Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Ósigur kúgarans Filippseyingar hafa vonir um, að lýðræði hafi verið endurreist. Corazon Aquino forseti sigraði með miklum yfirburðum í kosningum um nýja stjórnarskrá. Tilraun kúgarans gamla, Ferdinands Marcosar, til valdaráns fyrir kosningarnar mistókst. Það var honum mikið áfall. Æðstu valdamenn í hernum stóðu vörð um frú Aquino og lýðræðið. En lýðræðið stendur tæpt á Filipps- eyjum. Við öðru var ekki að búast eftir tveggja áratuga völd Marcosar. Stjórn hans var einræðisstjórn. Hann hrökklaðist frá völdum fyrir tæpu ári. Hann gæti enn orðið hættulegur. Marcos hefst við í Bandaríkjunum og flytur áróður gegn lýðræðinu á Filippseyjum. Honum er tamt að saka andstæðinga sína um kommúnisma eða daður við kommúnista. Þau ummæli hans í bandarískum fjölmiðlum munu hafa mikil áhrif á sjónarmið Banda- ríkjamanna. Fólk í Bandaríkjunum óttast kommúnista, og oft nægir gömlum fasistum að kalla andstæðinga sína kommúnsta. Þá fá þeir gjarnan stuðning Banda- ríkjamanna. Marcosfj ölskyldan gæti þannig eitrað út frá sér. Bandaríkjastjórn á eftir að vera mikilvægur þáttur í þróun mála á Filippseyjum, í þessu gamla lepp- ríki Bandaríkjamanna. Þótt Reaganstjórnin hafi ekki snúizt gegn Aquino forseta, verður spurning, hvernig stjórnin bregzt við framvegis. Ýmsir atburðir munu enn verða á Filippseyjum, líklega frekari tilraunir til valda- ráns. Hættan verður líklega síður sú, að Marcos karlinn snúi aftur, frekar, að einhvers konar herforingjastjórn taki völd. Frú Aquino reynir að semja við skæruliða kommúnista. Það er þáttur í starfi hennar við að tryggja ástandið, en hún hefur ekki í huga, að kommúnistar fái teljandi völd. Þetta er einmitt það, sem Marcos notar gegn henni til að setja kommúnistastimpil á stjórn hennar. Sigur Aquinos var afgerandi í kosningunum. Nýja stjórnarskráin endurreisir ýmis lýðréttindi og dregur úr völdum forsetans. Stjórnarskráin á að verða trygging fyrir því, að ógnarstjórn verði ekki. Ekki verði stjórnað með tilskipunum. Menn verði ekki handteknir og hald- ið föngnum án dóms og laga. Dreifing valds er ríkur þáttur í stjórnarskránni. Hún er nauðsynlegur hlekkur í endurreisn lýðræðisins. Filippseyingar hafa nú fundið til lýðræðis. Almenningur mun reyna að tryggja lýðræð- ið, hvað sem foringjar í hernum segja. En stjórnin verður erfið. Marcos skildi eftir sig þjóð í örbirgð. Hann og fjölskylda hans tóku til sín gífurleg- ar fúlgur, en almenningur er snauður og atvinnuleysi mikið. Stjórn Marcosar gerði út morðingja til að stöðva andstæðinga sína. Andstöðumenn stjórnarinnar sættu pyntingum í fangelsum. Herinn fór sínu fram. Erfitt verður fyrir ríkisstjórn og forseta að hafa hemil á her- mönnum. Það sýndi reynslan skömmu fyrir kosningar, þegar skotið var á mótmælendur í kröfugöngu og marg- ir felldir. En þessi tilráun með lýðræði gæti tekizt. Filippseyjar eiga að verða mikilvægur hlekkur meðal lýðræðisþjóða. Tækifærið gefst, en þá má stjórnin í Washington halda vöku sinni og ekki láta blekkjast í ótta við kommúnisma. Marcos og kona hans höfðu keypt hermannabún- inga, og flugvél beið þess að flytja þau til Filippseyja, þegar tilraun var gerð til valdaráns skömmu fyrir kosn- ingarnar nú. Karlinn verður vonandi áfram, þar sem hann er kominn. Haukur Helgason. Kjaradeila BHMR við fjármálaráðherra Kjaradeilur og samningamál hvers konar hafa verið ofarlega á baugi á undanfömum vikum, jafhframt því að ASÍ og VSÍ hafa samið um lág- markslaun í landinu. í kjölfar þess hafa síðan ýmsir hópar innan og utan ASÍ samið um hærri lágmarks- laun og um þessar mundir standa sjómenn enn í kjaradeilu og opin- berir starfsmenn hafa enn ekki náð samkomulagi við sína viðsemjendur. Hér verður fjallað um eina af þessum deilum, kjaradeilu háskólamennt- aðra starfsmanna ríkisins við fjár- málaráðherra. Ofannefadar kjaradeilur verða að skoðast í ljósi þeirrar staðreyndar að kjörum er mjög misskipt í þessu þjóðfélagi og virðist það misræmi fara stöðugt vaxandi. Nýlega hefar Þjóðhagsstofaun birt tölur sem sýna, svo ekki verður um villst, að launa- munur er mikill milli vissra hópa launþega og sérlega var áberandi hve lág laun opinberir starfsmenn höfðu, miðað við aðra launþega landsins. Samningaréttur takmarkaður Það verður ekki véfengt að há- skólamenntaðir starfsmenn ríkisins hafa stöðugt dregist aftur úr starfs- bræðrum sínum á almennum vinnu- markaði undanfarin ár. Launataxtar opinberra starfsmanna eru há- markstaxtar þeirra en taxtar há- skólamanna á almennum markaði eru lágmarkstaxtar sem y&borganir hlaðast utan um. Taxtar háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna eru þar að auki mun lægri en taxtar á al- mennum markaði. Mjög ítarleg kjarakönnun, sem Hagstofan lauk við vorið 1984, leiddi í ljós að laun háskólamanna á almennum markaði voru rúmlega 60% hærri en háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. Þessi launamismunur, sem farið hefúr vaxandi síðan könnun þessi var gerð, hefúr ekki fengist leiðréttur. Ein aðalástæða þessa launamismun- ar er að mínu mati sú að samnings- réttur háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna hefúr hingað til verið mjög takmarkaður og án verkfalls- réttar. Þess vegna hafa háskóla- menntaðir starfsmenn ríkisins ekki getað fylgt kröfúm sínum eftir á eðli- legan hátt. Þetta ástand hefar fjármálaráðherra nýtt sér til hins ýtrasta til þess að halda launum þessara starfsmanna sinna niðri. Fjármálaráðherra lokar augunum Háskólamenn í BHMR hófa í byij- un janúar samningaviðræður við fúlltrúa fjármálaráðherra á grund- velli nýrra laga um samningsrétt opinberra starfsmanna. Hin nýju samningsréttarlög fela í sér samn- ingsrétt með verkfallsrétti og fúllt samningsumboð hjá hverju einstöku aðildarfélagi BHMR. Markmið samningaviðræðnanna í upphafi var að gera rammasamning um laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna sem tryggi þeim lágmarkslaun í sam- ræmi við laun annarra launþega í landinu. Jafaframt var farið fram á samræmingu við þau launakerfi sem gilda á almennum markaði. KjaUariim Júlíus K. Björnsson formaður BHMR Stjóm BHMR lagði fram ítarlega kröfagerð með nákvæmum kostnað- aráætlunum og greinargerðum. Þessari kröfagerð hafaaði fjármála- ráðherra án málefaalegs rökstuðn- ings. I stað lágmarkslauna og samræmingar við laun háskóla- manna á almennum markaði bauð fiármálaráðherra áfangahækkanir samkvæmt samkomulagi ASÍ og VSÍ og 3,5% kauphækkun þar til við- bótar. Á sama tíma hafa aðrir launþegar samið um launahækkanir sem nema taugum prósenta og launaleiðréttingar af allt annarri stærðargráðu. Fjármálaráðherra virðist loka augunum fyrir því hve laun ríkis- starfsmanna standa nú langt að baki launum annarra launþega og hann virðist ekki reiðubúinn til að hefja raunverulegar samningaviðræður við BHMR. Átök sem mætti forðast En ný samningsréttarlög og sterk vitund háskólamanna um að þeir hafi lengi verið hlunnfamir gerir stöðuna ekki svona einfalda. Nú eru háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn ekki lengur tilbúnir að taka þátt í samningaviðræðum í margar vikur án þess að viðsemjandinn geri alvar- lega tílraun til að semja og hlutverki kjaradóms er lokið í samningskerfi þeirra. Handan við samningaborðið eru nú stéttarfélög sem hafa samn- ingsrétt með verkfallsrétti. Þetta virðist samninganefad fjármálaráð- herra ekki hafa skilið til fallnustu og er með vinnubrögðum sínum að kalla fram átök sem við eðlilegar kringumstæður mætti líklea forðast. Vegna viðbragða fjármálaráð- herra við kröfum BHMR hefúr viðræðum nú verið slitið og samn- ingsumboðið er komið til aðildarfé- laga BHMR á ný. í þessari stöðu geta félögin því valið á milli þess að halda til streitu þeirri kröfagerð sem stjóm BHMR hefúr þegar kyimt fjármálaráðherra og fengið algera frávísun á eða þau geta reynt frek- ari samningaviðræður með breyttri kröfagerð. Fulltrúaráð Hins íslenska kenn- arafélags hefur þegar tekið sína ákvörðun. Fulltrúaráðið lítur svo á að kröfagerð BHMR sé sú kröfagerð sem félagið stóð að og það hyggst nú efaa til almennrar atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls til að fylgja þeirri kröfagerð eftir. Fjöldi annarra félaga er einnig að búa sig undir svipaða hluti og því er brýnt að félagsmenn allra aðilarfélaga BHMR kynni sér kröfagerðir félaga sinna og taki þátt í atkvæðagreiðsl- um um verkfallsboðun og samninga. Hafa mótandi áhrif Ég tel að þessi fyrsta kjaradeila á grundvelli nýrra samningsréttarlaga hafi mótandi áhrif í tvennum skiln- ingi. I fyrsta lagi reynir nú á hvort háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn em tilbúnir til að berjast fyrir bætt- um kjörum á sama hátt og aðrir launþegar hafa gert um áratuga skeið. í öðm lagi, ef þessi réttur verð- ur ekki nýttur er eins vist að hin nýju samningsréttarlög verði dauður og ómerkur bókstafúr sem að engu gagni komi fyrir kjarabaráttu kom- andi tíma. Ég tel einnig að launa- munurinn sé orðinn slíkur að við hlytum að hafa íhugað að takmarka vinnuframboð okkar jafavel þótt samningsréttarlögunum heföi ekki verið breytt. BHMR félagar verða að vera reiðubúnir til þess að tak- marka vinnuframboð sitt ef þörf krefur og viðsemjendur þeirra verða ekki reiðubúnir til heiðarlegra og sanngjamra samninga. „Launataxtar opinberra starfsmanna eru hámarkstaxtar þeirra, en taxtar háskóla- manna á almennum markaði eru lág- markstaxtar sem yfirborgarnir hlaðast utan um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.