Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 46
46 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Tíðarandi Jólaball í Valhöll: Jólasveinn með fiðlu „Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi“ hljómaði á móti okkur þegar við komum í barna- heimilið Valhöll í síðustu viku en þá stóð yfir jólaball á staðnum og sannkölluð jólastemning í húsinu. Þau eldri vildu ólm fá að vita hven- ær jólasveinninn kæmi og vonuðu að hans væri ekki langt að bíða. Þau voru samt ekki öll jafiihrifin þegar sveinki kom og vildu sum ekkert við hann tala. Jólasveinninn, sem kom í Valhöll, hét Giljagaur og var gjaf- mildur mjög og gaf krökkunum mandarínur úr poka sínum. Honum var ýmislegt til lista lagt og spilaði m.a. á fiðlu sem sumum þótti stór- merkilegt. Jólasveinn sem hét Ásgeir og var bara plat „Veistu það að ég fór á jólaball um daginn og þar var jólasveinn sem hét Ásgeir og það var gat í skegginu á honum svo ég veit að hann var bara plat?“ sagði Þórey Vigfusdóttir, 5 ára, en hún var ein þeirra sem voru á jólaballinu í Valhöll. Þetta fannst henni hið versta mál en sagð- ist vera virkilega ánægð með Gilja- gaur sem kom í heimsókn til þeirra í Valhöll. Þórey og vinkona hennar, Álflieiður Anna Pétursdóttir, sögð- ust báðar setja skóinn út í glugga og fá oftast nammi í hann. Þegar við spurðum þær hvort þeim þætti gam- an að hitta jólasveininn litu þær undrandi á blaðamann og sögðu síð- ,Uppi á stól stendur mín kanna“ sungu krakkarnir í Valhöll og teygöu sig sem mest þau máttu, Giljagaur sá um undirleiklnn á fiöluna sína. DV-mynd GVA Þórey Vigfúsdóttir, 5 ára, og Alfheiöur Anna Pétursdóttir, 5 ára, voru Hugi Halldórsson, 5 ára, en hann alveg vissar um að jólasveinarnir ættu heima uppi í fjöllum en Þórey vill helst fá fjarstýrðan bíl i jólagjöf. var svo óheppin aö lenda á jólaballi um daginn þar sem jólasveinninn hét Ásgeir og þaö fannst henni afleitt. an „Jahá“ eins og krökkum einum er lagið. En hvar halda þær að jólasvein- amir eigi heima? „Þeir eiga heima í fjöllunum," voru þær stöllur sam- mála um. Pakkamir eiga greinilega hug bamanna og sögðu þær Þórey og Álfheiður að það skemmtilegasta á jólunum væri þegar þær fengju að opna pakkana. Vil helst fá pylsur á jólunum „Jesús verður að eiga afmæli eins og allir hinir," sagði Hugi Halldórs- son, 5 ára snáði, sem við hittum á jólaballinu í Valhöll þegar við spurðum hann hvort hann vissi hvers vegna við héldum jólin hátíð- leg. Mesta tilhlökkunarefiúð hjá Huga eins og hjá þeim Þóreyju og Álfheiði var að opna pakkana, en svo sagðist hann líka hlakka til að borða jólamatinn. Helst vill Hugi fá pylsur á jólunum og sagðist vera næstum því viss um að sú ósk mundi rætast. Hugi sagðist setja skóinn út í glugga af þeirri einfoldu ástæðu að hann vildi fá eitthvað í hann frá jóla- sveininum. Hann sagðist aldrei fá nammi, heldur alls konar dót. Hann er samt ekki búinn að fá það í skó- inn sem hann langar mest að fá í jólagjöf en það er fjarstýrður bíll. Hugi var sammála stelpunum tveim og sagði að jólasveininn ætti heima uppi í fjöllum. Hann sagði að jólasveinamir ættu örugglega heima í Grýluhelli vegna þess að mamma þeirra héti Grýla. Þetta er allt einf- alt og augljóst í hugum krakkanna sem trúa á jólasveinana og hlakka greinilega til jólanna. María Guðmundsdóttir bréfberi kemur færandi hendi með jólapóstinn. Jólaannir bréfberum hjá Það eru annir hjá mörgum starfs- stéttum nú síðustu dagana fyrir jól, meðal þeirra eru bréfberar sem sjá um að koma jólakortunum sem og öðrum pósti til skila fyrir hátíðina. Það er mikið magn af pósti sem fer um hendur starfsmanna póstsins og að sögn Kristjáns Hafliðasonar, yfir- deildarstjóra hjá póstinum, vegur jólapósturinn nú vel um 330 tonn. Um 60 tonn fara til útlanda en um 270 tonnum af pósti er dreift innan- lands. Við hittum Maríu Guðmundsdótt- ur bréfbera þar sem hún var að bera út í hverfið sitt, sem er Snorrabraut- in og nokkrar götur þar í kring, og spurðum hana hvemig hefði gengið nú fyrir jólin. „Þetta er miklu auð- veldara nú en oft úður, þar sem við höfúm nú aðstoðarfólk og jólakortin eru öll borin út jafnóðum. Þetta er vitanlega aðaltömin á árinu og mað- ur er alveg uppgefinn þegar heim kemur þannig að jólaundirbúning- urinn situr á hakanum," sagði María. Eins og sjá má er María vel hlaðin af pósti og spurðum við hana hvað hún setti eiginlega mikið í hvem poka. „Það má troða tólf kílóum í hvem poka og svo erum við oft líka með hjólagrindur," sagði María. Að öllu jöfhu er aðeins farið með póst einu sinni á dag í hverfin, en nú er hins vegar borið út allan dag- inn og síðustu bréf fyrir jól verða borin út á aðfangadagsmorgun. María sagðist halda að þeim tækist að koma öllum pósti til skila fyrir jól svo framarlega sem samgöngur yrðu góðar. Hún sagði að helsta vandamálið hjá þeim væri þegar póstur væri illa merktur. „Við reyn- um okkar ýtrasta til að finna rétta viðtakendur en ef það gengur ekki sendum við bréfin í póstdreifingar- stöðina í Ármúla og þar er haldið áfram að reyna að finna út hver á að fá póstinn. Oft gengur það upp og þá geta viðtakendur fengið jóla- póstinn sinn seinni hlutann í janúarmúnuði á nýju ári,“ sagði hún. -SJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.