Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 34
50 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Nancy Reagan er hinn eiginlegi valdhafi Bandaríkjanna aö sögn baktjaldamanna þarlendra og hafa þeir sömu látið hafa eftir sér að Reagan sé gam- all, latur og gleyminn. Því er það dauðasök að komast upp á kant við frúna -sá sem það gerir getur gleymt öllum framavonum innan stjórn- málanna. Einhverjir eru þó að malda í móinn og vilja meina að þetta sé einmitt sama gamla sagan - þegar illa gangi þurfi kerlingu, krakka eða svertingja til að kenna um atburðarásina. Sannleikann í málinu látum við sagnfræðingunum eftir að finna síðar. Maria Burton hefur tekið saman aftur við eiginmanninn Steve Carson og er þar allt í lukkunnar velstandi. Samantektin er skassinu Liz að þakka sem mætti á staðinn í líki sátta- semjara og þrumaði yfir hjónakornunum. Aðallega bar kerla velferð dótturdótt- urinnar og nöfnunnar - Elizabethar - fyrir brjósti og sagðist þess fullviss að bar- nið bæri þess seint bætur að upplifa skilnað foreld- ranna. Maria og Steve slíðr- uðu sverðin og ætla að verða fyrirmyndarforeldrar í nánustu framtíð. Karólína prinsessa á nú von á þriðja barninu - að sögn hinna fróðustu í einkamálum furstafjölskyl- dunnar. Hún ætlar síður en svo að skilja við sinn ást- kæra Stefanó og gaf honum þyrlu í afmælisgjöf eigi fyrir alllöngu. Hann þakkaði pent og gaf spúsu sinni loðfeld mikinn frá Dior með inn- greyptum silfurskildi furstaf- amilíunnar á boðangnum. Það er enginn horfellir í þeim herbúðunum þessa dagana. Kabarettinn fékk stórkostlegar viðtökur. Sunna Borg, leikari og formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar, afhenti fjórum leikurum, sem voru í sviðsljósinu hjá félaginu á árunum 1940-1960, heiðursskjöl. Þess má geta að Sunna Borg leikkona á von á sér innan tíðar. í hálfleik á Kábarett Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, kom norður til að sjá Kabarettinn. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, er hér á tali við hana í leikhléi. Forstjórar á fundi. Þórarinn B. Jónsson til vinstri - forstjóri Sjóvá á Akureyri - og Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar. Söngleikurinn Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar hefur fengið frábærar við- tökur. Frumsýningin var um síðustu helgi. Forseti Islands, Vigdís Finn- bgadóttir, mætti á frumsýninguna ásamt dóttur sinni. Uppselt var að sjálfsögðu á sýninguna. Eftir að áhorfendur höfðu klappað sýningunni lof í lófa voru ræður fluttar og blóm afhent. Sunna Borg, formaður stjórnar Leik- félagsins, heiðraði meðal annars þau Jóhann Ögmundsson, Jón Kristinsson, Guðmund Gunnarsson og Björgu Baldvinsdóttur en þau voru mest í sviðsljós- inu á fjölunum hjá Leikfélaginu á árunum 1940-1960. Spáð er mjög góðri aðsókn að söngleiknum og hafa reyndar þegar borist miðapantanir fram í maímánuð. Ólafur Torfason, fyrrum fréttamaður og blaðafulltrúi landbúnaðarins, og Þórir Jökull Þorsteinsson, fréttamaður Rúvak, skeggræða um sýninguna. DV-myndir JGH Þorra- blót í Nor- folk íslendingafélagið í Norfolk í Bandaríkjunum hélt þorrablót hátíðlegt í febrúar. Komu þangað 130 manns sem gæddu sér á góðum íslenskum þorra- mat. Heiðursgestir á þorra- blótinu voru Ingvi Ingvarsson sendiherra og kona hans, Hólmfríður. Eula, Jerry Parks ræðismaöur, Sesselja Siggeirsdóttir Seifert, formaður Islendingafélagsins, Ingvi Ingvarsson sendiherra og Hólmfríður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.