Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 9
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 9 Utlönd Uberace látinn Ólafur Amaisan, DV, New York Píanóleikarinn heimskunni Valent- ino Liberace lést í gær úr blóðsjúk- dómi, lungnaþembu og hjartabilun, sextíu og sjö ára gamall. Það er reynd- ar talið að þessir sjúkdómar sem drógu Liberace til dauða hafi verið afleiðing- ar eyðni. Liberace fæddist árið 1919 í Visco- unsin. Hann þótti ungur sýna mikla hljómlistarhæfileika og ellefu ára gamall var hann farinn að spila í kvik- myndahúsum með þöglum myndum. Á sjötta áratugnum reis loks frægð- arsól Libferace þegar hann byijaði með sinn eiginn sjónvarpsþátt. Fljótlega þótti ljóst að Liberace væri kynhverfúr og var því haldið fram í fjölmiðlum á sjötta áratugnum. Liberace höfðaði nokkur meiðyrðamál á þeim tíma og vann þau öll saman. I gærkvöldi var rætt við ýmsa vini og kunningja Liberaces í sjónvarps- fréttum í Bandaríkjunum. Meðal þeirra var Milton Burle, grínistinn kunni. Sagðist Burle ekki koma fram til þess að syrgja fráfall Liberaces heldur til þess að fagna lífshlaupi hans. Burle sagði að Liberace hefði verið hógvær og lítillátur maður þegar hann var ekki á sviði. Fólk elskaði hann vegna þess að hann kunni svo sannarlega að skemmta því. Kvað hann Liberace eitt sinn hafa haft orð á því að búningarnir, sem hann klæd- dist á hljómleikum, væru orðnir heldur dýrt spaug og það kann rétt að vera. Á hljómleikum sem Liberace hélt í Radio City Musichall í New York í nóvember klæddist hann meðal ann- ars skikkju sem var ftmmtíu kíló, loðfeldur hlaðinn gulli og gersemum. Hinn heimsfrægi píanóleikari Li- berace lést á heimili sínu í gær, sextiu og sjö ára að aldri. Simamynd Reuter Liberace á yngri árum ásamt bróður sínum George. Simamynd Reuter Fangar pyntaðir í El Salvador Samviskufangar í E1 Salvador, sem látnir voru lausir í skiptum fyrir ofursta í her landsins, segja að þeir hafi verið pyntaðir meðan á fangelsis- vistinni stóð auk þess sem þeim hafi verið gefin róandi lyf og þeim nauðgað. Samkvæmt frásögn þeirra voru þeir klæðalitlir svo dögum skipti, með bundið fyrir augun, hlekkjaðir og þeim meinað að fara á salemi. Konum var nauðgað til þess að reyna að brjóta þær niður og börn og fjölskyldur þeirra urðu fyrir áreitni. Ákærur þessar komu degi eftir að fimmtíu og sjö verkalýðsleiðtogar, starfsmenn mannréttindasamtaka og aðrir pólítískir fangar höfðu fengið frelsi til þess að vinstri sinnaðir skæruliðar slepptu ofurstanum Omar Napoleon Avalos. í síðustu viku var fjörutíu og tveimur særðum skærulið- um og stuðningsmönnum þeirra sleppt og var rómversk-katólska kirkjan milligönguaðili. Snemma á þessum áratug myrtu ör- yggissveitir í E1 Salvador þúsundir manna en talið er að ástandið þar hafi batnað. En erlend mannréttinda- samtök fullyrða að föngum sé enn þá misþyrmt og þeim haldið án þess að réttarhöld hafi farið fram. Forseti El Salvador, Jose Napoléon Duarte, fagnar Omar Napoleon Avalos ofursta sem skæruliöar höfðu haldiö í fimmtán mánuði. Var honum sleppt i skiptum fyrir samviskufanga. Símamynd Reuter Sjálfvirkur símsvari með fjar- stýringu sem bæði svarar og tekur við skilaboðum. Örtölvustýrður og notar venjulega kassettu. RHFEinD ÁRMÚLA 23 2. haeð 108 REYKJAVÍK SfMI 687870 VILTU LOSIMA ÚR SÍA/IAIMUM? LÁTTU símsvarann KAUPSKIP H/F SIMI 96-27035 INNFLYTJENDUR ATHUGIÐ! M/S COMBI ALFA lestar til íslands: í Avero-Portúga! 3.-5. febr. í Rotterdam 10. febr. í Esbjerg 12. febr. Næsta lestun: Avero í 10. viku Rotterdam í 10. viku Esbjerg í 11. viku Nánari upplýsingar í síma 96-27035 KAUPSKIP H/F, P.O. Box 197, Strandgötu 53, 602 Akureyri. BLAÐBURÐAR- FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Tjarnarstig Miklubraut 3-90 Tjarnarbói Lambastaðabraut ***#*#*#*#*#*#*##** KÓPAVOGUR Baldursgötu Hlíöargerði Auðbrekku Bragagötu Melgeröi Langabrekku Nönnugötu Mosgerði Laufbrekku Urðarstíg Nýbýlaveg 2-60 AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.