Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Fréttir Farmannadeilan: Sáttafundur að öllum líkindum boðaður í dag „Ég tel víst að ég boði deiluaðila í farmannadeilunni til sáttafundar í dag. Ég hef verið í sambandi við báða aðila undanfama daga og hef ekki talið ástæðu til að boða til fundar fyrr. Ég vil vera viss um að það þjóni ein- hvenum tilgangi að boða til fundar en ég tel það ekki hafa verið síðustu dagana," sagði Guðlaugur Þorvalds- son sáttasemjari í samtali við DV. í gær var fundur í kjaradeilu starfs- fólks í húsgagnaiðnaði en hann bar ekki árangur. Þar bjóða vinnuveitend- ur það sama og fólst í jólaföstusamn- ingunum en viðsemjendur þeirra vilja meira og þar við situr. Vinnunefndir hafa verið í gangi í deilu Sleipnismanna og viðsemjenda þeirra undanfarið en formlegur sátta- fundur hefur ekki verið boðaður. -S.dór Samúðaiverkfall Dagsbrúnar kært Vinnuveitendasamband Islands hef- ur kært til Félagsdóms samúðarverk- fall það sem Dagsbrún hefur ákveðið á uppskipun úr erlendum leiguskipum. Verkfallið á að hetjast á miðnætti næsta mánudags ef farmannaverkfall- ið stendur þá enn. Vinnuveitendur telja ólöglegt að setja verkfall á ákveðna þætti í starfi hafnarverka- manna. VSÍ kærir á svipuðum forsend- um og þegar Dagsbrúnarmenn neituðu að skipa upp vörum frá S-Afríku í fyrra. Vinnuveitendasambandið vann það mál fyrir Félagsdómi. -S.dór Starfsmenn svevtarfélaga sömdu: Samið til þriggja ára Jói G. Hauksson, DV, Akureyii; Rúmlega 2600 starfsmenn sveitar- félaga landsins fengu nýjan kjara- samning sem undirritaður var á Hótel KEA í gær. Samningalotan tók 72 klukkustundir. Samningurinn er til þriggja ára sem telst til tíma- móta nú á dögum. Laun hækka strax um 3,5% sam- kvæmt samningnum. Hann gildir frá 1. janúar sl. Hinn almenni vinnu- markaður vigtar hér eftir í launin sem þýðir að starfsmenn sveitarfé- laga hafa nú nálgast kjör manna á hinum ahnenna vinnumarkaði sem vinna sambærileg störf. Öll sveitarfélög landsins eiga aðild að samningnum nema Reykjavík, Akranes og Siglufjörður. Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru um helming- ur allra bæjarstarfsmanna landsins. Samningurinn á KEA í gær var líka tímamótasamningur vegna þess að í fyrsta skiptið voru starfsmanna- félög sveitarfélaganna í samfloti við gerð þeirra. Til þessa hefur launa- nefndin 'samið við einstök starfs- mannafélög sveitarfélaga. Rauði kross íslands: Safnar fyrír fjölskyldunna á Völlum Rauði kross íslands hefur ákveðið að leggja fram 100 þúsund krónur til handa fjölskyldunni sem missti aleig- una í brunanum á Völlum í Mýrdal og var framlaginu komið til skila í gær. Rauðakrossdeildin í Vík í Mýrdal mun taka við frekari framlögum og þeir sem vilja leggja þau fram geta haft samband við Vigfiis Guðmunds- son, formann deildarinnar, í síma 99-7201 eða 7232. Einnig er hægt að koma framlögum til aðalskrifstofu Rauða krossins í Reykjavík. -FRI Tímamótasamningar Jón G. Hauksaan, DV, Akureyii „Þetta eru tímamótasamningar. Við gerð þeirra voru ný vinnubrögð við- höfð. Við settumst ekki niður og skiptumst á beinum kröfum heldur settumst við niður sem heild til að ná sameiginlegum markmiðum," sagði Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ og forsvarsmaður launa- nefhdar sveitarfélaga, þegar samning- amir voru undirritaðir á KEA í gær. Jón G. Haukssan, DV, Akureyii; Anægður með samninginn Anægðir menn að aflokinni farsælli samningahrinu, f.v. JónGauti Jónsson og Erlingur Aðalsteinsson. DV-mynd JGH „Ég er ánægður með anda samnings- ins og samninginn sjálfan,“ sagði Erlingur Aðalsteinsson, forsvarsmað- ur starfsmannafélaga sveitarfélaga, eftir undirskrift samningsins í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem starfs- mannafélög sveitarfélaganna semja í samfloti við launanefndina en nefhdin sú þiggur umboð sitt frá viðkomandi bæjarstjómum. Til þessa hefur launa- nefhdin samið við einstök starfs- mannafélög. Erlingur sagði að markmið samn- ingsins væri að samræma innbyrðis laun starfsmanna sveitarfélaganna. „Fram að þessu hafa verið greidd mis- munandi laun fyrir sambærileg störf,“ sagði Erlingur. w Svipmyndir ur skemmtana- Kokam a Mission - úr dagbók jesúítaprests Mér fannst þó óþægilegt fyrst að fólk pískraði Mig hafði ekki órað fyrir þessum breytmgum á ogleitvið,tildæmisþegarviökomumáveitinga- högummmummeðanégvarískólanum-ég, staði.. .segirGunnhildurGunnlaugsdóttirsem þessi fátæka stelpa sem átti varla fötin utan á búsett er í Portúgal. mig.. .segir Sigríður Hannesdóttir leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.