Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 60
■*
60
Fréttir
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - S. 20455 - SÆTUNI 8 S. 27500
Hinir vinsælu, frönsku
KWAY
hlífðargallar komnir aftur.
Settið kr. 2.430,-
Stakar buxur kr. 1.185,-
VESTURRÖST HF.,
Laugavegi 178
Lrtið tilefni til hækkunar
- segir aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar um
Stjóm Landsvirkjunar hefur ákveð-
ið að hækka gjaldskrá sína um 7,5%
frá áramótum. Segir Landsvirkjun að
sú hækkun svari til um 4,5% hækkun-
ar á smásöluverði rafinagns.
Landsvirkjun taldi sig þurfa að
hækka rafinagnið um 10-16,4%. Þjóð-
hagsstofriun taldi fyrirtækið hins
vegar aðeins þurfa innan við 1%
hækkun til að ná rekstrarjöfhuði.
Forstjóri Landsvirkjunar, Halldór
Jónatansson, hefur gagnrýnt umsögn
Þjóðhagsstofnunar, meðal annars sagt
hana ábyrgðarlausa og ganga þvert á
stefhu ríkisstjómarinnar í lántökum
erlendis.
Þá hefur Stefán Svavarsson, lög-
giltur endurskoðandi, sagt í áliti, sem
Landsvirkjun leitaði eftir, að umsögn
Þjóðhagsstofhunar sé alveg dæmalaus
Landsvirkjun
og lýsi miklu skilningsleysi á reikn-
ingsskilum fyrirtækisins.
Bolli Þór Bollason, aðstoðarforstjóri
Þjóðhagsstofiiunar, kvaðst í gær
hvorki hafa séð athugasemdir for-
stjóra Landsvirkjunar né athugasemd-
ir Stefáns.
„Þegar við höfum aflað okkur þess-
ara upplýsinga gerum við formlega
grein fyiir okkar afstöðu í málinu,"
sagði Bolli Þór.
„Meginniðurstaðan, sem við kom-
umst að, er sú að hækkunarþörfin er
í raun fyrst og fremst spuming um það
hvað á að byggja eiginfjárstöðu fyiir-
tækisins hratt upp.
Þetta er ekki spuming um reksturs-
kostnað, sem er aðeins 20%, heldur
fyrst og fremst spuming um fjár-
magnskostnað, sem er 80%.
Til marks um óvissuna í þessu er
tillaga forstjórans um 10% gjaldskrár-
hækkun en hún var ekki samþykkt
heldur var ákveðið að hækka um
7,5%.
Það sem við gerðum athugasemdir
við var að okkur finnst ósamræmi í
því að það er gert ráð fyrir að endur-
greiða lán á 20 árum, lán sem vom
tekin til að byggja virkjanir og mann-
virki, sem endast alveg ömgglega
miklu lengur.
Að svo stöddu teljum við mjög lítið
tilefiú til hækkunar en teljum eðlilegt
að bíða fram á næsta ár þegar launa-
og veiðlagshorfur hafa skýrst," sagði
Bolli Þór Bollason.
-KMU
Það iék allt I höndum kvennanna úr Jökuldalnum á námskeiðinu í Tómstundaiöjunni.
DV-mynd Anna
Jökuldalskonur á námskeiði:
Nú er úrelt að prjóna
vettlinga og sokka
Artna Ingólfadóttir, DV, EgDætöðum;
Mikill jólahugur var kominn í Jökul-
dalskonur, sem vom á námskeiði í
Tómstundaiðjunni á Egilsstöðum. Þær
vom að mála á postulín, sumar ný-
græðingar, en flestar höfðu farið á
námskeið þama áður. Allar vom þær
að búa til jólagjafir.
Konumar vom sammála um að
miklu skemmtilegra væri að gefa per-
sónulegar jólagjafir. Virtust allir
munimir sem þær handléku breytast
í listaverk. Þær em sjálfsagt svona
listrænar konur úr Jökuldalnum.
Guðrún Sigurðardóttir, eigandi
Tómstundaiðjunnar og handavinnu-
kennari Egilsstaðaskóla, heldur ýmis
námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa.
Hún sagði að töluvert væri um að
konur úr sveitunum tækju sig saman
og kæmu á námskeið. „Þær em þá
langduglegastar að mæta sem lengst
þurfa að fara,“ sagði Guðrún. Hún
kvaðst ánægð með konumar úr Jök-
uldalnum. „það er bara að fa þær til
þess að halda áfram. Það er orðið úr-
elt að prjóna vettlinga og sokka úr
afgangsgami og tími til kominn að
konur átti sig á því.“
Guðrún heldur m.a. námskeið í
postulíns- og trémálun, leirvinnslu,
bútasaumi, fatasaumi o.fl. Hún sá um
útimarkað sem rekinn var á Egilsstöð-
um sl. sumar. Telur hún að hægt sé
að selja næstum hvað sem er á
útimarkaðinum, sérstaklega það sem
unnið er úr náttúmlegum efiium. Því
er nauðsynlegt að efla smóiðnað í
sveitum.
SAMTÖKIN '78
JétjídAfrjleUuii
HVERFISGÖTU 105, RISIMU
LAUGARDAGINN 27. DESEMBER Kl— 23—03
KABARETT A MIÐNÆTTI
HOMMAR — LESBÍUR!
--j-FJÖLMENNIÐ !-—
rlírrn c 3acmoisöj