Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987.
39
Viðtalið
Mikill tími í starf
innan Kvennalistans
segir Sigrún Jónsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Kvennalista
„Þetta starf felst í margs konar
þjónustu við þingflokk Kvenna-
listans, meðal annars að taka
saman gögn og útvega upplýsingar
vegna þingmála og aðstoða
kvennalistakonur utan af landi og
vera tengiliður þeirra við þingið
og þingkonumar. Það er þvi mikið
aó gera,“ sagði Sigrún Jónsdóttir,
nýráðinn framkvæmdastjóri þing-
flokks Kvennalistans, í samtali við
DV.
Sigrún tók við þessu starfi af
Bergljótu Baldursdóttur sem nú
kennir við Háskóla íslands en áður
starfaði Sigrún við blaðamennsku
á DV. Sigrún er fædd og uppalin
í Kópavogi og býr þar enn. Hún
er ógift og barnlaus.
Spumingu um helstu áhugamál
svarar Sigrún þannig: „Ég er í
bridgeskóla og stunda líka líkams-
rækt, en það má segja að það sé
mjög erfitt nú í skammdeginu að
fara snemma á fætur til að fara í
sund en það er á stefnuskránni,"
sagði Sigrún.
„Ég reyni líka að hafa gott sam-
band við vini og kunningja og svo
er það pólitíkin. Það fer mikil tími
í starfið innan Kvennalistans en
það fylgú að fara á fundi á kvöld-
in og um helgar ætli maður sér að
vera virkur en auðvitað er þetta
frjálst val hvers og eins,“ sagði
Sigrún Jónsdóttir.
-ój
Sigrún Jónsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti
Halla Bergsteins og Hólmfriður Ólafsdóttir skemmtu með söng.
DV-myndir Ómar
Fagnaður eldri
bovgara í Eyfum
Fréttir
Ómar Gaiðaisson, DV, Vestmannaeyjum:
Eldri borgarar í Vestmannaeyj-
um hafa árlega komið saman til
að fagna nýju ári. Það er kvenfé-
lagið Líkn sem staðið hefur fyrir
þessum nýárssamkomum sem hó-
fust fyrst árið 1928. Hefur aldrei
fallið niður skemmtun þrátt fyrir
eldgos eða aðra óáran.
Að þessu sinni voru ýmis
skemmtiatriði á boðstólum. Þær
Halla Bergsteins og Hólmfríður
Ólafsdóttir skemmtu með söng og
krakkar sýndu dans. Var það mál
gesta að samkoman hefði verið vel
heppnuð í alla staði.
Þessar ungu dömur sýndu dans.
ÁFRAM ÍSLAND!
aaaa
MMOMÍáMMÆ
FIAT-
UMBOÐIÐ, SKEIFUNNI 8,
1 AF 50!
ÞETTA GÆTI
ORÐIÐ ÞINN
FIAT UNO
VIÐ STYÐJUM
HANDKNATÍLEIKS-
LANDSLIÐIÐ l
OPIÐ VIRKA DAGA FRA KL. 9-18, LAUGARDAGA KL. 13-17.
sími 688850