Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 6. FEBRtJAR 1987. 3 Útvegsbankinn: „Þetta er þrauta- lendingin“ - segir Steingrímur Hermannsson „Seðlabankinn hefur sagt ýmis- legt sem ég þori ekki að taka ábyrgð á,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við DV þegar hann var spurður álits á um- mælum í skýrslu Seðlabankans um valkosti vegna erfiðleika Útvegs- bankans þar sem sú leið, sem nú hefur verið ákveðið að fara, er sögð „langversti kosturinn". „Það hafa aðrar leiðir verið reynd- ar og þær hafa mistekist. Það hefur verið reynt að stofiia einkabanka með þátttöku Útvegsbankans en það mistókst. Það hefúr verið athugað með sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka en sjálfstæðismenn voru á móti því vegna þess að ekki var þar rætt um hlutafélagsbanka. Þá er þetta þrautalendingin og sjálf- stæðismenn fá sitt hlutafélag," sagði Steingrímur. „En það er langsamlega versti kosturinn að skilja Útvegsbankann eftir í óvissu og ég vil ekki skilja þannig við stjómarsamstarfið að ekki sé ftmdin lausn á vanda bank- ans,“ sagði Steingrímur. Steingrímur var spurður álits á gagnrýni vegna heimildar til út- lendinga til að fjárfesta í bankanum. Hann svaraði: „Það er rætt um að erlent §ármagn í bankanum geti verið allt að 25 af hundraði en menn vita það að það er talsvert erlent fjármagn í umferð á fjármagnsmark- aðinum hér á landi. Mér finnst þá betra að það erlenda fjármagn sem hér er sé opinbert en ekki í felum.“ -ój Kjartan Jóhannsson: Engar endurbætur á bankakerfínu „Það má segja um ríkisstjómina að það sem hún áður varast vann varð að koma yfir hana. Þetta sem hefur orðið ofan á er það sem ríkis- stjómin sagði að kæmi alls ekki til greina," sagði Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins, um bankamálin. „Upp úr stendur sá ægilegi hringl- andi sem heftir átt sér stað í málinu. Hver tillagan á fætur annarri hefur verið að engu gerð. Öllum tillögum verið afneitað á víxl og stóryrtar yfirlýsingar gengið, bæði af hálfu Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins um að einmitt það sem hinn aðilinn lagði til kæmi alls ekki til greina. Og vitaskuld var búið að afiieita þessum valkosti fyrir löngu og Seðlabankinn búinn að lýsa hon- um sem versta möguleika. Það sem er kannski alvarlegast í málinu er að sú kreppa sem upp kom í bankakerfinu er greinilega ekki notuð til þess að endurskipuleggja bankakerfið og gera það hagkvæm- ara og virkara, sem menn hafa talað um í langan tíma en höfðu fengið alveg sérstakt tækifæri til núna. Við sitjum uppi með nánast óbreytt bankakerfi sem talsmenn allra stjómmálaflokka hafa aftur og aftur sagt að þyrfti að endurskipu- leggja. Nú hefði einmitt eitthvað átt að gerast í þeim efiium. En enn einu sinni er niðurstaðan sú að það er ekkert gert. Og skatt- borgaramir í landinu sitja beinlínis uppi með reikninginn fyrir þetta slys, þessa uppákomu, í Útvegs- bankanum, og fá ekkert í aðra hönd í endurbætur á bankakerfinu," sagði Kjartan. -KMU 8mat Gestsson: Átakanleg fnagalending „Þetta er auðvitað átakanleg magalending," sagði Svavar Gests- son, formaður Alþýðubandalagsins, um niðurstöðu stjómarflokkanna í bankamálum. „Þorsteinn Pálsson var búinn að lýsa því yfir fyrir einu og hálfu ári: „Kemur ekki til greina að setja eins- eyring í fallít Útvegsbankans." Nú em þeir að ákveða að setja í fallít Útvegsbankans hálfan til heil- an milljarð króna. Og það er gert með þessum hætti að það á breyta bankanum í hlutafélag. Ég er á móti því vegna þess að ég tel að þá standi Útvegsbankinn verr. Hann hefur betri sambönd á alþjóða- fjármagnsmörkuðum núna af því að hann er ríkisbanki heldur en hann hefði ef hann væri einkabanki. Það er dýrara að taka erlend lán með þessum hætti í gegnum bankann. Ég er einnig mjög ákveðið andvíg- ur því að hleypa útlendum aðilum inn í bankann. Þó að ég geri mér alveg grein fyrir því að það er enginn útlendur aðili sem hefur áhuga á Útvegsbankanum eins og er þá tel ég að þetta sé fyrsta skref í þá átt að opna bankakerfið fyrir erlendum aðilum yfirleitt. Svo geta menn sér til skemmtunar velt því fyrir sér hvemig stjómin hefur haldið á þessu máli og hvað það hefur þýtt bæði fyrir það álit sem menn hljóta að hafa á stjómarherr- unum og eins á stöðu bankanna yfirleitt. Það er alveg hrikalegur hlutur og það em alls konar brand- arar í því þó að málið sé grafalvar- legt,“ sagði Svavar. -KMU Stjómmál 100 km Allsherjarnefnd efri deildar Al- þingis leggur til að ákveða megi allt að 100 kílómetra aksturshraða á klukkustund á tilteknum vegum, „ef aðstæður leyfa og æskilegt er til að greiða fyrir umferð, enda mæli veigamikil öryggissjónarmið eigi gegn því“. Þessi tillaga er meðal breyting- artillagna nefiidarinnar við stjóm- aifrumvarp til uraferðarlaga sem liggur fyrir Alþingi. Vekur þar mesta athygli að nefiidin vill al- roennt hækka leyfilegan ökuhraða utan þéttbýlis um 10 kílómetra á klukkustund. Þingnefhdin leggur meðal ann- ars til að almennur ökuhraði á vegum utan þéttbýlis með bundnu shtlagi megi verða 90 kílómetrar á klukkustund. -KMU Karl Steinar á ekki að hnýsast í skjól annarra - segir Matttiías Á. Mathiesen „Ég held að starfsmenn íslenskra aðalverktaka þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Það sagði ég þeim þegar þeir komu í heimsókn til mín,“ sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð- herra. „Það starfar nefrid fiá því í tíð Geirs Hallgrímssonar þar sem em þrír aðil- ar, fulltrúi V erktakasambandsins, vamarmálaskrifstofu og Aðalverk- taka, um þróun á útboðum. Annað er ekki af hálfu utanríkisráðuneytisins." - Karl Steinar Guðnason alþingis- maður kvaðst í samtali við DV hafa séð fundargerð Verktakasambandsins sem benti til þess að meira væri að gerast í þessu máli en komið væri í hámæli. „Þeir komu til mín frá Verktaka- sambandinu og ég sagði þeim að þessar umræður fæm fram og þær hefðu farið fram. En svo eiga menn ekki að vera hnýsast í skjöl annarra." - Em líkur á því að þama verði breytingar á næstunni? „Það er ekkert sem þama er á ferð- inni. Það hefur ahtaf legið ljóst fyrir að bæði Verktakasambandið og verk- takar á Suðumesjum hafa óskað eftir að koma í meira mæli inn í verktöku og að verkin verði meira boðin út.“ - Má búast við að önnur verktaka- fyrirtæki en Aðalverktakar taki að sér verk fyrir Vamarliðið, önnur en í Helguvík? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um eitt eða annað í þeim efnum. Það kemur sjálfsagt til skoðunar þeg- ar þau verk verða boðin út hvemig að þeim verður staðið," sagði Matthí- as. -KMU STUIMDUM llll—■ mm D i Umferðar U< Brr:-y4il 'v‘ slys 3A „ 'MGBki Q , ^ _ slasaðra R |||^ lHW9P* -— | Látnír ”1Janúar1986 iiS , L 1 W núar1987 1094 .. . - #■ w / 49.. 59 jjBÉfe’ ,,-ar 1QÖA N 4 rwilMi l JOO ...... '■'■*" —y M- 672 39 46 5 Febrúar 1987 ? ? ? 7 I ■ S c í þessari augiýsingu birtast óhugnanlegar stað- reyndir um slys í umferðinni, sem meðal annars hafa kostað mannslíf. FSeiri siíkar munu birtast á komandi mánuöum og bera þá vonandi vitni um árangur í baráttunni gegn umferðarslysum. FARARHEILL87 /r ATAK BIFREIDATRYGGINGAFÉLAGANNA í UMFERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.