Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Page 4
4
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987.
Stjómmál
Fjölmenni var á landsfundi Fiokks mannsins.
Landsfundur Flokks mannsins:
„Þörf er á
nýju afli“
- sagði Pétur Guðjonsson, formaður flokksins
„Eg held að flestir geri ser ljóst
að þörf er á nýju afli í íslenskum
stjórnmálurn. Við höfum heyrt á
vinnustaðafundum og í könnunum
sem við höfum gert að 70-80% fólks
treystir ekki núverandi þingflokk-
um.“ sagði Pétur Guðjónsson,
formaður Flokks mannsins, í sam-
tali við DV en Flokkur mannsins
hélt sinn fyrsta landsfund á laugar-
daginn i Tónabíói og þar var
samþykkt ítarleg stjórnmálayfirlýs-
ing sem greinir ffá stefnumálum
flokksins.
„Eg er bjartsýnn á komandi kosn-
ingar fvrir okkar hönd. Við skerum
okkur úr öðrum flokkum að því leyti
að við erum með meira af ungu fólki
í framboði og á listum okkar em
fleiri almennir launþegar en þekkist
annars staðar."
í máli Péturs kom einnig íram að
eitt brýnasta verkefni flokksins nú
væri að fá fólk til að trúa þvi að það
eigi sjálft að hafa völdin í landinu
og að núverandi þingflokkar væru
ekki náttúmlögmál sem ómögulegt
væri að breyta.
„Mér sýnist af landsfundinum og
vinnustaðafundum okkar að það sé
mikil stemning ríkjandi og meðbyr
með flokknum," sagði Pétur.
Stjórnmálayfirlýsing
I stjórnmálayfirlýsingu þeirri sem
samþykkt var á landsfundinum er
lögð áhersla á ákveðin mál, m.a. vill
flokkurinn að lögbundin lágmarks-
laun taki mið af framfærsluvísitölu,
tekjuskattur af launum verði afnum-
inn og að ellilífeyris- og örorkubætur
taki mið af framfærsluvísitölu svo
dæmi séu tekin.
Nokkur áhersla er lögð á málefhi
landsbyggðarinnar ög segir í yfirlýs-
ingunni að ....við viljum tryggja
bændum afkomu sína og höfnum
algerlega þeirri stór'oændapólitík og
landeyðingarstefnu sem nú tíðk-
ast...“
Þá vill Flokkur mannsins leysa
húsnæðisvandann í eitt skipti fyrir
öll, góða og trygga heilbrigðisþjón-
ustu sem sé að mestu ókeypis, þar
með taldar tannlækningar, minnka
alla yfirbyggingu ríkisins og óþarfa
bruðl þess og að laun alþingismanna
verði aldrei hærri en lögboðin lág-
markslaun í landinu.
-FRI
DV
Nýr flokkur, Þjóðarflokkurinn, stofnaður:
Býður fram í
öllum kjördæmum
Svipmynd frá stofnfundinum. A myndinni eru Arni Steinar Jóhannsson, Eyja-
firði (i ræðustól), Örn Björnsson, V-Húnavatnssýslu, Ragnar Eðvaldsson,
Keflavik, Stefán Ágústsson, Seltjarnarnesi, Árni Sigurðsson, Blönduósi, Björn
Sigvaldason, V-Húnavatnssýslu, og Sigríður Rósa Kristinsdóttir, Eskifirði.
DV-mynd BG
„Við reynum að ofmeta hvorki né
vanmeta stöðu okkar nú heldur lítum
raunhæft á málin þar. til betur verða
séð viðbrögð fólks við sjónaimiðum
okkar og stefnu," sagði Pétur Valdi-
marsson í samtali við DV en hann var
kosinn formaður nýs stjómmálaflokks
sem stofnaður var í Borgamesi um
helgina. Flokkurinn hlaut nafnið
Þjóðarflokkurinn en það er fólk úr
öllum landshlutum sem stendur að
stofhun hans og í komandi kosningum
mun flokkurinn bjóða fram lista í öll-
um kjördæmum.
Aðspurður um hver yrðu helstu bar-
áttumál Þjóðarflokksins sagði Pétur
að þau yrðu valddreifing og jafnrétti
milli landshluta, það er að landshlut-
arnir bæru endanlega ábyrgð á því
sem þeir gerðu og jafnframt fengi hver
að búa að sínu.
„Við verðum að revna að fá alla íbúa
landsins til að skilja að ábyrgð er það
sem við þörfnumst, sérstaklega í
stjómmálum, pólitísk og rekstrarleg
ábyrgð,“ sagði Pétur.
Hann var bjartsýnn á að flokkurinn
kæmi manni eða mönnum að á þingi
Pétur Valdimarsson, formaður Þjóð-
arflokksins.
og benti á að flokkurinn hefði komist
á blað í skoðanakönnunum áður en
hann var stofnaður.
En hvort er flokkurinn til hægri eða
vinstri í stjómmálum?
„Hvomgt, í þessum flokki er fólk úr
öllum stjórnmálaflokkum sem skilur
nauðsyn þess að vinna saman og vill
vinna saman að sínum baráttumálum
á þessum vettvangi," sagði Pétur.
Stefnuskrá
I stefnuskrá Þjóðarflokksins er í
upphafi fjallað um miðstýringu þá er
stjórnkerfi okkar byggist á og rætt um
alvarlega vankanta hennar. „.. .stöð-
ugm- straumur fólks til höfuðborgar-
svæðisins, grisjun byggðar, landauðn.
Staða innanríkismála er fyrst og
fremst fylgikvilli miðstýringar. Mið-
stýringin dregur til sín völd. fé og síðar
fólkið.“
1 stefnuskránni segir m.a. að Þjóðar-
flokkurinn muni beita sér fyrir
endurskoðun á stjómarskrá lýðveldis-
ins en markmið endurskoðunarinnar
em jafnrétti þegnanna til orðs og
æðis, valdreifing með stofnun fylkja,
fækkun þingmanna og minnkun fram-
kvæmdavalds. Þetta á að gera með
kosningu stjómlagaþings.
Hvað fjármálin varðar vill Þjóðar-
flokkurinn að ríkisbankarnir verði
lagðir niður en í þeirra stað stofnaðir
landshlutabankar og fjármálakerfi
landsins breytt þannig að sveitar-
stjórnir og landshlutastjórnir sjái um
innheimtu allra skatta en ríkið fái
greidda ákveðna prósentu af tekjum
hvers landshluta.
Stefnuskránni er skipt í 10 kafla þar
sem rætt er um heilbrigðis- óg mennta-
mál, húsnæðismál, samgöngur,
orkumál, sjávai'útvegsmál, landbún-
aðarmál o.s.frv.
Hvað utanríkismálin varðar segir í
stefnuskránni: „Þjóðarflokkurinn
vinnur að friðar-, afvopnunar- og um-
hverfisvemdarmálum. Styður endur-
skoðun á varnarsamningi við
Bandaríkin og aðild að NATO. Efling
norrænnar samvinnu með sérstakri
áherslu á Norðvestursvæðið.“
-FRI
I dag mælir Dagfari
Norræn samvinna í verki
Norðurlandaráðsfundi í Helsinki
lauk um helgina. Múgur og marg-
menni hefur sótt þetta þing og þar
á meðal myndarleg sendinefnd frá
íslandi. Það hefur stundum vafist
fyrir fulltrúum íslands á þessum
þingum að útskýra fyrir þjóðinni
hvað þeir séu að gera þar og það
hefur vafist ennþá meira fyrir þjóð-
inni hvað sendinefndin er að gera
þar. En í rauninni skiptir það ekki
máli þvi aðalatriðið er að þeir séu
þar, ekki hitt hvað þeir gera, að
minnsta kosti meðan þeir gera ekk-
ert af sér.
Áður en haldið var utan reyndu
þó fjölmiðlar að forvitnast um hvað
Islendingamir ætluðu að leggja til
málanna. Voru þar einkum tvö mál
nefnd, annað var tillaga frá Guðrúnu
Helgadóttur um stofnun samnor-
rænnar líftæknistofhunar og hitt var
tillaga frá Eiði Guðnasyni um sam-
norrænan kvikmyndasjóð. Verður
ekki efast um að hvort tveggja er
stórgagnLegt fyrir Norðurlandaráð,
enda mælist það vel fyrir að menn
hafi þar eitthvað til að tala um.
Skiptir þá minna máli hvort eitt-
hvert vit er í tillögunum. Það á
fyllsta rétt á sér að senda til Hels-
inki tvíeflt lið af Alþingi til að fylgja
svo góðum málum eflir. Sem betur
fer hefur ekkert frést af niðurlögum
þessara tillagna, sem út af fyrir sig
er góðs viti því ólíklegt er að flutn-
ingsmenn ætlist til að þær verði
samþykktar. Venjulega tekur það
nokkur ár að afgreiða tillögur áður
en þær em endanlega svæfðar. Ef
tekið er tillit til allra nefndanna, sem
starfa milli þinga, og fólksins, sem
ferðast af kappi á nefndarfundina,
er það skiljanleg tillitssemi að tillög-
ur séu ekki samþykktar að óathug-
uðu máli vegna þess að þá hefðu
nefhdimar ekkert að gera og nefnd-
armennirnir misstu af ferðunum.
Eitt var það þó sem Norðurlanda-
fulltrúarnir höfðu meiri áhyggjur af
en öðru. Það vom væntanlegar um-
ræður og tillögur um utanríkismál.
Það hefur nefhilega gerst í seinni tíð
að fávísir fulltrúar á þessum þingum
hafa tekið upp á því að heimta um-
ræður um mál sem ekki má tala um.
Lengi hefur það verið þegjandi sam-
komulag að sneiða hjá utanríkis-
málaumræðum og mun þetta
reyndar vera eina alþjóðaþingið í
heiminum sem ekki talar um al-
þjóðamál. Norræn samvinna byggist
á því að hver fari sína leið í utanrík-
ismálum. Þrjú landanna eru í
Atlantshafsbandalaginu, Svíamir
eru hlutlausir og Finnamir hafa það
undir umræðu um það hvort umræð-
an skuli leyfð og sömuleiðis hitt að
ef hún verði leyfð hvemig umræðu
eigi að leyfa. Tekist hefur að skapa
bærilegan ágreining um þessa máls-
meðferð og vísa henni nokkrum
sinnum til nefnda. Gott ef þeir hafa
ekki efnt til sérstakrar ráðstefnu um
málsmeðferðina.
Fyrirkomulagið hjá þeim í Norð-
urlandaráði er í stórum dráttum
þannig að fyrst er flutt tillaga, síðan
er hún sett í nefnd, síðan leggur
nefndin til að málið sé skoðað af
sekretaríinu og þessu næst leggur
sekretaríið til að málið sé aftur tekið
fyrir í Norðurlandaráði sem að lok-
um vísar málinu aftur til nefndar -
og svo koll af kolli.
Málatilbúnaður um utanríkismál-
in er nú um það bil að komast í
gegnum þriðja hringinn af þessu tagi
og Norðurlandaráð komið í þrot með
það hvort utanríkismál skuli rædd
eða ekki rædd. Það var þá sem Páll
frá Höllustöðum fann upp á því
snjallræði að leggja til að málið færi
ekki í nefnd heldur í tíu manna
nefhd. Þessi tillaga Páls gerði lukku
og síðustu fréttir herma að þetta
verði merkasta ákvörðun þingsins.
Segi menn svo að Norðurlandaráð
skili engum árangri. Dagfari
fyrir utanríkisstefnu að styggja ekki
Rússana í austri. Þetta heitir víst.
norræn samvinna í verki.
Einhverjum fávitum datt það í hug
fyrir nokkrum árum að Norðurlönd-
in ættu að koma sér saman um bann
við kjarnorkuvopnum og skipu-
leggja samnorræna afvopnun. Þetta
var í sjálfu sér meinlaust meðan
ekkert var gert með það en af óskilj-
anlegum ástæðum hafa fulltrúar á
Norðurlandaþingum haldið áfram
að fjalla um þessa fáránlegu hug-
mynd. Það hefur orðið til þess að
Norðurlandaráðsþingið í ár og und-
anfarin ár hefur að mestu verið lagt