Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 15
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 15 Mér varð óglatt Yfirgengileg ósvífni Margt hefur maður séð á prenti um dagana en aldrei hef ég augum litið aðra eins ósvífni og fram kemur í viðtali við forsætisráðherra, Stein- grím Hermannsson, í Tímanum þann 30. jan. síðastliðinn. Ekki er nóg með að flokkur Stein- gríms hafi í áratugi haft foiystu um að halda Suðumesjasvæðinu af- skiptu um alla fyrirgreiðslu heldur hefiir Steingrímur sjálfur leitt þessa stefnu undanfarin ár og í tíð hans sem sjávarútvegsráðherra má segja að boginn hafi endanlega brostið. Til 1959 hafði verið algjört bann á að hingað kæmi nýtt fiskiskip. Það leystist þegar mhinihlutastjóm Al- þýðuflokksins komst til valda en tímabundið þó því aftur komst Framsókn til áhrifa. Hraðfrystihús Keflavíkur Þegar HK hóf göngu sína, sem hlutafélag í eigu Kaupfélagsins, gat það ekki fengið leyfi til að byggja bát. Þess í stað mátti það sjá um útborgun í nýja báta fyrir ýmsa utan af landi sem í staðinn lofuðu að leggja upp hjá HK 2-3 vertíðir sem svo var staðið misvel við. Meðal þessara báta vom Dalröst og Langanes frá Seyðisfirði, Þorleif- ur Rögnvaldsson, Ólafsfirði, o.fl. Fyrir kom að Suðumesjamenn hreinlega keyptu leyfi af „spekúlönt- um“ frá landsvæðum sem vom í náðinni samkvæmt Framsóknar- stefiiunni. Lengi var því um kennt að HK væri ekki í náðinni af því að kratar vom þar við stjóm. Þar kom að það breyttist en dugði þó ekki. HK er nefhilega á Suðumesj- um. Eitthvað lagaðist viðhorfið þó þegar framkvæmdastjóranum, sem fiá upphafi hafði barist við Fram- sóknarkerfið, var bolað frá og í staðinn tekinn SÍS-gæðingur, marg- reyndur í að koma fyrirtækjum á Kjallaiinn Ólafur Björnsson útgerðarmaður hausinn - að sjálfsögðu sendi SÍS okkur hann. Hvernig skal bjarga HK ef vilji ertil? í mörg ár hefur umræðan um að bjarga HK staðið. Á sama tíma og dótturfyrirtæki SÍS hafa dælt millj- ónatugum í Þorlákshöfii, Homa- fjörð, Djúpavog, Patreksfjörð og Gmndarfjörð hefúr nær ekkert verið gert fyrir HK. Ein aðaluppspretta SÍS til að fjármagna slíka endurreisn er Reginn h£, útibú SlS í Aðalverk- tökum, sem mokað hefúr milljóna- gróða af starfseminni hér í leiðinni. Reginn hf. hefur ekki lagt eina krónu í HK enn sem komið er. Stein- grímur talar nú um að Aðalverktak- ar eigi að leggja fram fé í HK eftir að bæjarstjóm Keflavíkur benti honum á þann möguleika síðastliðið sumar. Olíufélagið hf. fær meginhluta af sínum hagnaði af viðskiptum hér í heiðinni. Það hefur víða komið til hjálpar en ekki hér við HK. Þetta em þeir ásamt SÍS sem rök- rétt væri að legðu fram það hlutafé sem HK verður að fá ef það á að halda áfram starfsemi og auk þess þarf að skipta þar um alla stjómend- ur. Keflavíkurbær hefur þegar gefið þeim 4,6 milljónir króna fyrir kofa- drasl sem kosta mun stórfé að rífa. Það ætti að nægja sem framlag bæj- arbúa því þrátt fyrir allt tal um atvinnuaukningu af starfsemi HK þá er það nú svo að fátt sjómanna og ekkert yfirmanna á togurum HK hefur búsetu hér. Ekki einu sinni framkvæmdastjórinn nýi hefur séð „sóma“ sinn í að búa hér. Vandamál í sjávarútvegi Steingrímur segir: „Fiskvinnsla hér hefur á undanfömum árum dreg- ist aftur úr.“ Hveijir hafa farið með sjávarútvegsmál á íslandi þessi ár sem Steingrímur er að tala um? Er það ekki hann sjálfúr og svo vara- form. flokks hans, Halldór Ásgríms- son? Þingmenn stjómarliðsins hafa svo sem ekki haft orð á sér fyrir að standa í ístaðinu fyrir okkur hér á Suðumesjum, en hvers slags ráð- herrar em það sem „gleyma" heilum landshlutum séu þeir ekki jafnframt þingmenn þeirra? Er ekki þessi þankagangur dæmigerður fyrir framsóknarmenn í báðum stjómar- flokkunum? „Nú rjúka þeir upp“ Ég hef í gegnum tíðina ekki ástundað að veija þingmenn okkar, síður en svo. En of langt er hægt að ganga. Út yfir tekur þegar ráðist er að þeim úr þeirri átt sem síst skyldi. Steingrímur segir, þar sem hann talar um sölu á Gaut GK, sem Samvinnuhreyfingin var að kaupa af Suðumesjum. „Nú ijúka þeir upp, þessir menn (þingm. Rn.), þegar enn einn togarinn er að hverfa frá Suður- nesjum. Þeir hefðu þurft að grípa til aðgerða miklu fyrr.“ Ég get svo sem tekið undir að þingmenn okkar hafa verið slakir í kjördæmapotinu. En í þessu tilfelli og ýmsum öðrum eiga þeir málsbætur. Það sem skiptir sköpum varðandi kaupin á Gaut GK til Grundarfjarð- ar er að þar er lagt fram fé frá Regin hf. og Olíufélaginu hf. til þess að fjár- magna kaupin. Það era einmitt félögin sem ættu að láta HK hafa forgang. I fyrsta lagi af því að nær allan sinn gróða hafa þau af þessu svæði. I öðra lagi að starfsemin, sem þeir hafa gróðann af hér í heiðinni, hefúr veitt bæði HK og annarri atvinnustarfsemi á Suðumesjum harða og kostnaðar- sama samkeppni um vinnuafl sið- ustu áratugi. Á þann þátt er aldrei litið þegar rætt er um vandamálin hér. Kvótinn Steingrímur segir: „Verið getur að kvótakerfinu verði haldið áfram en það verður endurbætt." Þessu lýsti hann reyndar yfir í viðtali við Víkur- fréttir síðastliðinn vetur en kom svo af fjöllum þegar bæjarráð Keflavíkur hermdi þau ummæli upp á hann. Útgerð á Suðumesjum hlýtur að leggjast niður að óbreyttu kvóta- kerfi af þeirri einfoldu ástæðu að aðrir landshlutar, sem hafa miklu meiri kvóta, hljóta að vera í miklu betri stöðu til þess að borga hátt verð fyrir fiskiskip, að viðbættri sérstakri fyrirgreiðslu SlS-fyrirtækja þegar þau eiga í hlut sem oftast er. Núverandi kvótaskipting er því ein- mitt skipulegt fyrirkomulag til þess að leggja útgerð hér í rúst. Þar með er allt útlit fyrir að tveir framsókn- ar-sjávarútvegsráðherrar komi í verk því sem byggðastefiian lagði granninn að, það er að flytja alla útgerð og fiskvinnslu af þessu svæði. Aö lokum Ég hef fengist við útgerð og fisk- vinnslu í Keflavík síðustu þijátíu ár. Lengst af talið að við værum gætnir í fjárfestingum og staðið vel að rekstri enda vanskil óþekkt lengst af. Um áramótin 1981-1982 áttum við 94% i fyrirtæki okkar. Um siðustu áramót var eign okkar í fyrirtækinu komin niður í 10-15%. Við ákváðum því að selja allt áður en við þyrftum að standa frammi fyrir því að svíkja okkar viðskiptamenn endanlega um fé. Þetta er öðra fremur reynsla okkar af tveimur framsóknarsjávarútvegs- ráðherram í röð - þeim Steingrími Hermannssyni og Halldóri Ásgríms- syni með tilheyrandi fylgifiskum í kerfinu. Vel gætum við fengið þann þriðja ef marka má ástir Steingríms og Þorsteins. Er það furða að mér verði bumb- ult þegar höfuðpaurinn boðar nú frelsun sjávarútvegs á Suðurnesjum þegar hann biðlar til okkar um at- kvæði. Mér dettur í hug setning úr biblíu- ‘sögunum sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Allt þetta skal ég gefa þér... Ólafur Bjömsson „Um áramótin 1981-1982 áttum við 94% í fyrirtæki okkar. Um síðustu áramót var eign okkar í fyrirtækinu komin niður í 10 -15%.“ Laun heimsins eru íslendingar geta verið óttalega mótsagnakenndir. Þegar talað er um stjómmálaleiðtoga minnast nær all- ir á það hversu sköralegir Bjami Benediktsson og Ólafur Thors hafi verið og að stjómmálaleiðtoga nú- tímans vanti þennan skörungsskap. En þegar Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra sýnir skör- ungsskap og rekur óhæfan marrn úr starfi þá er þjóðin tilbúin að skera hann á háls. íslendingar era svolítið veikir fyrir trúðalátum í pólitík. Tökum Þor- stein Pálsson sem dæmi. Undir forystu hans hefur ríkisstjóminni tekist að snarminnka verðbólgu. Flestir virðast hins vegar búnir að gleyma því. Undanfama mánuði hafa menn miklu frekar skeggrætt um það að Þorsteinn sé ekki nógu „ákveðinn" sem leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins. Svo kemur Þorsteinn heim frá París, sparkar í afturendann á nokkrum félögum sínum í póli- tíkinni og segir sjómönnum að semja sjálfir við útgerðarmenn. Fólk júblar og fær gæsahúð af spenningi og ánægju yfir skörungsskapnum. Samt var þetta smámál miðað við allt ann- að sem Þorsteinn hefur gert í tíð ríkisstjómarinnar (og ríkisstjórnin auðvitað með honum). En þessi smáhristingur Þorsteins út af sjómannadeilunni nægði til að fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst í ný- legri skoðanakönnun DV. Veiklyndi þjóðarinnar Jón Baldvin Hannibalsson er lýs- andi dæmi um veiklyndi þjóðarinnar fyrir mönnum sem hafa hátt. Sam- kvæmt könnunum á fylgi flokkanna er Alþýðuflokkur Jóns Baldvins ýmist næststærsti eða þriðji stærsti flokkur landsins. Samt era sjö ár KjaHaiiim Ólafur Hauksson útgefandi hjá Sam-útgáfunni Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur ríkisstjómin fært íjölmargt til betri vegar. Fyrst og fremst hefur verð- bólga minnkað, úr 130% niður í 15-20%. Kaupmáttur hefur aukist veralega. Bilar og bensín hafa lækk- að í verði. Heildarskattbyrði hefur minnkað. Almenningur getur notað greiðslukort. Útvarpsrekstur hefur verið gefinn frjáls. En eykst fylgið út á þetta? Nei. ef marka má skoðanakannanir, þá rétt lafa stjómarflokkamir i sama fylgi og þeir höfðu við síðustu alþingis- kosningar. Það virðist einu gilda þótt stjóm- arflokkamir hefðu á þremur til fjóram undanfömum árum leyst öll vandamál þjóðarinnar. Þeir hefðu ekkert grætt fylgi á því. „Pólitíkin er skrítin tík. Stjórnmálaflokkar virðast nær aldrei fá fylgi út á það sem þeir gera vel heldur það sem heppnast illa hjá öðrum.“ síðan Alþýðuflokkurinn var í stjóm, og þá var stærsta afrek hans að heimila ferðamönnum að taka bjór með sér til landsins. Jón Baldvin talar digurbarkalega og segist geta leyst allan vanda, líkt og skörangum sæmir. Fyrir bragðið fær hann yfirleitt flest atkvæði í könnunum um það hvem fólk vill fá fyrir einræðisherra eða forsætis- ráðherra. Pólitíkin er skrítin tík. Stjóm- málaflokkar virðast nær aldrei fá fylgi út á það sem þeir gera vel held- ur það sem heppnast illa hjá öðrum. Jón Baldvin og flokkur hans njóta fylgis núna vegna þess að hann hef- ur verið duglegastur við að ala á óánægju og búa til slagorð. Og Jón Baldvin er sköralegur. Kjósendur kunna að meta slíka menn. Það skiptir minnstu máli hvort þeir geta haldið utan um þjóðarbúið eða ekki. Jón Baldvin hikar ekki þegar hann er spurður hvað hann mundi gera ef hann væri einræðisherra. Flestir minni skörangar hefðu efasemdir um réttmæti þess að hafa einræðisherra. Það er leiðinlegt til þess að vita að íslendingar skuli ekki geta hagað vanþakklæti sér í stjómmálum eins og öðrum málum. Með öðrum orðum. að velja þá aftur til forystu sem hafa staðið sig vel. Slikt er gert í íþróttafélögum. fyTÍrtækjum, hagsmunasamtökum o.s.frv. I staðinn gleymir fólk góða árangr- inum og eltist við þá sem era mestu trúðamir hverju sinni - og sýna skörangsskap. Sverrir Hermannsson er hins vegar undantekningin sem sannar regluna í þeim efnum. Ólafúr Hauksson „Það er leiðinlegt til þess að vita að islendingar skuli ekki geta hagað sér i stjórnmálum eins og öðrum málum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.