Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
53
Kaupir ríkið
Hotel Valholl?
Alþingi samþykkti heimild í Qárlög
til að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöll-
um og taka til þess nauðsynleg lán.
„Þeir hafa falast eftir hótelinu en
það hefur ekkert verið rætt um verð
eða annað,“ sagði Jón Ó. Ragnarsson,
eigandi Valhallar.
„Ég leigði Ferðaskrifstofu ríkisins
hótelið síðastliðið sumar. Hún verður
einnig með það á leigu næsta sumar,“
sagði Jón.
-KMU
Þumalskrúfa
á Framsókn
„Þeir beita þumalskrúfu," sagði
Páll Pétursson, þingflokksformaður
framsóknarmanna, um skilyrði sem
sjálfstæðismenn settu fyrir því að
draga úr skerðingu, sem fjárlagafrum-
varpið gerir ráð fyrir, á Jö&iunarsjóði
sveitarfélaga.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
þvertók fyrir að draga úr skerðingu
Jöfhunarsjóðsins nema kostnaður við
skólaakstur og mötuneyti yrði færður
yfir á sveitarfélög. Á þetta skilyrði
gátu framsóknarmenn ekki fallist.
Skerðingin er því óbreytt.
„Við förum ekki að hóta stjómarslit-
um út af þessu máli,“ sagði Páll
Pétursson.
-KMU
Fundað á Selfossi vegna þrettándans:
Tillaga um
útgöngubann
Á Selfossi hafa helstu forráðamenn
bæjarins að imdanfömu fundað um
hugsanlegar ráðstafanir vegna þrett-
ándans á næsta ári til að koma í veg
fyrir að ólætin, sem urðu síðast, endur-
taki sig. Á þessum degi hefur yfirleitt
komið til mikilla óláta meðal skóla-
krakka í bænum undanfarin ár en þau
hafa aldrei verið eins slæm og síðast.
Haldnir hafa verið tveir fúndir þar
sem ýmsar tillögur hafa verið ræddar,
m.a. að virkja krakkana sjálfa meira
en gert hefur verið, að halda dansleik
fyrir þá til kl. 2 um nóttina og jafii-
framt að keyra sem flesta heim að
honum loknum. í sambandi við dans-
leikinn var rætt um að gefa frí í
skólum tvo fyrstu tímana daginn eftir.
Ein tillagan, frá slökkviliðsstjóranum,
á fyrsta fundinum var að hafa út>
göngubann þetta kvöld í bænum og
jafnframt að loka vegum að honum
en slíkt er nær ómögulegt í fram-
kvæmd þar sem þjóðvegur eitt líggur
gegnum bæinn enda mun tillagan hafa
verið sett fram meira i gamni en al-
vöru.
Á fyrsta fúndinum var fúlltrúi
grunnskólanema mættur og var sá
mjög neikvæður gagnvart öðrum til-
lögum en dansleik, sagði viðstöddum
að þeir mættu gleyma þessu er annað
var borið undir hann.
Ungmennafélagið á Selfossi bar
ábyrgð á hátíðahöldunum síðast en
nú verða þau á ábyrgð bæjarins. Bjöm
Gíslason, formaður ungmennafélags-
ins, sagði í samtali við DV að þeir
mundu áfram sem áður halda fjöl-
skylduskemmtun um kvöldið með
skrúðgöngu, jólasveinum, brennu og
álfadansi. Hann sagði að enginn
ákveðin tillaga hefði enn verið sam-
þykkt á þeim fundum sem haldnir
hafa verið en málinu vísað til umsagn-
ar íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins.
-FRI
Snjóþungt hefur verið á norðanverðu landinu að undanförnu. Siglfirðingar
hafa orðið að gripa til þess ráðs að nota jarðýtur tii þess að ryðja götur.
DV-mynd örn Þórisson
Fréttir
Felldu hækkun
til aðgerða gegn
fíkniefhum
Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur,
Alþýðuflokki, um að hækka fi-amlag
til aðgerða gegn fíkniefnum úr einni
milljón króna upp í fimm milljónir
króna var felld með 26 atkvæðum
stjómarflokkanna gegn 23 atkvæð-
um; 21 atkvæði stjómarandstöðu-
þingmanna og atkvæðum Ellerts B.
Schram og ðlafe Þ. Þórðarsonar.
Níu stjómarþingmenn greiddu ekki
atkvæði.
Helgi Seljan, Alþýðubandalagi,
sagði það þinghneyksli að fella þessa
tillögu )>egar rétt áður hefði verið
samþykkt íjárveiting til reiðhallar
og stóðhestastöðvar.
-KMU
Gisli Stefánsson afhendir Hjalta Sigurðssyni, formanni verkamannabústaðanefndar, lyklana að húsinu. A milli
þeirra er Bjarni Stefánsson, bæjarstjóri á Eskifirði. DV-myndir Emil^
Veikamannabústaðir á Eskifírði:
Tvær íbúðir afhentar
Emil Thorarereen. DV, EskifiiðL
Tvær íbúðir í tvíbýlishúsi að Dal-
barði 2 og 4, sem stjóm verkamanna-
bústaða hefúr byggt, hafa nú verið
afhentar. Önnur íbúðin er tæpir 100
fermetrar en hin rúmlega 100 fermetr-
ar.
Hafist var handa við byggingafram-
kvæmdir í júní 1985. Áður hafði farið
fram talsverð undirbúningsvinna í
formi bréfaskrifta til Reykjavíkur til
að fá að byggja þessar íbúðir. Að sögn
Hjalta Sigurðssonar, formanns verka-
mannabústaðanefiidar, tók sú vinna
um tvö ár.
Húsið er fúllfrágengið að utan sem
innan og íbúðimar hinar smekkleg-
ustu. Þær eru fullfrágengnar, teppi á
stofúgólfi, flísar á forstofú, eldavél,
vifta í eldhúsi og skápar í svefnher-
bergjum. Lóðin er einnig fullfrágengin
og búið að girða hana og planta viðju
til að mynda skjólvegg.
Verkamannabústaðanefnd fól þeim
Gísla Stefánssyni og Bjarka Gíslasyni
að annast byggingtma.
Byggingameistari var Bjarki Gísla-
son. Aðrir sem sáu um framkvæmdir
vom Gísli Stefánsson, Hjalti Sigurðs-
son, Vélaverkstæði Eskifjarðar hf. og
Guðmundur Svavarsson. Innréttingar
vom keyptar hjá Brúnási hf. á Egils-
stöðum. Verð á minni íbúðinni er 3,9
milljónir króna en um 4,2 milljónir á
þeirri stærri.
Hið nýja tvibýlishús að Dalbarði sem stjórn verkamannabústaða lét reisa.
ökuferðin hjá þessum fékk miður skemmtilegan endi i gærkvöldi þar sem hann kom akandi i átt að Melatorgi.
Ökumaöurinn missti stjórn á bfl sínum meö þeim afleiöingum að hann stakkst inn i grenilundinn við torgið og
skall þar á einu trénu. DV-mynd S