Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987. 9 Utlönd Soyuz TM-2 losar sig frá skotpallinum í Baikonur i gær á leið með tvo geimfara innanborðs til geimstöðvarinnar MIR. Simamynd Reuter Sovéskir geimfarar stefna á nýtt met Tveir sovéskir geimfarar um borð í Soyuz TM-2 geimfari eru nú á leið til geimstöðvarinnar MIR, sem er á fasta- braut umhverfis jörðina, en þeim var skotið á loft frá Baikonur í Sovétríkj- unum í gær. Er búist við því að þeim sé ætlað að reyna að setja nýtt met í langri dvöl úti í geimnum. Soyuz TM-2 er nýjasta geimfar Sov- étmanna og þeir Yuri Romanenko (42 ára) og Alexander Laveikin (35 ára) fyrstu geimfaramir sem reyna það til þrautar. Er búist við því að þeir tengi geimfarið við geimstöðina MIR á sunnudaginn. - MIR var komið íyrir úti í geimnum í febrúar fyrir einmitt einu ári og er útbúin til þess að hýsa geimfara allan ársins hring til fram- búðar. Geimferðasérfræðingar á Vestur- löndum hafa látið sér detta í hug, að þeim Romanenko og Laveikin sé ætlað að dvelja uppi í MIR í 290 og bæta eldra met Sovétmanna í léngstri dvöl manna úti í geimnum um 53 daga en það met settu þrímenningamir Kizim, Solovyov og Atkov árið 1984. Þeim Romanenko og Laveikin er ætlað að vinna að vísindalegum rann- sóknum, en þeir munu byrja á því að afferma Progress-27, mannlausa geim- farið, sem 16. janúar síðasta var tengt við MIR-stöðina, fjarstýrt frá jörðu, en það flutti vistir og nauðsynjar. Þeir em ekki fyrstu geimfaramir, sem koma til MIR-stöðvarinnar, þvi að í mars til júlí í fyrra höfðu þeir Kizim og Solovyov viðkomu þar þegar þeir fyrstir geimfara ferðuðust milli geimstöðva (MIR og eldri geimstöðv- arinnar Salyut-7). Áhöfn Soyuz TM-2, Yuri Romanenko (fremri) og Alexander Laveikin, veifa til áhorfenda á leiðinni aö skotpallinum i Baikonur. Simamynd Reuter FRÁ KVIKMYNDAEFTIRLITI RÍKISINS Að gefnu tilefni skal rétthöfum myndbandaefnis og dreifingaraðilum bent á að óheimilt er að selja og/eða dreifa myndböndum með leiknum kvikmyndum nema efni þeirra hafi áður verið skoðað af Kvikmyndaeftir- liti ríkisins. Merkimiðar frá eftirlitinu skulu vera bæði á kápu og spólu þegar myndin fer til dreifingar. Á sama hátt er eigendum myndbandaleiga bent á að ganga úr skugga um að þau myndbönd, sem þeir kaupa, séu á tilskilinn hátt merkt með merkimiðum eftirlitsins. Kvikmyndaeftirlit rikisins, Síðumúla 33,108 Reykjavík. Sími: 68 80 20 Opið kl. 9-12 alla virka daga. SNIURT BRAUÐ Afgreiðum allar tegundir af smurðu brauði fyrir margs konar tilefni. Kaffisnittur kr. 35/- Cocktailsnittur kr. 30/- Cocktailpinnar kr. 25/- Brauðtertur kr. 850/- , 12 manna. Einnig heilar og hálfar brauðsneiðar. Heilar kr. 200/- Hálfar kr. 100/- LEITIÐ TILBOÐA □ VEITINGAMAÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 686880 Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveiting- ar árið 1987 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1987 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: ÚTGÁFA TÓNVERKA Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 100.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. DVALARSTYRKIR LISTAMANNA Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 70.000.00 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Mennta- málaráði síðastliðin 5 ár ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. STYRKIR TIL FRÆÐIMANNA Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræði- störf og náttúrufræðirannsóknir. Heildarstyrkupphæð er kr. 220.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsing- ar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði Islands, Skálholtsstíg 7,101 Reykja- vík, fyrir 10. mars 1987. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjenda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menn- ingarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.