Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Spumingin Finnst þér að ríkissjón- varpið eigi að vera á fimmtudögum? Kristján Sveinsson verslunarmaður: Já, mér finnst það. Auðvitað á fólk að hafa valfrelsi um hvort það vill horfa á sjónvarpið á fimmtudögum eða ekki. Ég verð að viðurkenna það að þegar það myndast tómarúm í lífi mínu, eins og þegar konan mín er ekki heima, þá væri mjög notalegt að eiga kost á að horfa á sjónvarpið á fimmtudögum. Ólafur M. Ólafsson verslunarmaður: Nei, það er alveg ágætt að vera laus við sjónvarpið einu sinni í viku. Ef mig langar að horfa á sjónvarpið þá er ósköp einfalt að taka sér spólu. Ásgeir Björgvinsson húsasmiður: Ég er alveg sáttur við það fyrirkomulag sem er í dag. Ágætt að fá eitt kvöld frí i viku frá kassanum. Ég er alls ekki svo háður sjónvarpinu að ég lifi það ekki af. Énda er fjölmiðla- flóðið það mikið að þá einmitt getur maður snúið sér að einhverju öðru. Haraldur Sigfús yfirvélstjóri: Af- hverju ekki? Þó að ég sé sáttur við það að hvíla mig á sjónvarpi á fimmtudaginn þá finnst mér að fólk eigi að hafa valfrelsi um það sjálft hvort það vill horfa á imbann eða ekki. Bergþóra Aradóttir gjaldkeri: Það er nauðsynlegt að fá að hvíla sig einu sinni í viku á sjónvarpinu þannig ég er mjög sátt við núverandi fyrir- komulag. Það er einnig alveg yfir- drifið af öðrum fjölmiðlum svo fólki ætti ekki að leiðast. Ólöf Þórarinsdóttir gjaldkeri: Mér finnst þetta stórfínt eins og þetta er í dag. Ég er enginn sjónvarpssjúkl- ingur og geri bara eitthvað annað á fimmtudögum. Lesendur___________________dv Misskilinn Sigurður skrifar: Hvað sem líður tali manna um hreint loft og einmuna veðurblíðu á landi voru þessa dagana þá er það staðreynd að hvergi getur óhreinna land, eða réttara orðað skítugra, en landið okkar. Það er eins og það sé mun meiri mold í jarðvegi hér á landi en annars staðar. Jarðvegurinn er mjög gljúpur og lepja og aur mynd- ast fljótt og auðveldlega við minnsta hnjask. Því er það að mikill misskilningur er fólginn í að útbúa þessar graseyj- ar og graskanta hvar sem rúm er fyrir, meðfram helstu akstursleiðum innan höfuðborgarsvæðisins og raunar víðar. Þessar graseyjar gera ekkert gagn og augnayndi eru þær svo sannarlega ekki því þær eru gular mestan hluta ársins. Þær valda hins vegar miklum óhreinindum með því að úr þeim drýpur aur og leðja út á götumar þegar rignir og veldur ökumönnum og vegfarendum hinum mestu vandræðum. Þetta verður maður aldrei var við þegar maður er á ferðalagi í öðrum löndum. Jarð- vegur þar er hins vegar mun harðari en hér er. En það ætti þá að vera þeim mun meiri ástæða til að halda grasi og ræktuðum blettum fjarri götukerfinu. Jafnvel út á landsbyggðinni, t.d. á leiðinni til Selfoss, þar sem er bund- ið slitlag, er akstursleiðin mun hreinni en hér innanbæjar einmitt vegna þess að þar eru engir gras- kantar meðfram veginum. Því fyrr sem graseyjar og kantar eru fjarlægðir meðfram götum borg- arinnar því betra og myndi spara skattgreiðendum stórfé þar sem við- hald yrði ekkert, t.d. með slætti grassins yfir sumartímann. í stað eyjanna á einfaldlega að malbika bilið sem skiptir akreinum til hvorr- ar áttar. Undir þetta geta væntan- lega allir ökumenn og fótgangandi tekið. Ættu fleiri að tjá sig um þenn- an misskilda „fegurðarauka“ í gatnakerfinu. Að vísu þyrfti að gera mikið átak í hreinsunarmálum á götum og gangstéttum yfirleitt og hvetja borg- arbúa til að hreinsa þótt ekki væri nema í kringum sjálfa sig, lóðir sínar og gangstéttir við hús sín. Það er sérstakur viðburður ef húseigendur taka til hendi og sópa gangstéttir fyrir utan eignir sínar og ætlast til að borgin, hið opinbera, geri það. ekki, þær valda hins vegar miklum Mest af rusli og óhreinindum á gangstéttum er frá fólki sem um þær gengur svo það væri ekki ofverk þess að hreinsa það sjálft. Þetta þykir sjálfsagt í flestum menningarlöndum, t.d. víðast hvar í Evrópu. En í hreinlætismálum eru íslendingar ekki menningarþjóð enn sem komið er. „Mér finnst iþróttaþættimir allt of ein- hæfir, sýnið frá fleiri iþróttagreinum en fótbolta eða handbolta." RUV: Meiri fjöl- breytni Steinunn Baldursdóttir hringdi: „Mér finnst vanta alla fjölbreytni í íþróttaþættina hjá ríkissjónvarpinu, )að eru jú til fleiri íþróttagreinar en handbolti og fótbolti en gjörsamlega öllu púðrinu virðist vera eytt í það. Vonast ég eindregið til þess að þessu verði breytt og sýnt verði meira fiá öðrum íþróttagreinum, því fjölbreytt- £ira sem valið verður því betra.“ Sveitasælan svíkur engan Utanbæjarmaður skrifar: Vegna greinar er birtist fyrir stuttu, m.a. um það að óþarfi væri fyrir Reykvíkinga að leggja sig í hættu með því að fara upp í sveit að skoða fisk, langar mig að koma á framfæri. Telur þessi maður að fólk úr Reykjavík fari eingöngu upp í sveit til að skoða lax? Nei, fólk fer upp í sveit og upp á hálendið til þess m.a. að skoða hið fallega landslag sem landið býður upp á og njóta kyrrðarinnar sem þar ríkir. Nú og svo fer margt fólk upp í sveit eingöngu til að hitta skyldfólk eða kunningja. Því er ekki nóg að vera inn- an borgarmarkanna til að fá uppfyllt öll erindi sem fólk hefur til að fara upp í sveit. Smánarkjör farmanna Gamall sjómaður hringdi: Það er til ævarandi skammar hvílík smánarkjör farmönnum er boðið upp á. Einmitt nú þegar mikið góðæri er í landinu, sjómenn fá gott verð fyrir fiskinn og öll ytri skilyrði eru fyrir hendi, þá er snúið við þeim baki. Þegar þessir blessaðir ráðamenn eru að skammta sér er ekkert skorið við nögl samanber nýju bílamir borgarstjórans og Steingríms, það á kannksi eitt- hvað annað að gilda um þá, hvaða réttlæti sem er nú í því. Góðir íþróttaþættir Emil Einarsson hringdi: Ég vil byrja á því að þakka Bjama Felixssyni fyrir beinu útsendingamar á fótbolta og handbolta. Ég alveg ligg yfir þessu og fíla þetta í botn. Mér finnst Bjami líka hafa staðið sig með mikilli prýði og koma íþróttaþáttunum mjög vel frá sér. HRINGIÐ í SÍIVIA 27022 MTLliI KL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ Slepju- legir tilburðir Jón Guðmundsson skrifar: Eftir því sem maður horfir meira og meira upp á slepjulega tilburði Þórarins V. Þórarinssonar í far- mannadeilunni þess meira kann maður að meta fyrirrennara hans hjá V.S.Í. Það vom menn sem kunnu mannasiði og sýndu and- stæðingi sínum kurteisi og virð- ingu þrátt fyrir að þeir væm ekki sammála. Áldrei reyndu þeir að breyta uppkasti samninga bak við viðsemjanda sinn í þeirri von að hann væri svo syfjaður að hann tæki ekki eftir því og myndi skrifa undir. Nei, þeir vom menn er stóðu við það sem þeir sögðu. Þar sann- ast málshótturinn: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Europe best Europe-aðdáandi skrifar: Mig langar að koma á framfæri skilaboðum tíl Europe-aðdáenda. Hvemig væri nú að hressa upp á sig og hringja í vinsældalista rásar 2 á miðvikudaginn og gefa hljóm- sveitinni Europe atkvæði. Það er ekki nóg að fíla Europe og Iáta það ekki í ljós því vinsældir laga em mikið dæmdar eftir listanum. Hringið og njótið árangursins á fimmtudögum. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.