Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Andlát Sigríður Tómasdóttir lést 29. jan- úar sl. Hún fæddist í Auðsholti í Biskupstungum 28. september 1909. Foreldrar hennar voru Vilborg Jóns- dóttir og Tómas Tómasson. Eftirlif- aridi eiginmaður Sigríðar er ísleifur Ólafsson. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið- Útfor Sigríðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. Hafsteinn Magnússon, Krókatúni 13, Akranesi, lést 28. janúar sl. Hann fæddist 26. ágúst 1931 á Bíldudal, sonur hjónanna Málfríðar Kristjáns- dóttur og Magnúsar Guðmundsson- ar. Hann var tekinn í fóstur af hjónunum Kristínu Halldórsdóttur og Kristni Guðmundssyni, bróður Magnúsar. Þau voru búsett á Akra- nesi og átti Hafsteinn heimili þar alla tíð. Hann var tvígiftur og eign- aðist þrjú börn í fyrra hjónabandi. Síðari kona hans er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir og eignuðust þau Qóra syni. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 6. febrú- ar kl. 14.30. » PANTANIR SÍMI13010 KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. OpiA á laugardögum Sendlar óskast strax á afgreiðslu DV. Uppl. í síma 27022. SMIÐIR Trésmiðir, komið og takið þátt í lokaátaki vegna opn- unar nýju flugstöðvarinnar í Keflavík. Rútuferðir, mötuneyti. Möguleiki á húsnæði á staðnum. Upplýs- ingar í símum 92-4755 og 91-53999. | | HAGVIRKI HF SÍMI 53999 Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða fólk í eftirtaldar stöður: 1. Forstöðumann við Æskulýðsheimilið við Flata- hraun. Starfið felst m.a. í skipulagningu unglinga- starfs auk vinnu við tómstundaheimili á daginn. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. 2. Starfsmann við Tómstundaheimilið. Um er að ræða starf frá 8.00 - 17.00 á daginn. Menntun og eða reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Laun samkvæmt samningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar varðandi þessi störf veitir æsku- lýðs- og tómstundafulltrúi í síma 53444. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Bæjarskrifstofu Hafnarflarðar, Strandgötu 6, fyrir 12. febrúar. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. I gærkvöldi Ólína Jónsdóttir húsmóðir: „Hver Ég veitti sérstaka athygli sjón- varpsdagskránni í gærkvöldi, í fréttunum tók ég eftir því sem Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri sagði varðandi þingkjöma nefrid sem í fleiri ár hefur íjallað um áfengismál og loks skilað niðurstöðu. Hvað skyldi þetta hafa kostað? og hver er árangurinn? Það eru ýmsir þættir í sjónvarpi sem ég fylgist með og finnst góðir, má þar nefna í takt við tímann, sem var á dagskrá í gærkvöldi, Kastljós, Stiklur, Nýjasta tækni og vísindi og Þingsjá, ennfremur má nefria ýmsa fjölbreytta fræðsluþætti sem skotið hafa upp kollinum öðru hvom og af bamaefhi langar mig til að nefiia Walt Disney, tékkneskar teikni- myndir, Línuna svo og gullkom eins og ævintýri H.C. Andersen og fleiri er árangurinn?“ Ólína Jónsdóttir. slík. Ennfremur finnst mér alltaf gaman að músík. Það er alltof mikið um að böm fari á mis við tónlist. Islendingar eiga svo mikið af efni- legu tónlistarfólki sem ætti að fá meiri aðgang að sjónvarpi. Og það mætti vera meira að efrii sem lyfir huganum upp á hærra plan, en minna af því sem hryllir mann, þá á ég við nýársleikrit sjónvarpsins. Það er margt í myndasafni sjónvarpsins frá fyrri árum sem mætti endurtaka. Á hátíðisdögum mætti vera meira af efrii sem tengist því tilefrii. Tvær góðar sjónvarpskonur komu nýlega fram með þátt er fjallaði um skæðan sjúkdóm er herjar landslýð. Þar gleymdist að bjóða í þáttinn fulltrúa frá þjóðkirkjunni. í Kastljósi í vetur voru meðal annarra tveir háskóla- kennarar, Páll Stefánsson og Jónat- an Þórmundsson. Þar kom fram að eitthvað skortir á að kristilegt sið- gæði sé í heiðri haft svona yfirleitt í daglegu lífi. í þessum Kastljósþætti var fjallað um dómskerfið á íslandi. Útför Hrannar Hugrúnar Har- aldsdóttur, Sörlaskjóli 9, Reykja- vík, fer fram frá Hallgrímskirkju fóstudaginn 6. febrúar kl. 10.30. Jarð- sett verður að Borg á Mýrum. Jóhanna Egilsdóttir, Hvammi, Hvítársíðu, sem lést 30. janúar, verð- ur jarðsungin frá Gilsbakkakirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 10 f.h. Margrét Þorkelsdóttir frá Austur- ey verður jarðsungin frá Selfoss- kírkju laugardaginn 7. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Laugar- vatni. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 12 með viðkomu í Hveragerði kl. 13. Þorlákur S. Bernharðsson, Há- túni lOa, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Fundir Giktarfélag Islands Fundur í kvöld, 5. febrúar, kl. 20 í Giktar- stöðinni, Ármúla 5. háqæða framköllunarvélar LITMYNDIR Á KLUKKUSTUND Við bjóðum aðeins það besta íit'if*] Hágæðalitmyndir í tveim stærðum: 9x13 og 10X15 Einnig stækkanir 13X18 OPIÐ KL. 8.30 TIL 18.00 namatör % Ljósmyndavöruverslun Laugavegi82-Síml 12630 é Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:......97-8303 interRent " t Ymislegt Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Árshátíð félagsins verður haldin laugar- daginn 7. febrúar í Hlégarði og hefst hún kl. 18.45. Aðgöngumiðar verða seldir eins og venjulega hjá Þorgilsi Þorgilssyni, Lækjargötu 6a, sími 19276, kl. 16.00 til 18.00, frá 4. febrúar nk. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 18.30 á laug- ardag. Fíkniefnalögreglan: Fimm í gæslu Fíkniefnalögreglan vinnur að rann- sókn á umfangsmiklu fíkniefiiamáli og hafa alls fimm menn verið settir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinn- ar. Sá fimmti var handtekinn í gær og mun sakadómari úrskurða í dag hvort beiðni um gæsluvarðhald verði staðfest eða ekki. Af þeim ijórum, sem áður voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, hafa þrír áfrýjað úrskurðunum til hæstaréttar sem staðfesti þá alla. Fíkniefiialögreglan verst allra frétta af málinu enn sem komið er og ekki hefúr verið hægt að fá uppgefið um hvaða fíkniefrii er að ræða en þeir fjór- ir sem teknir voru í fyrstu voru með slfkt í fórum sínum. Gæsluvarðhalds- úrskurðimir eru ýmsist til 15 eða 30 daga. -FRI Sturíumál: Undirbúum málssókn - segir logmaðurinn Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Ég hef ekkert heyrt frá þeim og það er andstætt því sem kom fram að Sverrir mælti með því að teknir yrðu upp samningar við lögmann Sturlu um skaðabætur,“ sagði Jónatan Sveins- son, lögmaður Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra, við DV. „Ég óskaði eftir þvi að mér yrði til- kynnt bréflega um hvaða ákvörðun ráðherra ætlaði að taka. Ég reiknaði með því að fá bréf í þessari viku en ég hef ekkert heyrt.“ - Ef ekki verða teknar upp viðræður um hugsanlegar skaðabætur til handa Sturlu á næstunni, hvað verður þá gert? „Næsti leikur hjá okkur hlýtur að vera sá að hefja undirbúning að máls- sókn.“ Skúmur á flot Skúmur GK 22 náðist á flot á flóðinu í gærmorgun án nokkurra erfiðleika. Það var dráttarbáturinn Goðinn sem kippti honum á flot en áður var búið að grafa gryfju við hlið Skúms og var jarðýta notuð til að færa skipið ofan í giyfluna þannig að það gat flotið þar. Goðinn tók svo Skúm í tog inn til Njarðvíkur þar sem hann fer í slipp en búist er við að skipið komist aftur á veiðar innan tíðar. -FRI Sérfræðingar en ekki næturlæknar Nokkurs misskilnings gætti í frétt fréttaritara DV af ráðstefriu Lands- sambands sjálfstæðiskvenna um málefhi aldraðra sem haldinn var á Selfossi á dögunum. í máli Ólafar Ben- ediktsdóttr á fundinum kom fram að erfitt væri að ná í sérfræðinga og vandkvæðum bundið að fá lækni heim til sín. Þjónusta næturlækna né helg- arlækna var þar ekki til umræðu. Þá ræddi Ólöf ekki persónulega reynslu heldur fjallaði hún almennt um aldrað fólk sem býr einsamalt og þarf á utanaðkomandi aðstoð að halda. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Brennuvargur á Akureyri: Játaði sjö íkveikjur Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri: Brennuvargurinn, sem gengið hefur laus á Akureyri nokkra síðustu mán- uði, hefur verið handtekinn. Reyndist um tvitugan Akureyring að ræða sem heíur játað á sig sjö íkveikjur í bæn- um. Hann hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald. Bensínið búið í Eyjum Ómar Garöarssan, DV, Vestmannaeyjum: Ekkert bensín fæst nú í Vestmanna- eyjum og eru olíubirgðir einnig á þrotum. Að sögn Sigurgeirs Kristjánssonar, forstjóra Olíufélagsins hf., eru til svartolíubirgðir fram undir miðjan mánuð. Hafa verið gerðar ýmsar ráð- stafanir til að treina birgðimar eins og unnt er. T.d. tekur Herjólfur alla sína olíu í Þorlákshöfri. Forsvarsmenn hinna olíufélaganna höfðu sömu sögu að segja. Olíubirgðir á þrotum og allt bensín búið. Lögregl- an mun þó hafa bensín á bíla sína því viðskiptaaðili hennar lokaði á öll al- menn viðskipti fyrir nokkrum dögum. Þá hefur slökkviliðið dregið til sín allmiklar birgðir af bensíni. í gær fyrir hádegi kláraðist síðasti bensíndropinn í Eyjum. Myndaðist löng biðröð við bensínstöð Ólís sem átti þá ein stöðva eftir bensín. Við- skiptavinurinn, sem náði síðasta dropanum, fékk fjóra lítra. Einhver bót mun þó verða ráðin á bensín- og olíuskortinum á næstunni því Kyndill hóf að lesta bensín og olíu í Reykjavík í morgun. Hann mun væntanlegur til Eyja í fyrramálið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.