Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 6
I' 6 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Fréttir Eurovision-úrslit í kvöld: Dómnefndir í safnaðarheimilum og sýsluskrifstofum víða um land Kolbrún Halldórsdóttir kynnir i beinni útsendingu þar sem íslenska Eurovisi- on-lagið verður valið í kvöld. í kvöld rennur stóra stundin upp. Fulltrúi íslands í söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva verður valin i beinni sjónvarpsútsendingu af dóm- nefadum sem sitja í öllum kjördæmum landsins. Tíu lög bítast um bitann; farseðil til Brussel 9. maí og jalnvel heimsírægð ef lukkan lofar. Illa hefur gengið að koma dómnefhd- um saman í ýmsum kjördæmum vegna ófærðar en síðdegis í gær var allt klappað og klárt. í dómnefhdunum sitja fulltrúar almennings í landinu og hefur verið lögð mikil áhersla að dómnefndarfulltrúar komi sem víðast að. Sem dæmi má nefna að Vest- mannaeyingi var kippt upp af götu á Selfossi og hann skipaður í dómnefnd Suðurlandskjördæmis. Þar með var réttlætinu í því umdæmi fullnægt. Ellefu manns sitja í hverri dómnefnd og þiggja þeir engin laun fyrir. Þrátt fyrir það hefur fólk verið viljugt að taka sæti, að sögn forráðamanna keppninnar. Vesturlandskjördæmi Dómnefndin í Vesturlandskjördæmi hefur aðsetur í Borgamesi. Þar sitja dómarar í dómsalnum á sýsluskrifstof- unni. Vestfjarðakjördæmi Dómnefhdarfulltrúar í Vestfjarða- kjördæmi sitja á Hótel Isafirði. Hafa þeir fengið aðstöðu á efstu hæð hótels- ins með útsýni yfir fjörðinn. Norðurlandskjördæmi vestra Safhaðarheimilið á Sauðárkróki verður aðsetur dómnefndar í Norður- landskjördæmi vestra. Er það vel við hæfi vegna þess að textahöfundur lags númer þrjú í söngvakeppninni er ein- mitt séra Hjálmar Jónsson, prestur á Sauðárkróki. Norðurlandskjördæmi eystra Akureyri verður miðstöð dómnefnd- ar í Norðurlandskjördæmi eystra. Dómnefndarfulltrúar verða í beinu sambandi við Reykjavík úr RÚVAK- húsinu við Fjölnisgötu. Austurlandskjördæmi Dómnefndin á Austurlandi situr á Egilsstöðum í veitingahúsinu Sam- kvæmispáfanum í Fellabæ. Suðurlandskjördæmi Á Suðurlandi situr dómnefnd í húsa- kynnum Hótel Selfoss í samnefndum bæ. Reykjaneskjördæmi Fundarsalur bæjarstjómar Hafiiar- fjarðar hefúr aðsetur dómnefhdar í Reykjaneskjördæmi. Reykjavík Dómnefhdin í Reykjavík situr í kjall- ara sjónvarpshússins við Laugaveg. Þar er sérinngangur sem verður gætt vandlega. Þegar öllum lögunum tíu hefur verið rennt yfir skjáinn setja dómnefhdir sig í samband við símakerfi ríkissjón- varpsins og atkvæðagreiðsla hefst. Við hlið símadömunnar í sjónvarpinu situr fúlltrúi borgarfógeta og fylgist grannt með að öllum reglum sé framfylgt. Kynnir í sjálfri sjónvarpsútsending- unni verður Kolbrún Halldórsdóttir, leikkona og starfemaður rásar 2. Stigagjöf fer þannig fram að neðsta lagið fær eitt stig og síðan koll af kolli upp í 8 stig, næstefeta lagið fær 10. Efeta lagið fær síðan 12 stig. Þá verða stig úr öllum kjördæmunum lögð sam- an og það lag sem hlýtur þau flest er þar með sigurvegari keppninnar og verður fulltrúi íslands i Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í Brussel 9. maí. Ef svo ólíklega vill til að tvö lög verði jöfn og efet verður aftur haft samband við dómnefhdafulltrúa og þeir látnir kjósa á milli laganna tveggja með handauppréttingu hver á sínum stað. -EIR Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 9,5-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-20 Sp.vól. 18 mán. uppsögn 19-20,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsögn Innlán meo sérKjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb Innlángengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10 Ab.Bb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 18,75-20 lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 21,75-22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21,25 Ab.lb. Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 20-21 Ib.Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-6,75 Lb Til lengri tíma 6,5-6,75 Ab.Bb, Lb.Sb, Útlán til framleiöslu Úb.Vb Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,75-8.25 Lb.Úb Bandaríkjadalir 7,5-8 Sb,Sp Sterlingspund 12,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,75-6,5 Bb.Lb, Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-6.5 Úb,Vb Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 1614 stig Byggingavísitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 7,5% 1 .jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiöir 450 kr. Hampiöjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 %ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. ^ Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast f DV á fimmtudögum. Atkvæðaseðill þinn Borgar- nes ísa- fjörður Sauðár- krókur Akur- eyri Egils- staðir Sel- foss Hafnar- fjörður Reykja- vik Atkvæði dómnefnda Þitt atkvæði Ég leyni minni ást eftir Jóhann G. Jóhannsson. Björgvin Halldórsson syngur. II r Tr’PH Hægt og hljótt eftir Valgeir Guöjónsson. Halla Margrét Árnadóttir syngur. ,.V fWMBflKJHil Lífsdansinn eftir Geirmund Valtýsson og Hjálmar Jónsson. Björgvin Halldórsson og Erna Gunn- arsdóttir syngja. í blíðu og stríðu eftir Jóhann Helgason. Höfundur syngur. Æ Sumarást eftir Þorgeir D. Hjaltason og Iðunni Steinsdóttur. Norðurljós eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Sfmonarson. Eyjólfur Kristjánsson syngur. . .1 - • 1. n Lífið er lag eftir Gunnlaug Briem, Friðrik Karlsson og Birgi Bragason. Hljómsveitin Model flytur. Sofðu vært eftir Ólaf Hauk Simonarson. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur. SfiklS Aldrei ég gleymi eftir Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson. Erna Gunnarsdóttir syngur. Mín þrá eftir Jóhann G. Jóhannsson. Björgvin Halldórsson syngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.