Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 36
52 MANUDAGUR 23. MARS 1987. Sviðsljós Bundist tryggðar- böndum Tryggðarbönd tengd fíls- minni - betra getur það varla verið. Hjónaleysin starfa saman við Carson og Bar- nessirkusinn en þar koma á stundum upp vandræði vegna langdreginna blíðuhó- tanna. Fyrir slíkri ást verður eitthvað undan að láta og sagt er að Salómons sé á stundum sárt saknað í In- díanapólis um þessar mund- ir. Ljosmyndir af henni hafa prýtt forsíður helstu stórblaða heimsins. Næst hjartanu er dóttirin Zuleka. Iman: Gasellan í frum- skógi stórborgar Hún var uppgötvuð í Nairobi og er nú orðin ein efnaðasta fyrirsæta veraldar. Iman samþykkti að sitja fyrir á myndum fyrir ljósmyndar- ann Peter Beard vegna þess að hún átti í vandræðum með að greiða námskostnað. A eftir fylgdi tilboð um ferð til Parísarborgar og þegar þangað kom streymdu að atvinnu- tækifærin. Nú er Iman ein hæst launaða fyrirsæta heimsins - hefur viðurnefnið gasellan í tískuheimin- um og sést á öllum helstu tískusýn- ingunum í París, Mílanó og New York. Yves Saint Laurent, Armani og fleiri stómöfn greiða háar upp- hæðir fyrir að hún sýni sköpunar- verk þeirra og vandamál eins og námskostnaðurinn heyrir sögunni til. Iman lifir kyrrlátu lífi í ágætri íbúð í miðborg Parísar með dóttur sinni Zuleka og þær mæðgur eru lítið fyrir að baða sig í sviðsljósinu meira en nauðsynlegt er. iman samþykkli að sitja fyrir á myndum Ijósmyndarans Peter Beard til þess að geta greitt skólagjöldin. Dóttir Romy Schneider Dóttir Romy Schneider hefur búið hjá föður sínum, Daniel Biasini, frá þriggja ára aldri - eða allt frá því að hún missti móður sína. Nú eru þau feðgin á ferð í Kenya þar sem förinni er meðal annars heitið á fílsbaki upp í hlíðar Kilimanjaro. Sarah er níu og hálfs árs gömul og leggur ríka áherslu á að menn gleymi ekki að taka eftir hálfa árinu sem hún hefur á tíunda tug- inn. Hún þykir ákaflega lík móður sinni en á í erfiðleikum með þýskuna þar sem hún er að mestu leyti alin upp í Frakklandi. Bréfin frá móðurfjölskyldunni eru öll stíluð á þýsku til þess að halda stúlkunni við efnið en lítið sam- band er milli Daniels Biasini og Schneiderfjöl- skyldunnar. Þegar Romy lést hafði Daniel lítið sem ekkert saman við dótturina að sælda og upphófust miklar forræðisdeilur um Söruh. Inn í þær blandaðist svo gamall elskhugi Romy - Alain Delon - sem lýsti því yfir að hann vildi gjarnan ganga stúlkunni í föðurstað. En Dani- el varð hlutskarpastur í þeirri viðureign og virðist dóttir hans dafna ágætlega í fóstrinu hjá föðumum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.