Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Spumingin Hverju spáirðu um úrslit á IBM-skákmótinu? Jón Rúnar Gunnarsson kaupmaður: Short á eftir að vinna þetta enda áberandi sterkasti leikmaðurinn. Eg hef haft alveg virkilega gaman af að fylgjast með þessu skákmóti en von- brigði mín með keppnina eru að Islendingarnir eru slakari en ég bjóst við. Hrafnhildur Stefánsdóttir af- greiðsludama: Ég hef ekki hugmvnd um það enda fylgist ég ekkert með þessu. Björk Bragadóttir bankastarfsmað- ur: Ég veit ekki. enda lítið inni í þessu. Stefán Sigfússon leigubílstjóri: Ég spái því að Jóhann Hjartarson vinni þetta mót. En ég er mjög ánægður með frammistöðu íslendinganna því þeir hafa örugglega ekki getað staðið að æfingum fyrir mótið sem skyldi. Ég bíð bara spenntur eftir loka- sprettinum. Dagfríður Jónsdóttir afgreiðslu- stúlka: Ég held að það sé enginn vafi að Short muni fara með sigur af hólmi enda hefur hann sýnt góða og sterka leiki. Mér finnst íslending- arnir hafa staðið sig sæmilega en ég bjóst við meiru af þeim. Páll Kristjánsson verslunarstjóri: Það er engin spurning, Short mun bera sigur úr býtum og Islendingarn- ir munu að öllum líkindum vera í 2 neðstu sætunum. Þetta er það sterkt skákmót að íslendingar hafa ekki mikla möguleika í svona nokkuð. Lesendur Fordómar gegn flogaveikisjúklingum Kjartan Jónsson skrifar: Ég ætla að reyna að gera langa sögu stutta um viðhorf almennings gegn flogaveikisjúklingum sem ég tel mjög neikvæð. Það er nefnilega nógu erfitt að þola þær þjáningar sem fylgja þegar maður fær floga- veikikast en hin neikvæðu viðhorf almennings bæta gráu ofan á svart. Af eigin reynslu veit ég að floga- veikisjúklingar eiga mjög erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu, fólkið lít- ur á mann sem hálfgert viðundur. Ég hef kannski fyrst samúðina hjá fólki sem flogaveikisjúklingur en sú samúð verður að engu þurfi maður að krefja það um meira. Sæki ég um vinnu er ég litinn homauga og yfir- leitt fæ ég neitun en enga ástæðu fyrir henni eða allavega mjög lang- sótta. Á einum staðnum, þar sem ég sótti um vinnu, var mér neitað á þeirri forsendu að vinnuveitandinn óttaðist að ég myndi detta niður tröppumar sem liggja að húsinu. Þó ég viti að fólk vill ekki ráða mig vegna þess að ég er flogaveikisjúkl- ingur þá finnst mér alveg óþolandi að það skuli aldrei geta sagt það beint við mig heldur komi alltaf með eirihvem fjarstæðukenndan fyrir- slátt. Ég átti mjög erfitt í æsku, nánast enga vini, var alltaf hafður útundan í skólanum því ég var ekki eins og allir hinir er ég fékk köstin. En ég Mér finnst að þaö eigi að upplýsa fólk betur um flogaveiki og hvernig það eigi að bregðast viö fái sjúklingur kast. lifði alltaf í þeirri von að þetta myndi nú batna með árunum því eldra fólk hefði meiri skilning og samúð en krakkamir og væri ekki eins grimmt og fordómafullt. Ég get því miður ekki séð mikinn mun nema fullorðna fólkið kemur sér ekki beint að þessu en fyrirlitningin og fordómamir em engu að síður fyrir hendi. Stundum finnst mér þetta líf algjörlega von- laust, engin hvatning, enginn stuðningur en maður verður að bera sig eftir björginni og fólk má ekki gefast upp. Mér finnst að það eigi að upplýsa fólk betur um flogaveikina og hvem- ig það eigi að bregðast við fái sjúklingur kast. Því að það er eins og fólk sé svo hrætt og viti ekkert hvað það eigi að gera fái maður óvænt kast. Ég vildi gjaman nota tækifærið og gefa flogaveikisjúklingum góð ráð til að lina þjáningamar. Það hefúr reynst mér mikil sárabót að hreyfa mig mikið og stunda ein- hverjar íþróttir. Bæði dreifir það huganum og fólk fær meiri félags- skap (en flogaveikisjúklingum hættir til að einangra sig mikið og loka sig af) mér hættir einnig síður til kasta er ég stunda íþróttir. I lokin vil ég hvetja flogaveiki- sjúklinga til að láta í sér heyra og opna umræður um flogaveikisjúkl- inga og viðhorf almennings gegn þeim. Höfuðverkurinn á bak og burt Fultt hús Gerður A. hringdi: Mig langaði bara taka undirþað sem kemur fram í DV að það sé „yfirfúllt á Borginni“. Ég er grein- inni alveg fyllilega sammála og það er alveg fúrðulegt að nokkmm skuli líðast það að hafa helmingi meira í húsinu en leyfilegt er. Eg hef nú samt látið mig hafa það þvl mér þykir þetta það skemmtílegur staður en það sýnir bara það að kúnninn lætur bjóða sér allt Það breytir samt ekki þeirri ataðreynd að það er allt of mikið í húsinu og því verður að breyta. Europevinsæl Europeaðdáandi skrifar: Ég er alveg forfallinn Europe- aðdáandi og mig langar bara til að láta í ljós vonbrigði mín með hve fylgi hljómsveitarinnar Europe er lítið. Ég veit að Eunope- hljóm8veitín hefúr miklu meira fylgi en þetta, þið megið ekki gleyma að hringja í rás 2. Krakk- ar, reynið nú að sýna lit RÚV: Fræðandi spuminga- þættir Margrét hringdi: Ég vil lýsa yfir ánægju minni með spumingaþættina í sjónvarp- inu á laugardögum. Þetta eru í senn skemmtilegir og fræðandi þættir er allir ættu að hafe gaman a£ Mér fannst menntskælingar „við sundin blá“ alveg standa sig sérs- taklega vel og ég hlakka rajög mikið til að sjá næstu lotu. í leiðinni vil ég hvetja sjónvarpið til að sýna meira af svona spum- ingaþáttum sem meginþorri lands- manna hefúr gaman af. Jóhanna Kristjánsdóttir skrifer: Geturðu ímyndað þér hvað það er notalegt að vakna að morgni dags án höfúðverkjar eftir að hafe hafl hann stöðugan í tvo mánuði. Ég lá kyrr og þorði ekki að hreyfa mig og naut þess- arar tilfinningar sem aðrir fá notið án þess að hugsa út í það. Að ég tali nú ekki um það að verkurinn kom ekki aftur. Ég fór á fætur og viti menn, enginn verkur og mér fannst ég vera manneskja á ný. Bólga í herðum og baki er ekkert grín og þegar hún var komin á það stig að ég gat ekki greitt mér sjálf og höfuðverkjaköstin að verða óþolandi þá var það með hálfúm Glímuáhugamaður hringdi: Mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku glímuna en þetta er höfúð- og grunníþrótt Islendinga. Þetta er örugglega ein sú hollasta íþrótt sem hægt er að stunda og þegar fólk er búið að kynna sér leikreglur er mjög gaman að þessu. hug að ég lagði leið mína í líkams- ræktarstöðina í Borgartúni 29. Ég hafði lesið um þetta undratæki hjá ykkur.í DV í vetur, og ætlaði að gera eina tilraun enn til að fá bót á líðan minni. Ég ætla ekki að orð- lengja það að er ég hafði mætt í 4 meðferðir, sem hver tók tæpan hálf- tíma, þá gat ég hreyft hendumar sársaukalaust. En höfuðverkurinn hvarf strax eftir fyrstu meðferð. Ég vil þakka þeim í líkamsræktar- stöðinni fyrir hjálpina og ykkur á DV fyrir upplýsingamar sem leiddu til þess að mér fannst ég vera eins og annað fólk. Mér fannst hálfhallærislegt þegar það var verið að kynna japanskar skylmingar hér á landi þegar þjóðar- íþróttin glíman er annars vegar. Það á að kynna landsmönnum meira þessa fomu skemmtan og það hlýtur að vera orðið löngu tímabært að kynna glímuna á erlendum vettvangi. Rás 2: Sveita- tónlistin heldur sínu Haraldur öm Haraldsson hringdi: Nýlega skrifeði sveitatónlistar- aðdáandi á lesendasiðuna og kvartaði yfir að „country og west- em“ þátturinn á rás 2 væri hættur. Ég er mikili sveitatónlistarmaður sjélfúr og kannaði því máliö. Eftir þvf sem ég komst að þá er verið að endurskipuleggja allt á rásinni og ekki hætt að hafa þessa þætti. Okkur sveitatónlistaraðdáendum til mikillar ánægju þá eiga þessir þættir að halda áfram en verða að öllu hkindum á öðrum tíma. Neysluvörur of dýrar O.Þ. hringdi: Þegar ég kem heim eftir að hafa búið erlendis í 7 ár er ég alveg rasandi hissa yfir verðlaginu. Nauðsynjavörur eins og raatvæh, hvemig stendur á því að þetta er svona dýrt? Einhver hlýtiu akýr- ingin að vera á þessum geysilega verðmismun. Maður getur komist af fyrir svona helmingi minna í Danmörku. Ég vil nota tækifærið og hvetja Neytendasamtökin til að gera meiri verðsamanburð milli landa. Veski stolið! Sigriður K. Jónsdóttir hringdi: Það var stolið frá mér svartri leðurhliðartösku úr híl (gráum Daihatsu) er stóð fyrir utan Alaska í Breiðholtinu á miðvikudaginn var. Þetta var á raiUi klukkan 8 og 9 um kvöldið. Þeir sem veitt gætu mér einhverjar upplýsingar um þennan þjófhað vinsamlegast hringi í sima 76337 eða hafi sam- band við lögreglu. Nudd getur komið sér vel og læknað margt meinið. Glíman lengi lifi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.