt írá Reykjavík og Svipui Reykjavíkui, geínar saman út í einu bindi. Petta er þriðja og síðasta bindið af ritinu Reykjavík íyiri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill íróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og íorvemnum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og lifandi, og margar myndir prýða bœkurnar. Pétui Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáíu af Víkingslcekjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi em niðjar Jóns yngra Bjarna- sonar. Alls verða bindin fimm í þessari útgáfu af hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni em nefndir, em íjölmargar eins og í íyrri bindum ritsins, og mun fleiri heldur en vom í fyrstu útgáíunni. "X._ 'Wfi m| m s, s V Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum vid menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá íólki, sem hún kynntist sjálí á Snœfellsnesi, og einnig fólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta em írá sagnir aí sérstœðum og eítirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leimlœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.íl. Kaíli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er frá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgrims- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er aí | vísum í bókinni, sem margar haía hvergi birst áður. Pétur Eggerz Ævisaga Davíös Davíð vinnur á skrifstofu snjalls fjár- málamanns í Washington. Hann.er í sííelldri spennu og í kringum hann er sífelld spenna. Vinur hans segir við harni: „Davíð þú veist oí mikið. Þú verður að fara írá Ameríku eins fljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur fullur aí upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðareí takist að leika á þig, opna peningaskápinn og' hagnýta sér upplýsingamar." SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.