Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 32
48 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. % Andlát Vilborg Þ. Guðmundsdóttir lést 11. mars sl. Hún fæddist að Fjalli á Skeiðum þann 15. nóvember árið 1900. Dóttir hjónanna Guðríðar Erl- ingsdóttur og Guðmundar Ófeigs- sonar. Hún giftist Friðfmni Vilhjálmssyni, en hann lést árið 1975. Þau hiónin eignuðust eina dóttur. Utfór Vilborgar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Útför Ragnars Veturliðasonar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 24. mars kl. 15. Málfríður Huld Gísladóttir, Há- teigsvegi 20, andaðist í Landspítal- anum fimmtudaginn 19. marg. Jón Oddsson, Brautarholti 22, lést í Borgarspítalanum 14. mars. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Jónsdóttir, Hlíðar- hvammi 7, Kópavogi, lést í Landa- kotsspítala 8. þ.m. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Anna Ólafsdóttir frá Gunnhildar- gerði, Hátúni 10, lést í Borgarspítal- anum 10. mars. Hildur Þuríður Bóasdóttir andað- ist að morgni 20. mars. Hrefna Kristjánsdóttir frá Ein- holti, Hornafirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag 23. mars kl. 13.30. Ólafur Petersen, Snorrabraut 58, lést 6. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Tilkyimingaj Bann við veiðum um páska og rækjuveiðum árið 1987 Ráðuneytið hefur ákveðið eftirfar- andi reglur um stöðvun veiða um páska: 1. Bátum minni en 10 brl. eru óheim- ilar allar fiskveiðar aðrar en grásleppuveiðar frá kl. 20.00 11. apríl til kl. 10.00 árdegis 21. apríl 1987. 2. Allar þorsknetaveiðar eru bannað- ar frá kl. 20.00 14. apríl til kl. 10.00 árdegis 21. apríl 1987. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveð- ið stöðvun rækjuveiða utan viðmið- unarlínu (úthafsrækjuveiðar) eftirgreind tímabil, að báðum dögum meðtöldum: 1. 12.-21. apríl 1987. 2. 26. júlí-4. ágúst 1987. 3. 22.-31. desember 1987. Frá stjórn Foreldrafélags Laugarnesskóla Stjórn Foreldrafélags Laugamesskóla lýs- ir yfir stuðningi við kjarabaráttu kennara, og vonar að nú semjist þannig að kennara- starfið verði aftur eins eftirsóknarvert og áður var. Við hvetjum samningsaðila til að leysa þessa kjaradeilu sem fyrst svo böm okkar fái notið kennslu vel launaðra og ánægðra kennara. Bann við togveiðum austur af Hvalbak Undanfarið hafa skyndilokanir verið alltíðar á Austfjarðamiðum. Hlutur smá- þorsks (undir 55 cm) í afla togara á þessu svæði hefur verið mjög mikill. Á þessum slóðum og víðar em nú að vaxa upp ár- gangar þorsks frá ámnum 1983 og 1984. Stærðardreifing þessa fisks er á þann veg að allur árgangur 1984 er enn undir við- miðunarmörkum (55 cm) og hluti árgangs 1983. Hafrannsóknastofnunin hefur því lagt til að veiðar á þessum slóðum verði bann- aðar og hefur ráðuneytið gefið út reglu- gerð þar sem allar togveiðar em bannaðar á svæði sem afmarkast af línum sem dregn- ar eru á milli eftirgreindra punkta: 1. 64°4659.7 N - 12°4339.9 V 2. 64°4407.2 N - 11°5354.7 V 3. 64°3156.7 N 12°0549.3 V 4. 64°2104.7 N - 12°4919.4 V 5. 64°3517.7 N - 12°5549.0 V Bann þetta gildir frá kl. 22.00 12. mars til og með 15. maí 1987. Fiskurinn á þessu svæði virðist vera á talsverðri hreyfingu. Því er stefnt að því að kanna svæðið að nýju á tímabilinu. .. Eg dansa við þig ... Leikandi fjömg danssýning fer nú að sjá dagsins ljós í Þjóðleikhúsinu. Sýning þessi samanstendur af 22 mismunandi dansat- riðum við tónlist sem byggir á 46 vinsælum lægurlögum í nýrri útsendingu. Höfundur tónlistar er Samuelina Tahija. Egill Ólafs- son leikur á píanó, syngur og talar og ásamt honum syngur Jóhanna Linnet en annar hljóðfæraleikur er fluttur af segul- bandi frá upprunalegu sýningunni í Þýskalandi. Það er íslenski dansflokkur- inn ásamt gestadönsumm sem ber hitann og þungann af sýningunni. Gestadansar- arnir eru tveir aðaldansara Kölnaróper- unnar, Nýsjálendingurinn Athol Farmer og Frakkinn Philip Talard. Einnir 6 ís- lenskir karldansarar bætast einnig í hópinn. Listdansarinn Jochen Ulrich er bæði höfundur dansa, leikmyndar og bún- inga en Ásmundur Karlsson lýsir sýning- una. Frumsýningin verður miðvikudaginn 25. mars og önnur sýning verður sunnu- daginn 29. mars. Námsbraut fyrir starfandi verkstjóra í frystihúsum Nýlega íauk fyrsta hluta nýrrar náms- brautar við Samvinnuskólann á Bifröst, en hún er sérstaklega ætluð starfandi verkstjómm í frystihúsum. Næsti hluti námsbrautarinnar fer fram í maímánuði nk. og verður einnig vikulangur. Auk þessarar námsbrautar hófst nú í vetur einnig sérstök námsbraut fyrir starfandi verslunarstjóra við Samvinnuskólann og skiptist hún í þrjá vikulanga hluta. Næsta haust mun væntanlega ný námsbraut fyrir starfandi tölvustjóra bætast við. Auk þess- ara námsbrauta veitir Samvinnuskólinn um 1.000 samvinnustarfsmönnum nám- skeiðafræðslu á hverju ári, og í rekstrar- menntadeild skólans á Bifröst eru um 70 nemendur ár hvert sem stefna að sam- vinnuskólaprófi hliðstæðu stúdentsprófi. Á myndinni er fyrri hluti námsbrautar fyrir verkstjóra í fiskvinnslu. Um helgim Fanný Jónmundsdóttir verslunareignadi Fleiri Ég held mikið upp á gamla Reykjavíkurradíóið og fannst gaman að þættinum þar sem fráfarandi þingmenn, Sigríður Dúna og Helgi Seljan, voru spurð að því hvemig þeim fyndist það að vera hætt þing- mennsku. Fréttimar einkenndust af Alberts- málinu og fannst mér Bylgjan standa sig vel í fréttaflutningi af því en aft- ur á móti var meira um æsifrétta- flutning á rás 2. Sjónvarpið fannst mér mjög lélegt um helgina, því miður á ég ekki af- ruglara en ég verð sennilega að spandera í hann, sérstaklega þar sem Stöð 2 fer að sýna eina bestu mynd sem Marilyn Monroe hefúr leikið í. gamanmyndir Þáttaröðin Mike Hammer finnst mér vera alveg fyrir neðan allar hellur, samansafh af ofbeldi, gúmmí- skvísum og lélegum húmor sem ég hef ekkert gaman af. Á sunnudagsmorgnum hlusta ég alltaf á þáttinn hans Ólafs Ragnars- sonar, Þjóðtrú og þjóðlíf, sem er mjög áhugaverður og skemmtilegur þáttur og fjallaði Ólafúr síðast um þjóðtrú og hjátrú Islendinga fyrr og nú. Síðan hlustaði ég á messuna eins og vanalega. Ég er lítið gefin fyrir ofbeldis- myndir og finnst að sjónvarpið ætti að sýna meira af góðum gaman- myndum, fólk hefur gott af því að hlæja. 70 ára afmæli á í dag, 23. mars, Ólaf- ur H. Guðbjartsson, Breiðagerði 15. Hann og kona hans, Sólrún Jóns- dóttir, taka á móti gestum að Síðumúla 35, Drangey, kl. 16-19 i dag. Hópferð á tónleika með Lionel Richie Eins og menn rekur eflaust minni til stofn- aði Bylgjan konsertklúbb í febrúar sl. í þeim tilgangi að efna til hópferða á tón- leika frægra listamanna erlendis. Fyrsta ferðin var farin í lok febrúar á tónleika með Paul Simon. Nú er ákveðið að fara á tónleika með bandaríska söngvaranum Lionel Richie. Tónleikamir verða í Brem- en þann 8. apríl, en flogið verður með Amarflugi til Hamborgar 5. apríl og til baka 9. apríl. Gist verður í Hamborg. Fyr- ir þá sem e.t.v. hafa styttri tíma til umráða, ’ er mögulegt að komast út til Amsterdam 7. april og heim frá Hamborg þann 9. All- ar upplýsingar varðandi ferðina eru veittar í síma 11664, og er rétt að benda fólki á að nauðsynlegt er að ákveða þátt- töku fljótt. Síðast komust færri með en vildu. 70 ára verður í dag, 23. mars, örnólf- ur M. örnólfsson, rafvirkjameistari frá Suðureyri, Gautlandi 1. Hann og kona hans, Stefanía Guðmundsdóttir frá ísafirði, taka á móti gestum í dag kl. 17-22 í Skipholti 70. f t , fi . r. .JSt / t t t M ? Frestun á lokun svæðis á Sel- vogsbanka Um allmörg ár hafa allar veiðar verið bannaðar frá 20. mars á svæði á Selvogs- banka sem sjómenn kalla „frímerkið". Bann þetta hefur verið sett í því skyni að vernda hrygningu þorsks. í athugun, sem Hafrannsóknastofnunin hefur gengist fyr- ir á þessu svæði nú í vikunni hefur komið í ljós að óverulegur þorskur er á svæðinu, en hins vegar alfmikið af karfa. Ráðuneyt- ið hefur því ákveðið að fresta lokun svæðisins og tekur hún gildi frá og með 28. mars 1987. Meistaramót Sjálfsbjargar í skák hefst þriðjudagskvöldið 31. mars nk. kl. 19.30. Tefldar verða tvær umferðir á kvöldi og er umhugsunartími hálftími á skák. Telft verður í rauða salnum, 1. hæð Sjálfs- bjargarhússins, Hátúni 12. Skráning til þátttöku fer fram á skrifstofu félagsins, sími 17868, og hjá Taflnefndinni og þarf henni að vera lokið fyrir 25. mars nk. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Bjömsson í síma 29133. Bækur Regnbogabækur Bókaforiagið Svart á hvxtu hefur nú hafið útgáfu nýs bókaflokks er nefnist Regn- bogabækur. Þessi bókaflokkur verður um margt ólíkxir hefðbundinni bókaútgáfu hér á landi. Hér um að ræða þýddar erlendar bækur sem njóta mikilla vinsælda erlendis á hverjum tíma og ætlunin að gefa þær út samtímis hér á Islandi. Fyrsta bókin í þessum bókaflokki er nú komin út, en hún nefnist Brjóstsviði og er eftir bandaríska rithöfundinn Noru Ephron. Þessum nýju bókum verður dreift í allar smásöluvérsl- anir, stórmarkaði, ferðamiðstöðvar o.s.frv. og er ætlunin að gafa út 1 bók í mánuði. BÓKAVARÐAN — CAMLAR BÆKUI OG NYJAK — VATNSSTlG 4 - REYKJAVlK - SlMI 29720 fSLAND Stærsta bókaskrá Bókvörð- unnar Bókvarðan, sem rekur bókaverslun með gamlar og nýjar bækur að Vatnsstíg 4 í Reykjavík hefur sent frá sér stærstu bók- söluskrá fyrirtækisins til þessa. Alls er skráin yfir 50 bls. og þar eru kynntir yfir 1500 titlar íslenskra og erlendra bóka í mörgun flokkum: Héraðasaga og ætt- fræði, íslensk og norræn fræði, orðabækur, Saga heims og menningar, náttúrufræði, kvæði, sögur, leikrit, trúarbrögð og guð- speki, erlendar skáldsögur og „reyfarar" frá gömlum og nýjum tímum. Verð gam- alla bóka er afar breytilegt, en í þessari skrá er verðið frá 75 krónum og upp í nokkra tugi þúsunda fyrir heil tímarit inn- bundin. Bókaskrá Bókvörðunnar geta allir fengið senda, sem þess óska utan Stór-Reykjavíkursvæðisins, en aðrir geta vitjað skrárinnar að Vatnsstíg 4. Tímaritið um fjölmiðla Fyrsta hefti Timarits Máls og menningar 1987 er komið út. Aðalefni þess eru fjórar greinar um fjölmiðla, einkum útvarp og sjónvarp, nú þegar ríkisreknir ljósvaka- miðlar standa á tímamótum, ekki aðeins hér á landi heldur í grannlöndum okkar líka. Tímaritið er 128 bls., prentað í Odda. Kápu hannaði Teikn. Ritstjóri er Silja Aðalsteinsdóttir. A&næli K4ÁLS OC MENNI.NGAR 1 • 8 rjouwöuw ivatjjöm 0.wtii4»on EifMif Ou*«onaM<s) JfWOX** A*t* u«g*f*4 o<*bn<*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.