Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. 49 dv_________________________________Menning Fárra kvæða skáld Jón Helgason: Kvæðabók Mál og menning 1986, 248 bls. Jón Helgason prófessor í Kaup- mannahöfn var eitt virtasta skáld á íslensku á þessari öld. Hann orti þó ekki mikið, en fáein kvæði hans hafa verið á vönun hvers ljóðavinar síðan þau komu út fyrst, 1939. Agn- ete Loth, ekkja Jóns og samstarfs- maður við Det Amamagnæanske institut, annaðist þessa útgáfu, sem er nánast heildarútgáfa. Þrjú skeið Jón varð fyrst kunnur fyrir kerskniskvæði um kunningja sína í Kaupmannahöfn sem hann orti mörg á stúdentsárum sínum um 1920. Þessi kvæði rísa oft ekki hátt yfir tilefnið, em dægurflugur að því leyti, en lifa þó enn, sex til sjö áratugum síðar, á því hve skemmtileg þau eru. Þar em stæld hetjukvæði og önnur fomleg kvæði. Þessi 24 kvæði hafa fæst birst á prenti áður, Jón hafði nokkur þeirra í fyrstu útgáfú kvæða sinna, 1939, en felldi þau brott í 2. útgáfu. Hin gengu manna á meðal i munnmælum, uppskriftum, og loks' ljósritum, margvíslega afbökuð. Hér er úr því bætt, prentað eftir eigin- handriti, en þó er ýmsu sleppt, eins og útgefandinn segir: „Sjónarmiðið hefur verið að taka ekki kvæði sem Jón hefði að öllum líkindum ekki látið prenta t.d. ef þau gætu verið særandi eðá of persónuleg." Þetta er skiljanlegt sjónarmið, en kostar það að hér vantar m.a. lengsta og vandaðasta kvæði Jóns af þessu tagi, „Sigling ritstjórans". Er ekki ólík- legt að prentun þess hefði valdið miklum sárindum eftir að það hefur verið á flugi í meira en sextíu ár? Enn ólíklegra er að nokkur tæki slíkt grín alvarlega, eins og formáli Jóns fyrir kvæðinu er. Eg set hér fyrsta erindi (eftir ljósriti) sem dæmi um háðskan tignarbrag skopkvæða þessara, sem mynda 3. hluta bókar- innar: Hví blakta flögg við húna? hví skrýðist gjörvöll borg? Fólkið hið fagurbúna flykkist um stræti og torg. Hvarvetna hníga og rísa hrópandi mannagarðar: Bráðum mun borg vor hýsa blaðkonung Eyjafjarðar. Þjóðarrætur Fyrsti hluti bókarinnar skiptir þó langmestu máli, það eru þau kvæði sem mesta athygli vöktu þegar I landsuðri birtist, 1939. Þetta eru að- eins 31 kvæði samtals. Þau eru mishöfug, en þar eru m.a. afbragðs-_ kvæðin í Árnasafni, Áfangar og 1 Vorþeynum. Jón dregur þar upp myndir frá fjarlægri tíð og stöðum á íslandi og tengir stundum aðstæðum sjálfs síns í Kaupmannahöfn. Þannig birtist í einu kvæði „land, þjóð og tunga“, svo vitnað sé í skáldbróður hans, Snorra Hjartarson. Einna tilkomumest finnst mér kvæðið Áfangar en þar er farið um- hverfis landið og dregnar upp myndir af náttúrunni, yfirleitt stór- brotnar, af brimi og roki. Inn á milli eru þó þýðir tónar, sem heyrast jafn- vel í hljómi orðanna: „Upp undir hvelfing Helgafells hlýlegum geislum stafar" sem skapa sterka andstæðu við línur einsog: Þverhöggvið gnapir þúfubjarg þrútið af lamstri veðra. eða: tætist hið salta sjávarbrim sundur á grýttum töngum Þetta er strítt í upplestri, svo sem hæfir ljóðmyndunum, sem koma jafnan snögglega, í fáum orðum. Þessar myndir af íslenskri náttúru vekja minningar um horfið mannlíf, eitthvað fjarlægt úr þjóðarsögu - en aldrei af þeim firægu einstaklingum sem taldir eru upp í Islandssögunni, heldur er minnst þjóðsagna sem sýna líf alþýðu, svo sem um Fjalla- Eyvind, Reynistaðabræður, Kolbein Jöklaraskáld, konuna í Ólafsfjarð- armúla, vermenn í Dritvík, Skaftár- elda. Fyrir bragðið finnst mér eftirsjá einfalds lífs setja sterkan svip á kvæðið. Og jafnan eru andstæðurnar milli samkenndar horfinnar tíðar og hinsvegar einangrunar þess sem nú talar: situr við teiti sveitin öll, saman við langeld skrafar, meðan oss hina hi'emmir fast helkuldi myrkrar grafar. Lokaerindið tekur upp feigðarboð- ann úr Njálssögu, jötuninn við Lómagnúp, og tengir feigðina beint við skáld og lesanda. f því erindi breytist hrynjandin, svo það verður þeim mun áhrifameiri lokapunktur. Jón var fárra kvæða skáld í þeirri merkingu að sömu yrkisefni leita á hann aftur og aftur. sama hugsun. líkt og Kristján Karlsson rekur um Bjama Thorarensen í nýútkominni bók sinni: Hús sem hreyfist. Það hefur kannski stuðlað að því hve góð bestu kvæðin urðu, þau hafa verið lengi í vinnslu. Þýðingar Loks em þau kvæði sem Jón lagði mesta stund á síðustu áratugi ævi Bókmenntir Öm Ólafsson sinnar, en það eru þýðingar, alls 40 kvæði. Hann birti tvö söfn af þeirn, það kemur ekki fram í Eftirmála. vegna þess að eitthvað hefur fallið niður úr honum í prentun. Þetta voru: Tuttugu erlend kvæði og einu betur, 1962 og Kver með útlendum kvæðum, 1976. Tæpur helmingur þýðinganna er forn kvæði eða frá miðöldum. Þetta tengist starfi Jóns við útgáfu og umfjöllun fornra texta á íslensku, hér þýðir hann verk sem eru þeim skyld að efni og hafa stundum glat- ast á íslensku. Þar má telja Bjarka- mál úr Danakonungasögu Saxa. Hildibrandskviðu úr fornháþýsku, en einnig kvæði Francois Villon og upphafskviðu Paradísar Dantes. í heild verður þó ekki sagt að mik- ill skáldmetnaður hafi ráðið vali þessara þýðinga. Hér ber mikið á gamankvæðum Bellmans og stúd- entakvæðum, svo sem „Kætumst meðan kostur er“ (Gaudeamus igi- tur) og „Þið stúdentsárin æskuglöð". Einstök ljóð hef ég borið saman við frumtexta, m.a. „Viðkvæm sam- ræða“ eftir V erlaine og „Fyrir þá sök að enni mitt... “ eftir Victor Hugo. Og ég verð að segja það, að þetta eru ekki vel heppnaðar þýðingar. Jón miðlar nokkurn veginn mein- ingunni, og heldur rími, en það virðist aftur valda því, að það sem er gagnort á frönsku, verður langt og stirt í þýðingu. Dæmi (bls. 166): Um afskekktan garð þar sem grasið var tekið að hríma þar gengu tvær verur í birtu sem aðeins var skíma. I augum þeirra var dauði og munnholdið meyrt, þær mæltust við, en svo lágt að naumast varð heyrt. Dans le vieux parc solitaire et glacé Deux formes ont tout á i'heure passé Leurs yeux sont mort's et leurs iévres sont molles, et l’on entend á peine leurs paro- les. Algeng frönsk orðin gefa ekki til- efni til að segja annað en „slappar varir", og „munnholdið mevrt" er þá heldur slöpp þýðing. Kvæði Francois Villon fi-á fimmtándu öld eru í sama anda og kvæði Jóns sjálfs. þar ríkir eftirsjá hverfullar æsku og yndis. Þau eru allnákvæmlega þýdd. Jón notar þó oft fornleg orð þar sem Villon hefúr einföld, e.t.v. til að miðla þvi hve gömul þessi kvæði eru nú orðin. Og eitt kvæði er í raun- inni fi-umort af Jóni að fyrirmynd Villon. enda segir um það. Kvæði um konur liðinna alda: „stælt eftir Francois Villon". í heild mega hin heita vel þýdd. einkimi Raunatölur gamallar léttlætiskonu, sem er lif- andi og þrungið sársauka vegna hverfulleika fegurðar og lífsnautnar. Hnmjandi kvæðanna lætur Jón lönd og leið. Það finnst sumum eðlilegt í ljóðaþýðingum. vegna þess að hiynj- andi tungumálanna og braghefðir séu eðlisólíkar. Islensk orð hafa áherslulausar endingar, en ekki frönsk, enda lúta þau ekki fallbeyg- ingu. Á þá ekki að setja algengan bragarhátt íslenskan til að þýða franskt kvæði á algenguni bragar- hætti, enda þótt hrvnjandin verði þá öll önnur? Hér er spiu-t en ekki svai'að. Það er mikill fengur að fá hér í einni bók það sem áður var dreift á þrjár og sumpart óbirt. margt af þessu sígild kvæði. allt ánægjuleg lesning. Enda seldist bókin víst snar- lega upp. LADA SPORT EÍGENDUR! VIÐBJO-ÐUM I EINUM PAKKA. Þægilega OG HLÝLEGA STÓLA ,MEÐ STILLANLEGUM BÖKUM. FARPEGASÆTISBAK VELTUR FRÁM ,OG SÍHDAN STÖLLINN ALLUR. BOLSTRUN BJARNA AFTURSÆXi klættí«am& ctí> „olaberg 78 reykjavik .AFTURSÆTI KLÆTT I SAMA STIL. O78020 EINNIC TEPPI í BÍLINN FYRIR !>Á ■ SEM VILJA. Stereo heyrnartæki með hljóðnema. Hátalarar: • Viðnám 32Q • Næmleiki 95dB/mW • Tíönisvið 20 ~ 20.000Hz • Meðal inng. styrkur 1 mW • Hámarks inng. styrkur 100mW • Verð aðeins 2.400,- kr Hljóðnemi: • Viðnám 500Q • Næmleiki — 82dB við 1 kHz ( OdB = 1 V/(j.bar) • Tíðnisvið 200 ~ 5.000Hz • Heildar þungi 80g (án snúru) • Lengd snúru 2.5m • Tengi (plug) 06.34 (hátalara) 06.34 (hljóðnema) VIÐTÖKUM VELÁ MÓTIÞÉR /ILHNE Toppurinn í bíltækjum Skipholti 7 - Símar 20080 og 26800. fM .MW-UA 10A9E0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.