Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 31
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 31 Nýjar bækur Nútímafólk í einkalífi og starfi eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guð- finnu Eydal. Bókin Nútimafólk i einkalífi og starfi er eftir sálfræðingana Áliheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal. Hér er á ferðinni hagnýt bók um líf nútíma- fólks, gleði þeirra og sorgir, dagleg vandamál og önnur afdrifaríkari, sem langflestir einstaklingar komast í kynni við fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Nútímafólk skiptist í fjórtán kafla og fjölmarga undirkafla. Eins og undirtitill hennar ber með sér, er annars vegar fjall- að um einkalíf fólks, svo sem ást, makaval, hvers vænst er af sambúð, barneign, samband fjölskyldu, vanda í sambúð, skilnaði, nýja sambúð og and- lega heilsu. Hins vegar er svo fjallað um starfið og raunar almennt um lífið í þjóð- félagi nútímans. Bókin er 223 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentsmiðju Áma Valdemars- sonar. Af menningarástandi eftir Halldór Laxness Var ætlun Halldórs að vekja þjóðina upp með andfælum og skaprauna yfir- völdum? „Landslýðurinn varð stundum mold- öskuvondur út af þessum skrifum mínum enda stillti ég vandamálunum oft upp á rosalegasta hátt. Það er augljóst að þarna eru á ferð strákur og kjaftaskur í einni og sömu persónu," sagði Halldór Laxness er hann greip niður í einn þátt- anna í nýrri bók sinni Af menningará- standi, sem komin er út hjá forlagi hans Vöku - Helgafelli. Viðamesti þátturinn í bókinni er rit- gerðin Af íslensku menningarástandi, sem Halldór skrifaði suður á Sikiley sumarið 1925 og birtist sem greinaflokk- ur í málgagni íhaldsflokksins, Verði, síðari hluta sama árs. Þá var Halldór 23 ára, ötull að segja þjóð sinni til syndanna og benda á það sem miður færi í þjóð- félaginu að hans mati. Skáldið unga ræðir um „skrælingja- eðli landans", fánýti ritdóma og rit- dómara, tísku og menningu, „kotrassa útum hvuppinn og hvappinn", kátbros- legar hugmyndir almennings um skáld- skap og þannig mætti lengi telja. Hér koma meðal annars í fyrsta sinn á bók frægar greinar sem oft hefur verið vitnað til svo sem Af íslensku menning- arástandi, Raflýsing sveitanna og Dreingjakollurinn og íslenska konan. Þá má nefna greinina Af vesturíslensku menningarástandi þar sem Halldór segir frá deilum sínum við ráðamenn vestur- íslensku blaðanna í Kanada og því er hann var kærður fyrir bandarískum yfir- völdum vegna skrifa sinna um rithöfimd- inn Upton Sinclair árið 1929, en þá dvaldist skáldið í Vesturheimi. Af menningarástandi er 49. bókin í rit- safiii Halldórs Laxness. Helgafell hóf útgáfu á þessum mikla bókaflokki fyrir allmörgum árum en Vaka-Helgafell hef- ur haldið verkinu áfram með nýútgáfum og endurútgáfum fyrri bóka skáldsins. Bókin er sett hjá Vöku - Helgafelli, prentvinnsla fór fram hjá Prentstofu G. Benediktssonar og bókband annaðist Bókfell hf. ■CENWOOD VEROUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN • Djúpsteikingapottur, verö frá kr. 7.100. - • Hraðsuðukanna, verð frá kr. 2.480. - © Samlokubrauðrist, verð frá kr. 3.100. - v Hraðsuðuketill, verð frá kr. 2.285. - Sýnishorn af jólagjöfum frá KENWOOD 'OL t einkalífi og slarfi ÁHhínður Stcinþórsdóttir Guðíinna Ey<lal HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695550 # Svínakjöt, nýtt og reykt # Lambakjöt, njttogreykt # Nautakjöt # Kálfakjöt # Aligæsir # ViIItar gæsir # Hið landsfræga Þykkvabæjarhangikjöt og allt meðlæti JOL I Alltí jólamatinn a góðu verði Allar vörur á stórmarkaðsverði verslunin Starmýri 2, s. 30420-30425

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.