Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Fréttir Yfirtýsingar Inga Bjöms Albertssonar: Höfúm greitt og greiðum allt Herra Pétur Sigurgeirsson biskup leiddi fyrstu leikmannaráóstefnu kirkjunn- ar. Á ráðstefnunni voru mættir leikmenn úr sextán prófastsdæmum. DV-mynd Brynjar Atslættir Hafskips hf. til fyrirtæk- isins Alberts Guðmundssonar heild- verslunar á árunum 1984 og 1985 voru ekki taldir fram til skatts á réttum tíma. Fyrri afsláttunnn var hins vegar tekinn inn í íramtal 1985 og beðið hefur verið um að sá seinni verði skattlagður. Frá þessu hefur Ingi Björn Albertsson greinten hann hefurstjómað fyrirtækinu í 12-13 ár. Hann segir að 52 þúsund króna afsláttur 1983 hafi farið rétta leið í bókhaldið. 117 þúsund 1984 og 130 þúsund 1985 hafi ekki verið færðar inn á réttum tíma þar sem fylgiskjöl hafi vantað þótt gengið hafi verið eftir þeim og hann hafi hreinlega gleymt þessum innborgunum. Strax og tölur hafi verið nefndar í blaða- skrifum hafi þetta rifjast upp og þá hafi verið óskað eftir leiðréttingu varðandi 1984-greiðsluna. Síðar hafi komið í ljós að eins hafi farið um 1985-greiðsluna og ósk- að hafi verið eftir leiðréttingu hennar vegna strax eftir heimsókn skattrannsóknarstjóra sem óskaði skýringa á þessari vantöldu inn- borgun. Ekki hefur verið úrskurðað um hana en skattur af 1984 greiðsl- unni var greiddur 1985. Afslættimir vom vegna allra við- skipta heildverslunarinnar við Hafskip, ekki eingöngu vegna flutn- inga á áfengi sem verslunin hefur umboð fyrir. Á þessum tíma ráðstöf- uðu umboðsmenn áfengisframleið- enda flutningum til ÁTVR. Því var hætt í tíð Alberts Guðmundssonar ' sem Qármálaráðherra. ÁTVR býður þessa flutninga út síðan og sér um þá sjálf. -HERB Fundarmenn á Kosningavöku fatlaðra hlýða á Jón Baldvin Hannibalsson greina frá stefnu Alþýóuflokksins í mál- efnum fatlaðra. DV-mynd £ Hvað kjósa fatlaðir? Landssamtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag íslands gengust fyrir kosningavöku fyrir fatlaða í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudag. Vakan bar yfirskriftina Hver kýs hvað? og komu formenn stjómmálaflokkanna, sem nú eiga sæti á Alþingi, fram og gerðu grein fyrir stefnu síns flokks í málefn- um fatlaðra. Formenn Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands tóku síð- an þátt í pallborðsumræðunum ásamt framsögumönnum og fundargestum undir stjóm Magnúsar Bjamfreðsson- ar. Léttu tónamir en alvörublandaðir vom svipmyndir úr lífi fatlaðra undir stjóm Þórhildar Þorleifsdóttur og ljóð eftir Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur. Til- gangurinn með vökunni er að ýta við stórátaki í málefnum fatlaðra og ber hæst kröfúna um að staðið verði við lögbundið framlag í Framkvæmdasjóð fatlaðra. -baj Leikmannaráð- stefna kirkjunnar Um helgina gekkst þjóðkirkjan fyrir leikmannaráðstefnu í kirkjuhúsinu við Suðurgötu. Er þessi ráðstefna sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en stefht er að þvi að halda eina slíka árlega. Er þetta gert í samræmi við starfsmannafrumvarp þjóðkirkjunnar sem nú liggur fyrir Alþingi. Við náðum tali af biskupi er hann hafði nýlokið við að slíta ráðstefnunni en henni lauk í Biskupsgarði. „Þetta er algjör nýjung í starfsemi þjóðkirkj- unnar þó hugmyndin sé um tíu ára gömul, kom fram í nefhdaráliti um starfsemi kirkjunnar sem gengur und- ir nafhinu bláa bókin. Á Kirkjuþingi 1984 var ákveðið að leggja fram frum- varp um starfsmenn þjóðkirkjunnar og þótt það sé ekki orðið að lögum enn var ákveðið að halda þessa leik- mannastefhu núna. Ætlunin með þessu er að vekja og glæða safhaðar- vitund sóknarbarna, þ.e. gera þeim ljóst að þeir eru það samfélag sem myndar kirkjuna." „Á leikmannaráðstefnunni að þessu sinni voru tvö mál rædd. Annars vegar kirkjan sem trúarsamfélag, undir for- sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur leik- konu, og hins vegar lög og reglur leikmanna í safnaðarstarfi en fyrir því mælti dr. Ármann Snævarr prófessor. Um bæði málin urðu miklar umræður. -PLP Borgarstarfsmenn: Samningurinn felldur Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar felldi nýgerðan kjarasamning sinn við Reykjavíkurborg. Talningin fór fram á föstudagskvöldið og 939 greiddu atkvæði gegn samningnum en 733 voru honum fylgjandi. Samningar borgarstarfsmanna eru því enn lausir. Kjarasamningur borgarinnar við Starfsmannafélag Reykjavíkur hafði áður verið samþykktur í borgarstjóm með 9 atkvæðum gegn 3 mótatkvæð- um en 3 borgarfulltrúar sátu hjá. Málinu verður nú vísað til sátta- semjara og talið er víst að Starfs- mannafélagið muni verða sér úti um verkfallsheimild. MDE 939 greiddu atkvæði gegn samningnum en 733 voru honum fylgjandi. DV-mynd KAE Framsókn gegn frumskógar- lögmáli frjálshyggju „Við leggjum höfuðáherslu á að flokkurinn byggi á jafhrétti og sam- vinnu og vilji standa vörð um það velferðarþjóðfélag sem við höfum þeg- ar byggt upp og vilji þjóðfélag án öfga, til hægri eða vinstri,“ sagði Guðmund- ur Bjamason, ritari Framsóknar- flokksins, um helstu atriði kosninga- stefnuskrár, sem mótuð var á miðstjómarfundi Framsóknarflokks- ins á Selfossi um helgina. „Við munum þess vegna leggjast gegn því sem við höfum kallað frum- skógarlögmál frjálshyggjunnar annars vegar og einnig hamla gegn ofstjóm ríkisvalds og miðstýringu,“ sagði Guð- mundur. Kosningastefnuskrá var annað aðal- mál fundarins. Hitt málið var sam- þykkt nýrrar stefhuskrár Framsókn- arflokksins, „það sem ég vil kalla langtímamarkmið," sagði Guðmund- ur. Stefnuskráin hefur verið í smíðum frá því að flokksþing 1982 ályktaði að hún skyldi endurskoðuð. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.